Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						lagsmaður i Kaupfélagi Norður-Þing-
eyinga Kópaskeri, og var þegar
árið 1919 kosinn varamaður stjórnar-
formanns i félagsstjórn. Mun hann
hafa setið alla ársfundi Kaupfélagsins
og flesta i deild sinni um rúmlega
hálfrar aldar skeið, auk ótaldra st-
jórnarfunda, og á i þeim félagsskap
vissulega mikla sögu og gifturika, þvi
ekki hefur þar, fremur en viða annars
staðar, ávallt verið sigldur sléttur
sjór. Hann tók við formennsku félags-
stjórnar kaupfélagsins árið 1943 eftir
andlát Þorsteins Þorsteinssonar
hreppstj. á Daðastöðum, sem gengt
hafði stjórnarforustu þar um 30 ár.
Pétur gaf frá sér stjórnarformennsku
kaupfélagsins árið 1964, þá hálf-
áttræður og fluttist þá'.til Reykjavikur
á Hrafnistu, þar sem hann átti dvöl til
æviloka.
Arið 1956 stofnuðu KaupfélagNorður-
Þingeyinga og Kaupfélag Eyfirðinga,
ásamt nokkrum einstaklingum hluta
félag til sildarverkunar, og reistu
mannvirki til þeirrar starfsemi á
Raufarhöfn og siðar á Seyðisfirði.
Pétur var þar kjörinn stjórnarfor-
maður, og var það til 1965, að hann var
setztur um kyrrt að Hrafnistu, og hafði
lagt af öll félagsmálastörf.
Pétur var gleðimaður og samúðar-
rikur mannvinur. Hann var viðlesinn
og fróður, sérstaklega um bókmenntir,
ættfræði og sögu, og sérlega ljóð-
elskur. Hann var þvi jafnan auðfúsu
gestur i samkvæmum og öðrum
mannamótum, málsnjall og orðhagur,
hvort sem var i viðtali, ræðu eða riti.
Hann var oftast kjörinn samkomu-
stjóri á héraðssamkomum, hér vestan
heiðar, og jafnan aðalræðumaður
þegar slikt var á dagskrá. Honum lék
jafn létt á tungu fyndni og gamanmál,
sem alvara og lifsspeki, var létt um að
draga fram dæmi úr sögunni og ljóð-
um skáldanna, svo sem við gat átt
hverju sinni. Mál hans og framkomu á
mannfundum, einkenndi jafnan
drengskapur og heiðar hugsjónir, svo
jafnan umkringdi hann birta og hlý-
hugur samferðamanna hans, og þá
eigi siður hins veikara kyns, framan af
árum. Hann var hestamaður, sem
kallað var, meðan þarfasti þjónninn
bar enn nafn með rentu, og átti lengi
góðhest, sem var honum kær, er Létt-
feti nefndist, og veitti honum margar
gleði og ánægjustundir, enda var það
meðal mestu unaðsstunda Péturs að
hleypa gæðingi sinum þar sem slétt
var undir hófinn i samfylgd kunningja
og vina, og var þá ekki talið skemma,
ef einhver brjóstbirta var með i för.
Vinir hans og samstarfmenn, i félags-
málum fundu þvi eigi annað hug-
þekkara  honum   til  handa,   er  hann
fyllti fimmta áratuginn, og Léttfeti
var fallinn, en gefa honum góðhest. En
þvi miður nýttist Pétri sá hestur ekki
nema fá ár, þvi hann fórst af slysi.
Kaupfélag Norður-Þingeyinga
heiðraði Pétur, formann sinn, á tima-
mótum se,xtugs- og sjötugs-aldursins,
með veglegum og fágætum bóka-
gjöfum, og fagurlega útskorinni bóka-
hillu með þjóðlegum myndum gerðri
af snillingnum Rikarði Jónssyni
myndgerðarmeistara, og fékk einnig
sama listamann til að greypa andlits-
svip hans i gips. Sú mynd er geymd i
fundarsal stjórnar kaupfélagsins á
Kópaskeri og annað eintak i héraðs-
skólanum á Laugum i Reykjadal S.-
Þing. Kaupfélagið lagði einnig nokkurt
fé i sjóð, sem verja skal vöxtum af til
menningarmála á félagssvæðinu, i
virðingar og þakkarskyni, fyrir störf
Péturs i þágu félagsins.
Pétur Siggeirsson frá Oddsstöðum,
er horfinn oss ,,yfir móðuna miklu"
samkvæmt þvilógmáli lifsins, ,,að allt
sem lifir deyja hlýtur", vér hljótum að
sætta oss við það, þvi svo mun oss öll-
um fara. Hann hafði lifað langan dag
og starfsaman, þrátt fyrir skerta
heilsu, sem var honum löngum fjötur
um fót. Likami hans var lagður til
hinztu hvilu i grafreit Raufarhafnar-
sóknar þann 17. janúar s.l., við hlið
eiginkonu hans, sem lézt fyrir nokkr-
um árum. Fjölmenni fylgdi honum við
kirkjuathöfn og til grafar, miðað við
fremur fámennt umhverfi, og heiðraði
þannig sinn horfna héraðshöfðingja,
svo og við veglega erfisdrykkju, að til-
hlutan barna hans og tengdabarna, að
kvöldi útfarardagsins.
Nú, er leiðir hafa skilizt um sinn, vil
ég,  ásamt  fjölskyldu  minni,  miklar
þakkir tjá minningu Péturs frænda
mins, fyrir langa og einlæga vináttu og
snuðrulaustgottsamstarf, um málefni
sveitar og héraðs, um 40 ára skeið,
ásamt daglegri umgengni um 12 ára
bil, er hann dvaldist, að nokkru, á
heimili minu, á fyrri starfsárum
sinum hjá Sildarverksmiðju rikisins á
Raufarhöfn. 011 þessi samvera og
samstarf, var mér rikulegt, að ánægju
og lærdómi, til ymissa átta, sem aldrei
verður fullþakkað.
Börnum hans og öðrum vanda-
mönnum, vil ég senda hlýjar
samúðarkveðjur, og bið vitsmunaveru
hans Guðs blessunar.
Raufarhöfn 12. febrúar 1972
Hólmsteinn Helgason.
Nokkur mistök urðu i birtingu
Kveðjuoröa Stefáns Kr. Vigfússonar
utn Pétur Siggeirsson i síðustu ís-
lendingaþáttum. Kafli féll niður aftar-
lega i greininni og föðurnafn Péturs
misritaðist. Eru aöstandendur beðnir
velvirðingar á þessum leiðu mistökum
Kveðjuorð
Þú ert horfinn kæri vinur, hef-
ur kvatt kveðjunni hinztu. Ég
sakna þín óg syrgi..þig af heilum
hug, sem einlægan,"tryggan vin og
drengskaparmann.
Við andlátsfregn þína strayma
minningarnar fram, minningar frá
66 ára kynnum, og um langt skeið
nánu samstarfi,
Þökk er mér efst í huga.
Þú varst ungur og glæstur er ég
sá þig fyrst. Þú varst þá innan við
tvítugt, ég var 7 'ára. Þú hafðir
stundað nám við gagnfræðaskól-
ann á Akureyri, hrifizt af eldi ung-
mennafélagshreyfingarinnar, sem
þá var að nema hér land, og mun
í byriun e.t.v. hvergi hafa orðið
þróttmeiri en á A!kureyri. Ungir
menn stigu á stokk og strengdu
heit að fornum sið. Jóhannes
Jósefsson og Lárus Ríst, vöktu
hrifningaröldu með íþróttaafrek-
um sínum. Heima í héraði gerðist
þú forvígismaður og brautryðjandi
þessarar hreyfingar. Ungmennafé-
lag var stofnað á heimili þínu,
Oddsstöðum. Þú varst s.iálfk.iörinn
formaður sökum margh'áttaðra
yfirburða. Ég var á þessum fundi,
þar f'óru allir frá mínu heimili,
enda skammt að fara. Hrifningu
minni mun ég aldrei gleyma. Ég
islendingaþættir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24