Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						drakk í mig allt, sem þarna fór
fram, ræðuhöld, kvæðaupplestur
og íþróttir. Ég hreifst af þessu
öllu. Mikið fjör var í félaginu
framan af. íþróttir voru efstar á
baugi, þar skipaði íslenzka glíman
öndvegið. Margt fleira var um
hönd haft, jafnvel grísk rómversk
glíma. Þú varst fræiknasti glímu-
maðurinn, og leiðandi í öllu starf-
inu. Hafðir kynnzt og verið þátt-
takandi í leikfimi, og fjölbreyttu
íþróttalífi á Akureyri. Þú samein-
aðir alla beztu kosti íþróttamanns-
ins, hverjum manni liðugri og
mýkri, stæltur, sterkur, dreng-
lyndur. Þú varst okkur strákunum
hin fullkomna fyrirmynd, draumur
okkar var að líkjast þér, þú varst
alls staðar fremstur.
Síðar, er þú varst kennari okk-
ar í barnasfcóla, kenndir þú okkur
leikfimi og ýmiss konar íþróttir,
þá var líf og fjör og mikið kapp.
Þá er ég komst til fullorðins
ára og raunar fyrr, varð samstarf
okkar mjög náið, við vorum ná-
grannar, og mikill samgangur og
samstarf milli bæjanna. Við unn-
um hvor hjá öðrum, og hver með
öðrum að ýmsum störfum. eftir
því. sem nauðsyn krafði. Það var
gott til þín að leita, þú varst
ávallt reiðubúinn að leggja lið ef
með þurfti, þú varst alltaf hinn
greiðvikni, hjálpfúsi nágranni. Við
fórum saman í igöngur. vor og
haust, deildum iglaði og erfiðleik-
um gangnamannsins, rákum sam-
an fjárhópinn heim af réttinni,
glöddumst sameiginlega yfir lagð-
prúðu, fallegu fé og bárum sam-
an bækur okkar um fjárræktina.
Við rákum saman í kaupstaðinn,
og gengum saman á eftir klyfja-
hestunum heim aftur. Við komum
í fjárhúsin hvor til annars, rök-
ræddum um. fóðrunina og alía
hennar vandrötuðu dularvegi. Einn
ig á sjónum áttum við samleið,
horfðum hrifnir og hugfangnir út
yfir blikandi haf. Drógum bandóð-
an fisk, spenntir og sigurglaðir.
En mjótt var stundum mundangs-
hófið. Mér er sérstaklega minnis-
stæð ein sjóferð af því tagi. Við
fórum á sjóinn snemma morguns,
það var á einmánuði. Við vorum
þrír á bátnum. Veður var stillt,
lóaði ekQci á steini, en dumbungur
í lofti. Þegar leið af hádegi fór að
8
Pétur Si	ggeirsson
Genginn er til náð	og gamanmæltur.
góður maður;	Atti jafnan
hniginn foringi	allra traust.
i friðarskaut.	
Lúinn likami	Sæmdur er hann nú þökkum
lagstur i faðm	að sigurlaunum
móðurmoldar,	fyrir forystu
er mest hann unni.	i félagsmálum.
	Höfum hugfasta
Ungur var hann	þá hollu trú
atgjörvi búinn:	ab merkið stendur
styrkur, fimur,	þó maðurinn falli.
stóð að glimum.	
Glæstur, gáfaður	Genginn er til náöa
og gjörhugall.	góður maður;
Mælskastur allra	langri ævi
á málþingum.	lokið i fegurð.
	Blessist hans minning
Fór hann i flokki	blómgist hans niðjar
fremstur jafnan,	og frændlið allt
orðslyngur, ófeiminn	i frjálsu landi!
og andrikur;	
glaðvær, góðlyndur	Jónas A. Helgason.
mugga, víð vorum komnir á djúp-
mið. Allt í einu fóru þykkar logn-
öldur að rísa og það fór að brima
við Rauðanúp. Við settumst undir
árar, fjúkið fór vaxandi, öldurnar
hækkuðu, eítir skamma stund var
komið brim með öllu landi, en
lognið hélzt. Við sóttum róðurinn
fast, hver mínúta var dýrmæt. Þeg
ar við vorum að beygja inn í Lón-
in, fóí' að hvessa. Eftir fáar mínút-
ur var komið norðan lwassviðri
og hríð, og æðandi brotsjóir hvert
sem litið var. Það mátti ekki tæp-
ara standa.
Enn er fleira að minnast. Innan
i'jögurra veggja stol"unnar, eða bað-
stoi'unnar, átti andinn sín óðul.
Þar voru löngum glaðar og fróðleg-
ar samvorustundir, þá var búsum-
stangið látið lönd og leið. Þá flaug
hugurinn vítt cg breitt. og lítil tak-
mörk fyrír því hvar ræðan gat
Ikomið niður. Þú varst veitandinn,
ég þiggjandinn. Þú varst víðsýnn
og fróður, hafðír glöigga yfirsýn
yfir menningarmál. félagsmál og
þjóðmál, enda virkur þátttakandi
þessara mála á ýmsum sviðum, og
þú vildir gjarna gera aðra hlut.
takandi í þeirri þekkingu og fróð-
leik, sem þú hafðir yfir að ráíia.
Bækur og blöð stöðu jafnan til
boða.
En svo kom þar að leiðir skildu
að nokkru. Til atS byrja með var
þó £kammt á milli okkar, þó að
báðir hefðum við skift um dvalar-
staði. En aðstafflan var breytt að
því lsyti, að ekki var lengur um
verklega samvinnu að ræða. Ég
var bóndi áfram, þú hafðir að
nOkkru skift um starf. En þú varst
áfram tíður gestur á heimili okk-
ar. Enn voru áhugamálin rædd
sem fyrr. Það var alltaf mennt-
andi oig mannbætandi að ræða við
þig, þú sást alltaf björtu hliðarn-
ar, og vildir hvers manns hag sem
beztan.
En svo Isngdist bilið á milli
okkar verulega, ég fluttist lengra
burt. Samt komst þú nc'kkuð oft,
dvaldir þá eina nótt eða tvær, Þá
voru vinafundir. Þú varst hinn
tryggi, trausti heimilisvinur. Þú
færðir fréttir og fróðleik, kunnir
frá mörgu að segja. Oft var frá-
sögn þín krydduð gamanmálum,
með þau kunnir þú einnig val að
fara, en aldrei kenndi þar beiskiu
eða kala. Vi3 þig var jafnan hollt
að blanda geði, sökum vitsmuna
þinna og mannkosta.
Ég minnist þín í ræðustól, þar
sómdir þú þér vel. Þú varst mál-
snjall, ræða þín skýr og rökföst.
Réttsýnn og till.c'igugóður. Öll
óheilindi voru    þér   víðs    fjarri.
islendingaþættir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24