Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Vilhjálmur Svanberg Helgason
og
Jóhanna Sveinsdóttir
frá Grund í Mjóafirði
A fyrsta degi þessa vetrar var aust-
firzk húsfreyja jarðsungin frá Kefla-
vikurkirkju. Það var Jóhanna Sveins-
dóttir. Voru þá liðnar 20 vikur frá þvi
maður hennar, Vilhjálmur Helgason,
var kvaddur á sama stað.
Jóhanna var fædd að Hleinargarði i
Eiðaþinghá 24. janúar 1897. Foreldrar
hennar voru Sveinn bóndi Jóhannsson
frá Seljamýri i Loðmundarfirði og
Oddný Oddsdóttir frá Hreiðarsstöðum
i Fellum. bau fluttust búferlum að
Neshjáleigu i Loðmundarfirði þegar
Jóhanna var á sjötta ári. En sex árum
siðar flytja þau að Vestdal við
Seyðisfjörð.
Jóhanna fór úr foreldrahúsum litlu
eftir ferminguna og vann á ýmsum
stöðum á Seyðisfirði og viðar. En
sautján ára gömul fór hún til Odds
bróður sins, sem bjó á Minni-Dölum,
innsta býlinu i Dalakálki i Mjóafirði.
Dvöl hennar i Kálkinum varð svo
nokkuð löng. Haustið eftir, 1915,giftist
hún Vilhjálmi Helgasyni á Grund. Þau
settu þar saman bú og bjuggu á Grund
i 43 ár.eða allt til ársins 1958. Þá, fluttu
þau búferlum i Kastalann, innar með
firðinum, sem slðar verður greint frá.
Margur skilur illa að una megi líf inu
á „útskögum". Og e.t.v. er það heldur
ekki á allra færi. En Jóhanna kunni
áreiðanlega þá list. Viðhorf hennar til
umhverfisins voru jákvæð. Hún unni
gróðri og umgekkst málleysingjana
með móðurlegri umhyggju. Og ég
hygg, að stórfengleg umgerð byggð-
arinnar i Dalakálki hafi verið henni
allt i senn: kirkja, konsert, og list-
sýning.
Jóhanna og Vilhjálmur áttu miklu
barnaláni að fagna.Börn þeirra urðu
fimm; Helga er búsett i Neskaupstað,
Arngrimur i Keflavík, Sveinn í
Neskaupstað, Helgi i Reykjavik og
Þorvarður i Þorlákshöfn. Bræðurnir
eru allir kvæntirj Helga missti mann
sinn fyrir nokkrum árum. Börn
þessara Grundarsystkina eru orðin
sextán,og enn ný kynslóð er komin til
sögu. — Þess má geta, að fleiri ung-
menni skyld og óvandabundin fóstruð-
ust upp með þeim Vilhjálmi og
Jóhönnu um árabil.
Ævisaga Jóhönnu á Grund er sem
dæmigerð   fyrir   lifshlaup   þeirra
islenzkra húsfreyja, sem i mestri
kyrrð og með stærstri prýði skila þjóð-
félaginu dagsverki sinu i mynd nýrrar
kynslóðar.
Jóhanna Sveinsdóttir var ágætum
gáfum gædd, kona fríð sýnum, hæglát i
fasi og hlý i viðmóti. Bókhneigð var
hún og fylgdist með málum af lifandi
áhuga.
12
islendingaþættir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24