Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Stína, eins og hun var alltaf köll
uð ólst upp hjá foreldrum sínum í
Dilksnesi í stórum systkinaihópi,
en Dilfcsnesheimilið var ú hennar
uppvaxtarárum einn af miðdeplum
sveitarinnar í sfeemmtana- og
fræðalífi unga fólksins, sem þá var
að vaxa úr grasi. Þar var tónlist í
hávegum höfð, fóllkið skemmti sér
við söng og orgelspil á milli fræð-
andi viðræðna. Þær stundir munu
mörgum ógleymanlegar sem áttu
þess kost að nióta þeirra.
Árið 1931 hinn 30. ágúst giftist
Stína Ósfeari Guðnasyni, syni
Guðna Jónssonar og Ólafar Þórðar
dóttur þeirra mætu hjóna, en Ósk-
ar hafði á sínum barnsárum verið-
sumardrengur í Dilksnesi, svo hér .
tóku þessi leiksystkini saman og
mynduðu sitt farsæla heimili, er
þau hafa húið í alla tíð síðan, en
það er næsta hús við undirritað-
an, sem einnig hefur búið jafnlengi
við hlið þessara ógætu hjóna, og
minnist margra ánægjulegra
stunda á heimili þeirra.
Þau hjón eignuðust 6 börn, sem
öll eru á lífi, en með lífi sínu og
starfi hafa þau hjón sýnt það, að
börnin þeirra voru þeim allt. BaM
brotnu unnu þau til að gefa klof-
ið það að kosta þau öll til ein-
hverra mennta. En nú, þegar þeim
áf aniga ier náð og börnin orðin virk-
ir þjóðfélagsþegnar, og von hefði
mátt vera um rólegri daga, þá er
stundin komin, þessi mikla stund,
sem enginn fær umflúið.
Frá því 17. apríl á s.l. ári er
hið mikla sjóslys varð hér vid
Hornafjarðarós og átta ungir og
vaslkir sveinar hurfu í hafið, er
þetta í þriðja sinn, sem dauðinn
ber snögglega að dyrum hér í Hafn
arhreppi. í annað sinn rétt fyrir
jólin, er ungur bóndi hnígur ör-
endur niður við bæjardyrnar hjá
sér, og nú hverfur Stína frá ofek-
ur hér, án þess nokkrum hefði
komið til hugar að slíkt væri í að-
sigi. Þetta er mikið áfall í svo litl-
um bæ sem hér, þar sem allir
þekkja alla og umgangast hver
annan daglega.
Stína var yngst systkina sinna,
næstur henni að árum var Höskuld
ur listmálari, sem látinn er fyrir
nokkrum árum.
Stína var í eðli sínu listelsk
kona, enda bar heimili hennar vott
islendingaþættir
Steindór Gíslason
bóndi á Haugi
F. 22.6. 1912.
D. 22.12. 1971
Steindór bóndi á Haugi í Gaul-
verjabæjarhreppi andaðist í sjúkra
húsinu á Selfossi 22. des. s.l. eftir
þung veikindi siðast liðið ár. Hann
var þrívegis skorinn upp á þeim
tíma. Þessi þurugu veikindi og að-
gerðir bar Steindór með mikilli
hugprýði og þolinmæði og lét
aldrei hugfallast.
Steindór fæddist að Hrútsstöð-
um f Fióa, sonur hjónanna Krist-
inar Jónsdóttur og Gísla Brynj
ólfssonar, er þar bjuggu, en fluttu
síðar að Hauigi, þá ársgamall. Þau
voru bæði vel þekkt heiðurshjón
og hann sem þjóðhagasmiður.
Steindór var trúmaður og að
nofckru forspár og draumspakur.
Ég hyigg, að hans andlega þrek og
jafnaðargeð í veikindunum hafi
byggzt á trú hans á að framgang-
ur lífsins væru forlög, þ.e. þróun
oig þroski til annars og eilífs lífs.
Því það að hafa lifað er eilíft og
verður   aldrei   þurrkað   burt   né
fært til.
Því þótt Steindór væri að upplagi
um að svo var, allt er þar innan-
stokks með þeim hætti, er bera
henni vitni um yndisþokka og gott
hugarfar. Greiðvikni og öðlings
skap hennar var mikið. Það var
sem legði frá henni hressandi loft,
hreysti fagurrar menningar og hóg
látrar gleði, þegar komið var inn
í stofurnar hennar.
Stína var sú auðkona, að vera
persónuleika gædd. En það telst
sá maður eða kona, sem helgar líf
sitt öðrum, lifir lífi sínu fyrir utan
sjálfa sig, lifir í hinum margvís-
legustu viðfangsefnum en gleym-
ir sjálfum sér, þetta var eitt af
lífslánum Stínu.
Tap eða vinningur er sá regin
möndull, sem mannlegt líf snýst
um. Líf og leikur verður sæluvana
auðn. Ginnungagap, ef hvort
tveggja er eigi „leikur að vinna
og tapa". Stínu tókst með afbrigð-
um vel að vinna leik hins mann-
lega lífs.
•Mannúðarmanni þykir kraftur
lífs vors birtast á fegurstan hátt,
þá er vér styrkjum skjólstæðinga,
förunauta og igranna, vinnum bót
þjóðfélagi og ættjörð. Þetta var
lífsviðhorf Stínu.
Stína mín, þessi fátæklegu orð
eiga að vera hinzta kveðja til þín
frá mér og konu minni, þau eiga
að vera þakklæti fyrir samveru-
stundirnar hér á Höfn, ég veit þú
fyrirgefur hve mikið er ósagt um
þig og þitt starf.
Ég veit að þú gekkst þína ævi-
braut á guðs vegum, og ég vissi
að þú varst örugg í trúnni á eilífa
lífið, þess vegna valdi ég versið,
sem er í upphafi þessara orða.
Elskulegum eiiginmanni þínum
og börnum ykkar sendi ég og
kona mín okkar innilegustu samúð
arkveðjur.
Guimar Snjólfsson.
15
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24