Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						þúfnakarginn, er hún alla tíð frá
barnæsku varð að heyja baráttu
við, viki fyrir sléttum ræktuðum
grundum á hinu frjósama landi í
Stóru-Borg, enda lifði hún það að
sjá þessa draumsýn rætast, og
verða að veruleika, og sérstaklega
eftir að systursonur hennar óx úr
grasi, sem nú um árabil hefur ver-
ið forsjá heimilisins.
Minnisgáfa Helgu var frábær, og
hélt hún henni fram til hins síð-
asta, hún hafði yndl af að rifja
upp gamlar minningar og glettnin
var henni í blóð borin, hún átti
hægt með að koma máli við hvern
sem var. Þótt örl.ögin sköpuðu
henni þá aðstöðu, er olli því, að
framkvæmdaþrá hennar og hug-
sjónir urðu í raun og veru alltaf
að bælast niður og takmarkast við
gjaldgetu,( þvi hún vildi ekki láta
neinn eiga hjá sér), og þar af leið-
andi neitaði sér um margt er al-
menningur naut, hef ég aldrei
þeikkt manneskju, sem var lausari
við að fyllast beiskju, né hafa ill-
an hug til þeirra sem meira gátu,
Öfund til annarra var kennd, sem
Helga átti ekki til og aldrei spillti
eða raskaði sólarró hennar. Þess í
stað gladdist hún innilega yfir vel-
gengni hvers sem var, og bað öll-
um blessunar, það var hennar að-
alsmerki, ásamt öðrum góðum eig-
inleikum, því held ég, að bún hafi
kvatt þetta líf sátt við sjálfa sig,
guð sinn og aðra menn, og þeir
sem það geta af einlægni eru góð-
ir. Svona var Helga.
Helga var einlægur dýravinur
og mjög nærfærin og lagin við að
hjúkra þeim, sérstaklega tókst
henni vel að hjálpa við erfiðar fæð-
ingar, enda var oft leitað til henn-
ar þegar svo stóð á, er ég einn
af mörgum, sem naut hennar högu
handa í þeim efnum, og stend þar
í ógoldinni skuld, því um greiðslu
fyrir svoleiðis viðvik, taldi sú
sómakona ekki umtalsvert. Hún
var einlæg trúkona, rækti kirkju
sína og aðra mannfundi af kost-
gæfni, og í eðli sínu var hún íélags-
lynd. Helga var ekki haldin þeirri
firru, að hlutleysi í málefnalegum
skilningi skipti ekki máli, og
metnaður hennar var slíkur að
sjálf vildi hún fylgjast með mál-
um, og hafa áhrif með atkvæði
sínu um hvernig mál réðust.
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Fædd 5.3.1901
Dáin 5.1. 1972
Nú, er ég tek mér penna í hönd
í þeim tilgangi að minnast hinnar
látnu heiðurskonu, Guðbjargar á
Syðri-Úlfsstöðum, finnst mér ég
vart geta trúað því, að hún sé í
raun og veru Mtin. svo skammt er
síðan hún kom á' heimili mitt, þá
hlaðin lífsorku og bjartsýni eins og
ævinlega, þegar maður hitti hana,
en svona eru lífsins vegir okkur
mönnunum ókunnir. Guðbjörg
fæddist að Glæsistöðum í Vestur-
Landeyjum, en þar bjuggu for-
eldrar hennar, Sigríður Bjarnad.,
frá Herdísarvík og Guðmundur
Gíslason frá Sigluvík. Þau hjón
eignuðust 11 börn, svo margt hef-
ur þá verið í heimili á Glæsistöð-
um. og meðal annars vegna þess
hve barnahópurinn var stór. fór
Guðbjörg á f jórða ári til dvalar um
tíma í Skipagerði í sömu sveit, hjá
Alberti Eyvindssyni og Salvarar
Tómasdóttur. er þar bjuggu góðu
búi. Þessar ferðir Guðbjargar til
hjónanna í Skipagerði enduðu með
því að hún ólst upp hjá þeim að
mestu leyti til tvítugs aldurs.
Þessi hión fluttust síðar að Teigi
í Fljótshlíð og bjuggu þar all-
mörg ár, og afkomendur þeirra
búa þar enn. Þau Albert og Sal-
vör reyndust GuKbjörgu mjög vel
enda minntist hún þeirra ætíð
með hlýhug.
Um tvítugt fór Guðbjörg til Vest
mannaeyja og dvaldist þar nokkur
Nú er Helga horfin é vit feðra
sinna, eftir dáðríkt og fórnfúst
ævistarf. Ég trúi því, að hennar
góðu íyrirbænir til handa þeim,
sem reyndust henni vel þegar mest
ó reið, hafi náð til þess guðs er
hún tilbað og tignaði allt sitt líf.
Minning um Helgu Sigurðardótt-
ur mun lengi lifa í hugum þeirra
sem þekktu hana bezt, og því skal
hún kvödd með virðingu og þökk.
Gissur Gissurarson.
ár. Þar störfuðu þær saman við
saumaskap móðir mín og Guð-
björg. og tengdust þá þeim vin-
áttuböndum er aldrei bar skugga
á.
ÁriS 1924 giftist Guðbjörg eftirlif-
andi eiginmanni sínum. Halldóri
Jöhannssyni frá Arnarhóli í Vest-
ur-Landeyjum. og byrjuðu þau bú-
skap þar. en árið 1932 flytjast þau
að Syðri-Úlfsstöðum i Austur-Land-
eyjum. og þar hafa þau búið síðan,
nú síðari árin ásamt syni sínum
Óskari og konu hans. Auði Sigurð-
ardóttur frá Kúfhól. Önnur börn
þ?irra hjóna eru Karl bóndi í Ey.
kvæntur Guðfinnu Helgadóttur frá
Ey, Sigríður. gift Ós'.íari Sigurjóns-
^syni sérleyfishafa á Hvolsv?lti. Al-
bert bóndi á Skíðbakka, kvæntur
Sigríði Erlendsdóttur írá Skíð-
bakka. 011 eru börn Guðbjargar og
Halldórs gott fólk og ágætir þjóð-
18
íslendingaþættir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24