Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 24
Sextugur: Páll Hallgrímsson, sýslumaður Um áramótin 1936—37 uróu siðast sýslumannsskipti hér i Árnessýslu, er Magnús Torfason lét af sýsluvöldum fyrir aldurs sakir. t embættið var skip- aður kornungur maður, Páll Hall- grimsson lögfræöingur frá Reykhús- um i Eyjafirði. Hann var þá aðeins 24 ára gamall, rétt staðinn upp frá próf- borðinu, og þótti bæði fréttnæmt og dirfskubragð að setja svo ungan mann yfir eina beztu sýslu landsins. Stóð heldur ekki á hrakspám. Var þessi embættisskipun rakin til Jónasar Jónssonar frá Hriflu — talin af and- stæðingum hans meðal embættisglapa hans. En Jónas var alltaf maður óvæntra ákvarðana og mikillar mann- þekkingar. Hann vildi virkja hæfi- leikamenn strax, frekar en biða þess að þeir fetuðu sig upp metorðastigann. Þvi spáði hann i þennan mann eins og marga aðra skjólstæðinga, er meðal- mennskan virti að vettugi. Hinn ungi sýslumaður lenti á bekk með þeim Pálma Hannessyni rektor, Bjarna frá Laugarvatni, Sigvalda Kaldalóns og mörgum öðrum, sem seinna urðu viðurkenndir afreksmenn þessarar þjóðar. Þannig fór einnig hér, þvi i október næsta haust eru 35 ár liðin sið- an Páll Hallgrimsson tók við Árnes- sýslu. Hrakspár hafa engar rætzt: næsta h'aust hefur Páll gegnt einni sýslu samfellt lengst allra löglærðra manna á landi hér. Jakob Páll Hallgrimsson fæddist þann 6. febrúar 1912 að Reykhúsum i Hrafnagilshreppi i Eyjafirði, sonur hjónanna Hallgrims Kristinssonar for- stjóra Sambands isl. samvinnufélaga og Mariu Jónsdóttur bónda i Reykhús- um Daviðssonar. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1931 og lögfræöiprófi frá Háskóla Is- lands 11. júni 1936. Starfaði hann þá um eins árs skeið við lögfræðileg störf og endurskoðun hjá Sambandi isl. samvinnufélaga. 1. janúar 1937 var Páll skipaður sýslumaður Arnessýslu, og tók hann við þvi embætti 1. október sama ár. Hefur hann siðan staðið að embættis- verkum óslitið hér um slóðir, rétt að- eins vikið sér frá til framhaldsnáms nokkra mánuði einu sinni eða tvisvar. Með þessu starfi hafa hlaðizt á hann ýmis trúnaðarstörf: f stjórn Félags héraðsdómara, siöar Dómaraféiags íslands var hann frá 1945 og formaður þess félags 1961—1964. 1 stjórn Kaup- félags Arnesinga sat hann samfleytt 24 1939—1968 og var formaður hin siðustu ár sin þar 1960—1968. Skipaður var hann af dómsmálaráðherra haustið 1956 formaður nefndar, er átti að rann saka ástand i fangelsismálum og gera þar tillögur til úrbóta. Hann sat sumarþingið 1942, kjörinn 2. þingmað- ur Arnesinga af lista Framsóknar- flokksins, en hugði ekki lengur á þing- frama, er kom að haustkosningum 1942, og gaf þá ekki kost á sér. 1 yfir- kjörstjórn Suðurlandskjördæmis var hann kosinn 1959 og situr þar enn. Miklu drýgri og þýðingarmeiri störf hefur Páll Hallgrimsson unniö i emb ætti sinu fyrir Arnesinga, beint og ó beint. Hann tók við þvi úr góðra manna höndum, kempunnar Magnús- ar Torfasonar, sem tók við f járhag Ar- nessýslu i óreiðu og sneri öllu á ör- skömmum tima til betri vegar. Bilið milli þeirra sýslumannanna brúaði ungur lögfræðingur, Björn Fr. Björns- son, siðar kunnur sem velmetinn sýslumaður og þingmaður Rangæ- inga. En fjármálum sýslunnar hefur verið haldið vel i horfinu siðan, forðazt að taka lántökur, en öllu vel til skila haldið enda sýslumaður látið sig flest þau máli skipta, er horft hafa til heilla fyrir þetta hérað. Mun hér fátt eitt nefnt: Eitt hið merkilegasta mái, sem unnið hefur verið að hér i sýslu undanfarin ár er uppbygging Þorlákshafnar. Þótti i tvi- sýnu ráðizt, er Egill Thorarensen lét Kaupfélag Arnesinga kaupa Þorláks- höfn og hefja aftur útgerð á staðnum. Nú er svo komið, aö ekki er þarna ein- ungis risin landshöfn og glæsilegt sjávarþorp, heldur hafa þessi umsvif veitt útgerð á Eyrarbakka og Stokks eyri mikinn styrk: gert sjómönnum þaðan fært að sækja sjóinn miklu oftar en ella. t allri þessari baráttu stóð Páll sýslumaður fast að baki Egils Thorarensens, og varð, er Egill lézt, sterkasta stoðin i uppbyggingu Þor- lákshafnar. Þá hafði Arnessýsla eign- azt Þorlákshöfn, og tók Páll að sér for- mennsku Þorlákshafnarnefndar frá upphafi hennar 1946 til þess er Þor- lákshöfn varð landshöfn. Fylgdi gifta öllu starfi hans þar, og eins þvi hve myndarlega Þorlákshafnarnefnd skil- aði verki sinu yfir til landshafnar- stjórnar. Hér skal og drepið á afskipti Páls Hallgrimssonar af skólamálum héraðsins. Setið hefur hann i skóla- nefnd Héraðsskólans á Laugarvatni siðan 1959, og reynzt þar málafylgju- maður, hvenær sem hann hefur þurft að beita sér. Miklu glæsilegra verk liggur þó eftir hann, þar sem uppbygg- ing Húsmæðraskóla Suðurlands er. Er þar nú risinn stærsti og glæsilegasti húsmæðraskóla landsins, sem gegnir einnig hlutverki vandaðs sumarhótels. Uppbygging húsmæðraskólans hefur meira komið við Pál en nokkurn annan innan héraðs. Fylgdist hann með þar frá upphafi, átti góðan þátt i staðsetn- ingu skólans, hvað þá öðru er siðar kom, fjárbónum og lántökum, unz þessi mikla bygging var risin. Páll Hallgrimsson slær ekki um sig I margmenni né leitar sér félagsskapar um of. Um hann má þó segja hér, sem haft er eftir einum skólabróður hans norðan af Akureyri forðum tið: „Allir, sem höfðu nokkur kynni af honum, báru traust til hans”. Þetta hefur gengið eftir. Traust á manninum kem- ur ósjálfrátt viö kynningu, slik eru úr- ræði hans og svo óhagganlegar ák- varðanir hans. Einhver myndi segja, að vart sé Páll sýslumaður steyptur i það sama mót og sýslumaöur Matt níasar i Skugga-Sveini. En þá er þess að geta, að hér i Arnessýslu hefur rikt friðaröld i valdatið Páls, hvort sem honum telzt það til tekna en öðrum. Framhald á bls. 23 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.