Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 24
Kristinn Ágúst Ásgrímsson F. 19. ágúst 1894.—D.21.des. 1971. „Frjálslega tölum vér við yður, Korintumenn, rúmt er i hjarta voru”. 2. Kor. 6. 11. 1. Einn af merkustu fræðimönnum þessarar aldar, læknirinn og sál- fræöingurinn Karen Horney sagði, að greina mætti þrjú viðhorf, þrenns konar hugblæ meöal manna og tákna með þrem smáorðum, forsetningunum frá — gegn — til. — Til væri það við- horf, sá hugblær, sem hefði þau áhrif að menn leituðu frá öðrum mönnum, vildu forðast samskipti og samneyti. Og hún sagöi. „Það eru ótrúlega margir,sem þessum hugblæ eru haldn- ir, að stefna frá,vilja forðast, vikja sér undan.” — „1 annan stað sagði Karen Horney, eru svo viðhorf þeirra og hug- blær, sem finna unað og nautn i þvi að risa gegn, — gera sig að andstæð- ingum, magna i brjósti sér fjandskap- inn, finna hjá öðrum og öðru ástæðu eða afsökun fyrir þvi,að þeir þurfi að vera á verði, vera fullir tortryggni og reiðubúnir til atlögu. Hve mikið er ekki af slikum hugblæ i veröldinni og hve margar eru ekki myndir hans og afbrigði. — En hitt er svo einnig aug- ljóst að þeir menn eru til á jörðu, sem þrá það heitast aö lif þeirra og hugur stefni tilannarra, að una þá lifinu bezt og finna tilgang þess i fögnuði annarra, þeirri skynjun að eitt bros geti dimmu i dagsljós breytt”— Það er þetta þriöja viðhorf, sem er kjarni kristins trúarboðskapar. Það er þetta þriðja viöhorf, að stefna til ann- arra manna, til verkefna llfsins, til að finna lausn á vanda, ekki forðast né fjandskapast, heldur finna sig tengdan og bundinn, það er þetta viðhorf sem gefur ávexti andanseins og Páll post- uli komst að orði, kærleikann, sam- úöina, gleöina góðvildina, þetta, sem losar undan lögmálsþrælkun, augna- þjónustu og þeirri andlegu fátækt, að verá alltaf að gæta sin að ekki hafi verið meira af hendi látiö, gefið heldur en hitt sem þegið var. Það er lika þetta viðhorf, sem skapar hið sér- stæða frelsi, sem sami postuli ræðir um, aö geta frjálslega og hiklaust við aðra talað án tepruskapar, án tilgerðar, án þess að vera með hugann fullan af get- sökum eöa grunsemdum. —Það er frelsi sem þvi veldur, er fagnaöar- rikast er „að rúmt sé i hjartavoru”. Ég held að enginn, sem kynntist Kristni Agústi Asgrimssyni, hafi komizt hjá þvi að skynja hve gleði hans var rik, þegar hann gat létt öðr- um för, veitt öðrum ánægju, horfið til annarra að gerast þjónn og túlkandi samúðar, fagnaðar, gleði og góðvild- ar. — Ég held lika,að engum hafi dulizt að frjálsleiki Kristins og hin mikla kvika og hreyfing, sem honum fylgdi hvar sem hann kom, átti hitt að for- sendu, sem Páll túlkaði með orðunum „að rúmt væri i hjarta hans”. — Það var ekki Kristni að skapi að glata nein- um degi á þann hátt, sem einn orðsnill- ingursagðium aðværi „aðdagurgæti liðið án þess að bros léki um varir eða gleðiglampi lýsti úr ”. Kristinn Agúst Asgrimsson fæddist 19. ágúst árið 1894 að Innri—Þverá Austur—Fljótum. Hann andaðist i Reykjavik 21. desember siðastliðinn, á 78. aldursári. Hann fæddist i skrúði sumars, dó I skugga vetrar þegar dag- urinn er skemmstur en framundan er hækkandi sólargangur. Hann var sjálfur i önnum að undirbúa fögnuð jólanna, hina fornu hátið vetrarsól- hvarfanna, og hina nýju ljóshátið kristninnar, þegar birta skyldi i hugarheimi manna. 1 raun og veru var allt hans lif i þvi fólgið að undirbúa og auka gleði og bjartsýni samferða- mannanna. Foreldrar Kristins Ágústs Asgrims- sonar voru þau hjónin Asgrimur Sig- urösson, bóndi og Sigurlaug Sigurðar- dóttir kona hans. Þau hjónin foreldrar Kristins eignuðust alls 13 börn. Af þeim náðu niu fullorðinsaldri og eru fjögur systkinanna enn á lifi: Jóhanna, búsett i Danmörku, Páll á Siglufirði, Maria á ökrum i Fljótum, Dagbjört á Dalvik. Kristinn Agúst var tekinn i fóstur fjögurra ára gamall af Birni Sölvasyni bónda á Hamri i Fljótum og Guðrúnu Simonardóttur konu hans. Þar var hann alinn upp og hjá fósturforeldrum sinum var hann allt þar til hann sjálfur stofnaði sitt eigið heimili. Vist- in hjá fósturforeldrunum var i senn ljúf og lærdómsrik. Hann kynntist þar hvoru tveggja, baráttu bóndans við land og haf, vann að búi fósturföður sins og sótti jafnframt sjó með honum. — Hve djúptæk áhrif dvalarinnar á Hamri hafa verið, svo hve hugljúfar minningar þaðan hafa verið, um hvort tveggja ber það gleggst vitni, að mörgum árum siðar, er hann reisti sitt fyrsta hús og þá i Hrisey kallaði hann það Hamar, gaf þvi nafn æskuheimilis sins. Arið 1917 gekk Kristinn Ágúst að eiga Pálinu Elisabetu Árnadóttur frá Brandaskarði við Skagaströnd. Pálina hafði dvalið um skeið i Haganesvik og þar lágu leiðir þeirra Kristins saman. Pálina var kona næmra tilfinninga. Hún var greind, hafði lika fengið að auðga anda sinn við menntabrunna, ljúka námi við kvennaskólann á Blönduósi. Kristinn hafði gengið i þann skóla lifsins, þar sem"fjör kennir eld- urinn, frostið herðir og fjöll kenna tor- sóttum gæðum að ná" Skömmu eftir hjúskaparstofnunina hófu þau Kristinn og Pálina búskap að Stóra—Grindli i Fljótum. — Þar bjuggu þau á 7. ár, fram til ársins 1924. Af miklum dugnaði og áræði var gengið að verkefnum daganna. Enn var tekizt á við land og haf, land- búnaður ræktur með heyskaparönnum á sumrum, en horfið norður i haf á vetrum að stunda hákarlaveiðar. Þær veiðar voru i senn heillandi og hættu- legar. Aldrei leið úr minni Kristins háski og töfrar þeirra tima. Löngu sið- ar tók hann að skrifa endurminningar sinar og festa um leið i letur allan þann fróðleik,er honum var tiltækur um þennan sérstæða þátt atvinnulifs okk- ar Islendinga. Munu þau bókardrög hafa komizt þeim i hendur, er vel kann úr að vinna og er vel að sá fróðleikur Kristins falli ekki i gleymsku,— Harmsaga sérstæð olli þvi,að þau Kristinn Ágúst og Pálina Elisabet hurfu frá búi sinu að Stóra—Grindli. Þar hafði þeim annars búnast vel og þar fæddust þrjú börn þeirra, synirnir Björn Ottó, Arni Garðar og Magnús Bæringur. — Harmsagan, sem ég gat um, var hið dapurlega sjóslys, þegar skipið Flink fórst i för frá Akureyri til Haganesvikur að vorlagi 1924. Með skipinu var Kristinn Agúst með af- rakstur vertiðarinnar og björg heimilsins til næstu mánaða. Skipið Flink fórst rétt við Haganesvik og svo nærri að sjá mátti frá landi tildrög öll. Það var aðeins að þakka sérstæðri karlmennsku og kjarki þriggja 24 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.