Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Blaðsíða 22
ísfold Helgadóttir Fædd :i0. júní 1898. I)áin (>. ágúst. 1971 tsfold Helgadóttir fæddist 30. júni 1898 á Ánastöðum i Lýtingsstaða- hreppi, Skagafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi bóndi Björnsson (f.2. okt. 1854) Jónssonar á Mælifellsá Þorsteinssonar frá Völlum i Hólmi og Margrét Sigurðardóttir (f. 23. júli 1867) bónda Sigurðssonar i Ásmúla i Rangárvallasýslu. Systkini tsafoidar eru þessi: Marta Kristin f. 23. marz 1894, dó á unga aldri, Sigurjón f. 24. mai 1895, Magnús Helgi f. 21. des. 1896, Hólm- friður Elin f. 14. jan. 1900, Monika Sigurlaug f. 25. nóv. 1901, Ófeigur Egill f. 21. nóv. 1903, Jóhanna Sigriður Jónína f. 19. júli 1906, Hjálmar Sigurður f. 29. ágúst 1909, Guðmundur f. 1911, dó á unga aldri. Margrét móðir tsfoldar var seinni kona Helga Björnssonar. Helgi missti fyrri konu sina Steinunni Jónsdóttur frá tveimur ungum börnum, Erlendi og Helgu, sem nú eru látin. Hann var þvi stór barnahópurinn á Anastöðum. tsfold fór þvi snemma að taka til hendinni, en þótt mikið þyrfti að vinna á heimilinu, rikti þar ástriki og samhjálp. 1 sveitinni voru heimiliskennarar nokkrar vikur hvern vetur til 1909, en þá var kominn lærður kennari frá Kennaraskólanum og naut tsfold þeirrar kennslu þrjá vetur og þar með er hennar skólaganga talin. Foreldrar tsfoldar seldu Anastaði árið 1914 og Allar þær stundir sem hann þandi harmónikuna af undraverðri list og tækni eru lika ógleymdar. Þau eru ekki mörg samkomuhúsin Norðan- lands og i Borgarfirði sem ekki hafa dunað af taktföstum hrifandi leik hans. Marinó var ekki aðeins gæfumaður i starfi og að leik. Hann var lánsmaður i einkalifi og naut þess að eiga konu, sem stóð við hlið hans og vakti yfir vel- ferð hans og heimilisins. Hún bjó hon- um stað til hvildar og endurnæringar og skapaði þeim og dætrunum heimili 22 fluttu að Mælifellsá i sömu sveit. Þá fór tsfold að Litladalskoti og vann þar eitt ár hjá Jóhannesi bónda Þorsteinssyni og konu hans Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Árið 1915 fluttu Helgi og Margrét foreldrar tsfoldar, að Kolgröf og fór tsfold þá til þeirra. Þegar bræður hennar, Sigurjón og Magnús hófu búskap i Kolgröf 1916, var tsfold ráðs- kona hjá þeim i eitt ár, en siðan ráðs- kona hjá Magnúsi til ársins 1919. Frá umvafið hlýju, festu og öryggi. Það var mikið áfall fyrir Marinó, er kona hans andaðist 8. dag júlimánaðar á siðasta ári Það var sem lifslöngun og þrek hans dvinaöi. Dætur hans og tengdasynir báru hann á örmum sér unz hann hvarf til endurfunda við konu sina. Þau hvila nú hlið við hlið i kirkju- garðinum i Borgarnesi. Við. sem að þessum linum stöndum, þökkum Marinó kynni og leiðsögn á liðnum árum. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Nemar. Kolgröf lá leiðin að Daufá og Krithóli, þar sem tsfold vann um tima. Foreldrar tsfoldar fluttust að Reykjum i Tungusveit 1919, og fór tsfold þangað eftir dvölina á Daufá og Krithóli. Á Reykjum átti tsfold við heilsuleysi að striða um tima. Eftir að hafa náð fullri heilsu aftur fór ísfold árið 1921 til vistráðningar að bænum Syðstu-Fossum i Andakil i Borgarfirði til Halldórs og Sigriðar frá Brautarholti. Þar dvaldi hún i eitt ár. en réði sig þessu næst i vist i Reykjavik. Segja má að við komu tsfoldar til Reykjavikur, verði þáttaskil i lifi hennar. Það gat ekki farið hjá þvi, að jafn myndarleg stúlka og ísfold drægi að sér athygli ungra manna i höfuð- staðnum. Einn þessara ungu manna var Eggert Bjarni Kristjánsson stýri- maður frá Bræðraminni i Bildudal, fæddur 26. mai 1892. tsfold og Eggert Bjarni gengu i hjónaband 17. mai 1924 og var það gæfuspor i lifi þeii;ra beggja. Þau eignuðust 10 börn en tvö þeirra Jón og Maria dóu ung. Þau börn tsfoldar og Eggerts Bjarna sem upp komust eru þessi: Margrét, búsett i Reykjavik, Rannveig búsett i Reykjavik, Kristján búsettur i Bolung- arvik, Björg búsett i Reykjavik, Helgi, búsettur i Reykjavik, Marta, búsett i Reykjavik, Haraldur, búsettur i Reykjavik.og Asta búsett i Reykjavik. tsfold og Eggert Bjarni settu saman bú i Reykjavik og bjuggu þar til ævi- loka. Eggert Bjarni hafði semma hneigzt til sjómennsku i heimabyggð sinni Bildudal. Hann fór þvi þegar hann hafði aldur til i Stýrimanna- skólann i Reykjavik og lauk þaðan prófi 1917. Sjó stundaði hann siðan um árabil. Árin 1920— 1940 verða að teljast mögur ár hér á landi. t upphafi þessa timabils rikti hæg efnahagsleg fram- þróun en 1929 skellur heimskreppan á og afleiðingar hennar iáta ekki á sér standa, fyrst stöðnun, siðan afturför, atvinnuleysi og allsleysi. En einmitt á þessum kreppuárum stækkaði fjöl- skyldan jafnt og þétt. Það kom sér vel að tsfold var nýtin og hagsýn húsmóðir svo og úrræðagóð þegar á þurfti að íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.