Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 11
Sigurður P. Jónsson Sauðárkróki Fæddur 20.10 1910 Dáinn 15. sept. 1972. Astkæri bróðir, þú áfram mig leiddir, i æsku og bernsku þá varst þú min hlif. Úr vandræðum minum og villu þú greiddir, og veittir mér þroska og eðlilegt lif. Þá leiðirnar skildu var lifið i blóma, hve ljúft var mér, Siggi, að vita af þe’r. Þin tilvera öll var með sérstökum sóma, en sýndist oft vera i brotum hjá mér. Sem þrekmenni barst þú þjáningu alla, þar var ei æðran né stóryrðin, og þegar að dauðinn kom þig að kalla, komst þú til móts við hann ferðbúinn. Nú ert þú horfinn til heimanna fegri, hugur minn grátþrunginn saknar þin nú. Enginn bróðir var yndislegri, með öðlingslundina, og hjarta sem þú. Hinzta kveðja frá systur þinni. Guðrúnu Jónsdóttur Ragnhildur Guðmundsdóttir Haga Hornafirði Fædd 6. júli 1873. Dáin 2. mai 1972. Kveðja frá systursyni. Heimildir skráðar um heila öld i hug mér koma sem fræðaspjöld. Margt er bak við þau timans tjöld, sem torvelt er nú að skilja. En sigrar vinnast og greidd öll gjöld með Guðstrú og sterkum vilja. hress á Landspitalann, til læknisat- hugunar, en morguninn eftir var hann látinn. Jarðarför Páls Pálssonar fór fram að Vatnsfirði 16. september að við- stöddu fjölmenni úr hreppum Norður-- Isaf jarðarsýslu og af Isafirði. Sigurður prófastur Kristjánsson flutti útfararræðuna, en sr. Baldur Vil- helmsson kastaði á hann rekunum, A'ð greftrun lokinni var öllum viðstöddum boðið til hófs i Reykjanesskóla. Þar talaði Páll sonur hins látna vel valin orð og þakkaði öllum.er fylgdu honum til grafar. Ég kveð Pál með vinsemd og þakklæti. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Stórbrotið er það sögusvið, sandar og stórfljót meö þungan nið. Jöklar, sem gnæfa við himins hlið. Hafið er sjónmáli lokar. Stefnu Landvætta um strið og frið er staðreynd, að enginn þokar. Móðursystir, ég minnist nú manndóms og festu, er sýndir þú. Á betri lifskjör þin bjargföst trú og blaktandi fullveldismerki. Að islenzk þjóð gæti byggt sér brú, ef bræðralag stjórnaði verki. Harðæri og fátækt i heimasveit huganum beindi i gæfuleit. Um Vesturheim fögur fyrirheit, sem fóru ekki öll að vonum. Og allmargir kvöddu sinn ættarreit af Islands dætrum og sonum. Þú flúðir ekki þin föðurtún, fjallanna tign að efstu brún seiðmögnuð birtu með rammri rún raunsýn, hvað áttiog misstir. Atthaga kvöddu hann og hún, ^ hjartkær bróðir og systir. _ Þú mótaðir skýrt þin manndómsspor, sem minningu geyma um kjark og þor Þitt leiðarmerki var ljós og vor. Lifsneistinn hreinn og fagur. Þú sigldir ei bliðan byr frá Skor, bernskan var strangur dagur. Þótt stór væru sárin, er sál þin hlaut, sýnd var þér likn i hverri þraut. Fagnaðarefni þér féllu i skaut. Fórnir þér lagðar á herðar. Astvinum barst frá æðri braut útkall til hinztu ferðar. En áfram var haldiö á langri leið, sem löngum var torsótt og sjaldan greið Barizt við fátækt og bjargar neyð, unz báti var lagt að ströndum, Og umvafin langt þitt elliskeiö ýlrikum mjúkum höndum. Um beðinn þinn leikur blærinn hlýr, blessuð sé minning þin hrein og skýr. Hetju, sem aldrei af hólmi flýr heimvonir reynast góðar. Draumur þinn rættist um byggðar brýr. og batnandi kjör vorrar þjóðar. Nú eru systur á nýrri strönd, og nema sin langþráöu óskalönd. Traust voru ættar- og tryggðabönd tengd fram að hárri elli. Þær standa saman möb hönd i hönd og horfa að Skaftafelli. Tómas Ragnar Jónsson. 11 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.