Íslendingaþættir Tímans - 15.03.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 15.03.1973, Blaðsíða 4
Ingi Gunnlaugsson þjónaöi Fljótsdalshéraði og Borgar- firöi-eystra. Læknisheimiliö var barnmargt og gestkvæmt. Sautján ára ræöst Sólveig til starfa hjá einum rikisþingmanni I Danmörku, sem býr búi á stórum búgarði viö Limafjörö. Var þetta mikiö menningarheimili og margt heimilisfólk. Arið 1922 gengur Sólveig aö eiga Ingimar Jóhannesson búfræöing og kennara. Ingimar er fæddur 1891 aö Meira-Garöi i Mýrahreppi viö Dýra- fjörö. Hann er námssveinn í Núpsskóla 1906-1908. Lýkur búfræöiprófi á Hvanneyri 1913 og kennaraprófi 1920. Sama áriö og hann útskrifast kennari, hefur hann kennarastörf viö barna- skólann á Eyrarbakka. Þá er þar skólastjóri Aöalsteinn Sigmundsson. Tekst meö þeim fljótt mjög náiö sam- starf aö skóla- og félagsmálum. Þeir veröa fljótt forystum'enn i ungmenna- félagsskap, Goodtemplarareglu og skátalifi á Eyrarbakka og viöar á Suöurlandi. Ungt fólk frá skóla og félögum á þvi oft leið til heimilis þeirra Sólveigar og Ingimars. Inn fyrir þær dyr eru allir velkomnir. Húsfreyjan lætur mann sinn um félagsstörfin, en helgar störf sin æskuheimili sinu og sinu eigin heimili, heimakær og starfsglöð. Flest þau ár, sem þau búa á Eyrar- bakka, verður Ingimar að sækja vinnu út fyrir Eyrarbakka. Vegavinna verö- ur hans helzta sumarstarf. Eitt sumar, er ekkert fékkst að gera á Suöurlandi, varð hann aö leita vinnu til Reykjavik- ur. Sólveig, eins og svo mörg isl. hús- móöir, veröur þvi árlega um nokkra mánaða skeiö aö annast heimili og barnauppeldi ein. Arið 1929 gerist Ingimar skólastjóri heimavistarskólans aö Flúöum i Hrunamannahreppi. Þeim skóla veita þau hjón forstöðu til 1937. Af frásögn- um Ingimars og ibúa Hrunamanna- hrepps, sem þekktu skólaumsýslu þeirra hjóna, veitég aö rétt er að telja, aö Sólveig hafi átt stóran þátt i þvi giftusamlega skólahaldi. Hver, sem skoöar gamla heima- vistarhúsiö aö Flúöum meö viðbyggöu samkomu- og leikfimihúsi, hlýtur aö fyllast aödáun yfir þvi, aö þar var starfrækt meö mikilli sæmd skóli og blómlegt félagslff — og þar var um leið heimili, sem veitti þjónustu fyrst og fremst börnum stórrar sveitar og félagslifi samhent.s sveitafólks innan ungmennafélags, kvenfélags og búnaðarfélags. 011 árin var Sólveig matráöskona og kennari i handavinnu stúlkna. Sá háttur var haföur á við smiöi skólans, að úr þröngu eldhúsi var gengt i herbergi, sem reist var yfir Kiöjabergi i Grimsnesi er höfuöból og landnámsjörö. Bæjarstæöiö er sér- kennilegt og fagurt og liggur viö berg- iö, sem bærinn er kenndur viö. Hvitá rennur skammt frá bænum. Þar „sindrar á sægengna laxa” á sumrum. Útsýni er takmarkað, sér einkum yfir ána fram um Flóann. Ingi Gunnlaugsson var fæddur aö Kiöjabergi 19. ágúst 1894, sonur hjón- anna Soffiu Skúladóttur, prófasts aö Breiöabólsstaö i Fljótshliö og Gunn- laugs Þorsteinssonar, hreppsstjóra á sjóöandi hver. Þar skyldi matur soö- inn. A hlaöi skólans eru heit hveraop. Hver og einn getur sett sig i spor hús- móður,sem hefur slika hættustaöi inn- an húsveggja og á hlaði — og i kring um sig börn annarra og sin eigin. Varúð og hógvær umvöndun Sólveigar mun án efa hafa átt sinn þátt i aö aldrei varö neitt barnanna fyrir brunaslysi. Skólastjórinn varð á stundum aö fela konu sinni skólaforráð, þegar störf hans að málefnum kennarafélags Ár- nesinga eöa Héraðssambandsins Skarphéöins kölluðu hann burtu frá skólanum, en hann vissi aö treysta mátti konu sinni. Hún haföi engu minni aga á ungviöinu en hann. Hún var gædd þeirri náöargáfu, aö i hennar ná- vist voru allir hlýönir og vildu gera henni allt til hæfis. Frá Flúðum flytja þau hjón 1937, er Ingimar gerist kennari i Skildinga- nesskóla i Reykjavik. Heimiliö, þó þaö sé nú komiö til höfuöstaðarins, verður enn hluti af skóla. Skildinganesiö var sérstætt hverfi borgarinnar og skólinn þess miðdepill. Heimilisfaöirinn, þó i þétt býli sé kominn, er kallaöur til félagsstarfa fyrir stétt sina, bæinn og landið I heild. Stéttarfélag barnakenn- ara, barnaverndarnefndir, templarar, ungmennafélagsskapur, ritstjórn Menntamála ,kalla á starfsfúsann mann. Húsfreyjan heldur vana sinum, er heimakær og heimiliö kærkomið at- hvarf vina barna og eiginmanns — og enn er hún tengd æskuheimilinu og Kiöjabergi I Grimsnesi. Ingi ólstupp á Kiðjabergi, yngstur sex systkina. Elzt var Guörún, er lézt i janúar s.l., Skúli, bóndi og oddviti i Bræöratungu I Biskupstungum, dáinn 1966, Steindór, lögfræöingur dáinn 1971, en á lifi eru Jón, fyrrv. stjórnarráösfulltrúi i Reykjavik og Halldór, cand. theol, bóndi og hreppsstjóri á Kiöjabergi. Var þessi fjölskylda alkunn fyrir at- gervi og glæsibrag. Ingi fór ungur utan til náms og dvaldi á lýöháskólanum I Askov. Sá hefur veika systur sina, Elinu Björgu, á heimili sinu. Eftir aö Skildinganes- skólinn legst niöur og flytur i Mela- skóla, styttist i kennslustörfum Ingi- mars, sem gerist 1947 fulltrúi i fræðslumálaskrifstofunni. Þó skólar f jarlægist heimili Sólveig- ar, þá fylgdi þvi ávallt gestagangur og þótt húsbóndinn hætti að vera kennari, þá hélt hann áfram störfum aö félags- málum. Eftir aö viö fluttum saman, varö ég þess oft var, hversu mikiö starf hann lagði á sig viö fjölþætt félagsmál t.d. barnastúkustörf, sem hann lagöi i mikla alúö. Þó liðiö sé á annað ár siöan Sólveig lézt (25.1. 1971), þá hefur mér og þá eigi siöur konu minni og börnum fund- izt að hún ætti það inni hjá fjölskyldu- lífi okkar, aö ég minntist hennar meö nokkrum oröum. Hún var ein þessara hógværu og heimakæru húsmæöra, sem veröur minnisstæð öllum, sem henni kynntust. Kona, sem á undra- veröa hlutdeild i ævi þeirra, sem fengu aö dveljast nærri henni. Þetta varö okkur hjónum svo augljóst, er börn okkar, sem dvöldust erlendis er Sól- veig andaðist, minntust hennar i bréf- um sinum. Eitt þeirra komst svo að orði: „Mér var ekki ljóst fyrr en nú, hve hún á stóran þátt i æskuminning- um minum”. Þannig einkunn munu margir þeir, sem ungir dvöldu nærri Sólveigu Eugeniu Guömundsdóttur, gefa henni að leiðarlokum. Þorsteinn Einarsson 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.