Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞJETTIR Fimmtudagur 26. apríl, 25. tbl. 6. árg. Nr. 110. TINIANS Guðmundur Jóhannesson fyrrverandi ráðsmaður á Hvanneyri Haustið 1937 fór ég til náms við Bændaskólann á Hvanneyri. Ég hafði ókveðið að ljúka náminu á einum vetri og settist þvi i eldri deild, en las hina deildina utan skóla. Ég var sá eini i hópi þeirra nemenda, sem þar hófu nám, sem höguðu námi sinu á þennan veg. Einn nemandi var þó i eldri deild skólans, sem hafði farið á vertið um miðjan vetur næsta á undan og þvi ekki lokið vorprófi i yngri deild og átt- um við þvi samleið i sambandi við lesturinn og námið á Hvanneyri þennan vetur . Þessi nemandi hét Guð- mundur Jóhannesson og var frá Herjólfsstöðum i Vestur-Skaftafells- sýslu. Guðmundur Jóhannesson var fæddur 9. september 1914 á Söndum i Meðallandi i Vestur-Skaftafellssýslu. Hann lézt hinn 14. marz s.l.. Er það harmdauði að slikur ágætis athafna- maður skuli falla svo langt fyrir aldur fram. GuðmUndur Jóhannesson var Skaftfellingur við ætt og uppruna. Foreldrar hans voru Jóhannes Guð- mundsson. f. 1880 d. 1961 og Þuriður Pálsdóttir, f. 1890 og er enn á lifi. Hann lauk prófi við Bændaskólann á Hvann- eyri vorið 1938 eins og til stóð. Hann varð yfirmaður i fjósi staðarins ef.tir að námi lauk til vorsins 1939, er hann fór til Danmerkur og stundaði störf á dönskum búgarði. Vera hans i Dan- mörku var auk þess að hann innti þar af hendi venjuleg störf á stórum bú- garði einnig námsferð, sem hann notaði og hagnýtti sér vel. Guðmundur Jóhannesson gerðist ráðsmaður á Hvanneyri vorið 1941 og gegndi þvi starfi þar til á s.l. vori, að hann varð að láta af störfum vegna heilsuleysis. Þeir. sem að þekktu Guð- mund Jóhannesson vissu að þar fór maður. sem mikið var i spunnið og var trúr i hverju þvi, sem honum var til trúað. Hann var sérstaklega mikill at- hafnamaður. hvort sem hann stundaði námið eða gekk til vinnu. Hann gerði sér grein fyrir öllum aðalatriðum málsins og ekkert lét hann frá sér fara, fyrr en hann hafði tileinkað sér það, hvort sem hann lærði efnafræði, grasafræði, fóðurfræði eða jarð- ræktarfræði. Allar slikar greinar og önnur námsatriði varð hann að kryfja til mergjar með allri þeirri tortryggni, sem visindamenn tileinka sér, þangað til að hann var sjálfur orðinn sann- færður um, að hann væri búinn að ná valdi á verkinu og kjarninn lá i hans höndum. Guðmundur tók við vandasömu starfi, sem ráðsmaður á skólabúinu á Hvanneyri. Fyrirrennari hans, Hjörtur heitinn Jónsson, var einstakur dugnaðar- og athafnamaður. Það var þvi ekki auðvelt verk fyrir Guðmund að setjast i sæti Hjartar og heldur ekki auðvelt verk að stjórna stóru búi, sem Hvanneyrarbúið var þá. En Guð- mundur Jóhannesson gekk ekki hik- andi til þess verks, heldur með íullri atorku og dugnaði. Hann var sérstak- iega hugvitssamur og hagleiksmaður hinn mesti, allt sem var vélrænt lá opið i hans augum og meira en það, hann hafði til að bera hæfileika til uppíinningar á sviði verklegrar vél- fræði, eins og frændur hans i Skaíta- fellssýslu. Guðmundur Jóhannesson fann upp „snigilinn”, sem hann notaði og var notað af bændum landsins um tima til þess að moka út úr haughúsi, dreifa mykjunni. Hann fann einnig upp hey- þurrkunaraðferðir, sem hann notaði mikið um tfma og þvi miður gat ekki unnið eins að, vegna þess að heilsan bilaði áður en hann hafði lokið þvi verki. Sama var að segja um áhuga hans á ræktun ullar og ýmsar athuganir sem hann gerði i þvf sam- bandi. Allt sannar þetta, hvað mikill hugvitsmaður Guðmundur var og þrátt fyrir það, að nám hans nytist ekki nema að takmörkuðu leyti að þvi að koma þessum hugmyndum i fram- kvæmd, þá tókst honum það með undraverðum hætti. Guðmundur Jóhannesson var ekki eingöngu duglegur maður við vinnu sjálfur. Hann var einnig stjórnsamur, kom vel að sér nemendum og þeim öðrum, sem á Hvanneyri unnu, skipaöi þeim hispurslaust til verka, en naut vinsældar þeirra og virðingari enda ekki að undra, þvi maðurinn var auk sins dugnaðar hreinskiptinn og heiðarlegur i alla staði. Guðmundur Jóhannesson giftist Helgu Sigurjónsdóttur þann 26. nóvember 1946, konu ættaðri úr Þingeyjarsýslu, sem hefur reynzt hon- um mikill og giftudrjúgur lífsföru- nautur. Þau eignuðust tvö börn, Jón- inu sem fædd er 10. april 1951, og gift Oddi Sæmundssyni skipstjóra í Kefla- vík og Jóhannes, sem fæddist 1. desember 1956. Hann var eins og systir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.