Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1973, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1973, Blaðsíða 2
Þórður Stefánsson frá Geirbjarnarstöðum í Köldukinn Hinn 26. júni var til moldar borinn frá Fossvogskirkju Þórður Stefánsson, fyrrum bóndi á Geirbjarnarstöðum i Köldukinn. Hann var fæddur aö Bakka á Tjörnesi 26. marz 1893, sonur Stefáns Klemenssonar og Guörúnar Guð- mundsdóttur. Guðrún var ættuö af Tjörnesi, en Stefán, faðir Þórðar, var sonur Klemensar Jónssonar, sem var aðfluttur vestan af Vatnsnesi i Húna- þingi. Bjó Stefán fyrstu árin að Vargs- nesi i Náttfaravikum, en fluttist bú- ferlum þaðan eftir 5 ára dvöl að Geir- bjarnarstöðum, þar sem hann dvaldist til dauöadags. Klemens fluttist hingað austur til lækninga hjá sira Þorsteini á Hálsi i Fnjóskadal. Hann festi sér konu i dalnum, Sigriði Pétursdóttur. Hún var bróðurdóttir Guðrúnar konu Kristjáns dbrm. á Illugastöðum. Þórður Stefánsson fluttist barnung- ur meö foreldrum sinum að Geirbjarn- arstöðum. Þar lifði hann bernskuna, æskuna og blómlegasta hluta fullorð- insáranna, og þaðan voru allar hans beztu minningar, sem geymdust til elliáranna. Ekki átti Þórður kost á mikilli skóla- menntun i æsku sinni. Höfuðskólinn fram að fermingaraldri var að visu ágætur skóli, þar sem foreldrarnir voru skólastjórarnir, og kennararnir afarnir og ömmurnar. Þar til viðbótar komu svo farskólarnir, sem veittu a.m.k. eins til tveggja mánaða kennslu ungmennum 2-3 árin fyrir ferminguna. Upp úr siðustu aldamótum var hér starfandi ungmennaskóli á hinum Fyrri maður hennar Brynjólfur Kristjánsson vegaverkstjóri hjá Vega- gerð rikisins. Hann lézt eftir fárra ára sambúð. Seinni maður Jens Guð- brandsson frá Höskuldsstöðum i Döl- um starfsmaður hjá Fóðurblöndunni h/f. 4) Einar Ingþór, ókvæntur. Ólafur var kvaddur til margvislegra starfa á félagsmálasviðinu fyrir sveit sina og hérað. Þau voru gifturik og af þeim meiri saga en rúmast má i þess- ari minningargrein. Þess skal aðeins getið, að hann var kosinn i stjórn Búnaðarfélags Óspakseyrarhrepps árið 1925 og átti þar sæti lengst af, oft- ast formaður. Sýslunefndarmaður frá 1938 til 1968 er hann sagði þvi starfi af sér, vegna brottflutnings úr héraðinu. Sat i hreppsnefnd mörg ár, oddviti frá 1954-1958, hreppstjóri frá 1958-1968. t stjórn Ræktunarsambands Bæjar- og Óskapseyrarhreppa i mörg ár. Oftast fulltrúi á aðalfundum Búnaðarsam- bands Strandamanna. Fulltrúi á aðal- fundum Stéttarsambands bænda nokkur ár. Arið 1942 réðust bændur i Óspakseyrarhreppi og nágrenni i það að stofna sjálfstætt kaupfélag, en útibú hafði verið rekið þar um nokkur ár frá Kaupfélaginu á Borðeyri. Margir ótt- ust aö nýja kaupfélagið myndi tæpast bera sig sökum fámennis, þar á meðal sumir þeirra, er að félagsstofnuninni stóðu. En þetta fór á annan veg. Þetta litla Kaupfélag hefur verið rekið með ágætum og staðið sig vel út á við. Mér er ekki grunlaust um aö Ólafur hafi átt hugmyndina að Kaupfélagsstofnun- inni og unnið manna mest að þvi, að koma henni i framkvæmd. Hann vildi nú ekki við það kannagt og taldi að ýmsir aðrir hefðu átt þar stóran hlut að. Á stofnfundi félagsins var ólafur kosinn formaður þess og gegndi þvi starfi til ársins 1964, en þá tók hann við starfi kaupfélagsstjóra og gegndi þvi til ársloka 1968. ólafur lagði sig mjög fram um það alla tið að efla gengi kaupfélagsins og lagði i það mikla vinnu einkum eftir að hann tók við kaupfélagsstjórastarfinu og mér er kunnugt um það, að hann vann þar oft i fritimum sinum við afgreiðslu en hann gat engri bón neitað. Svo sem áður er að vikið hætti Ólafur búskap árið 1968 og flutti til Reykjavikur. Kona hans var þá orðin heilsutæp og þurfti að vera undir læknishendi. Þetta mun hafa ráðið miklu um brottför hans. Hún lézt árið 1969. Eftir að Ólafur fluttist suður, vann hann hjá afurðasölu S.I.S. ólafur var gleðimaður, hrókur alls fagnaðar á samkomum og mannamót- um og var hann þar jafnan aufúsu- gestur. Hann var ræðumaður ágætur oröheppinn og málsnjall og kom það þvi oft I hans hlut að vera aðalræðu- maður I mannfagnaði. Málflutning hans einkenndist jafnan af drengskap og hlýhug og hann var einkar laginn við að setja niður deilur. Eg hef haft mikil kynni af ólafi, allt frá unglingsárum, átt við hann margs konarskipti meðal annars unnið mikið með honum að félagsmálum. Hann var einstaklega samvinnuþýður og til- lögugóður. Við fluttum báðir til Reykjavikur um svipað leyti. Atvikin höguðu þvi þannig, að stutt var á milli okkar og höfðum við þvi mikið sam- band. Eitt af þvi siðasta, sem Ólafur átti hlut að, var að undirbúa afmælis- hóf 50 ára búfræðinga frá Hvanneyri og var áformað að koma þar saman á ákveðnum degi snemma i júli. Ólafur hafði brennandi áhuga fyrir þessu og vann ötullega að undirbúningi þessa móts ásamt fleirum. Hann gat ekki mætt þar. A þeim tima, er mót þetta fór fram var hann altekinn af sjúk- dómi þeim, er leiddi til andláts hans. Mér er ekki úr minni liðið, er nokkrir skólabræður komu að sjúkrabeði hans, hið geislandi bros, er leið yfir andlit hans, þótt hann væri sárþjáður er talið barst að þvi, hvernig mót þetta hefði farið fram- Kæri vinur, þér þakka 'eg fyrir gott og ánægjulegt samstarf um málefni sveit og héraðs ásamt traustri vináttu um áratugaskeið. 011 þessi samvinna var mér rikuleg ánægja, sem aldrei verður fullþökkuð. Börnum þinum og öðrum vanda- mönnum sendi eg hlýjar samúðar- kveðjur. Jón Kristjánsson frá Kjörseyri 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.