Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Side 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagui’ 25. október 1973. 57. tbl. 6. árg. nr. 142. TIMAIMS Guðrún Bóasdóttir Brunborg Útför frú Guðrúnar Bóasdóttur Brunborg var gerð 22. okt. s.l. frá Aker-kirkju i Asker. Með láti hennar er lokið starfsamri ævi mikilhæfrar konu. Guðrún fæddist að Stuðlum i Reyð- arfirði 5. júni 1896, og ólst þar upp i hópi 9 systkina. Af þeim er nú aðeins eitt eftir á lifi, Jón Bóasson,fyrrum bóndi að Eyri við Reyðarfjörð. Guðrún stundaði nám við Kennaraskólann i Reykjavik og lauk þaðan prófi rúm- lega tvitug að aldri. Árið 1919 hélt hún til Noregs, og var ætlun hennar að læra hjúkrun, en þvi starfi vildi hún helga sig. Meðan hún beið eftir skipi i Reykjavik gekk spánska veikin yfir, og vann Guðrún þá mikið starf sem sjálfboðaliði við hjúkrunarstörf i barnaskólanum, sem gerður var að bráðabirgðaspitala. Þegar til Noregs kom tók Edvald bróðir hennar á móti henni, en hann varð siðar stórbóndi i nágrenni Osló og lézt þar fyrir nokkrum árum i góðri elli. Minna varð úr hjúkrunarnámi Guð- rúnar en efni stóðu til. Með Edvald vann ungur norskur búfræðingur, Salomon Brunborg. Felldu þau Guð- rún hugi saman og gengu i hjónaband eftir tiltölulega skamma dvöl Guðrún- ar i Noregi. Þau Salomon og Guðrún settu upp heimili sitt i nágrenni Osló, fyrst á Sta- bekk. en siðan á Billingstad, þar sem heimili þeirra var æ siðan. Þau eign- uðust fjögur börn, Olav, Reidun, Er- ling og Egil. Salomon Brunborg starfaði i landbúnaðarráðunevtinu i Osló, þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir, en jafnhliða stunduðu þau hjónin alla tið nokkurn búskap. Ég þekki litið til heimilislifs Brun- borgfjölskyldunnar á þeim arum fyrir striðið. þegar börnin voru að komast á legg. en ráða má bæði af frá- sögnum Guðrúnar sjálfrar og mynda- safni fjölskyldunnar, að þá rikri mikil hamingja á þessu heimili, enda þótt fjárhagur hafi sjálfsagt oft verið þröngur. Siðán kom striðið. Tveir eldri syn- irnir tóku virkan þátt i andspyrnu- hreyfingunni gegn Þjóðverjum. Þeirri sögu lauk þannig, að Olav var fluttur i fangabúðir i Þýzkalandi, þar sem hann lézt eftir langa fangavist, en Er- ling var haldið i átta mánuði i fanga- búðum Þjóðverja á Grini, rétt utan við Osló. Eins og vonlegt var, var Olav sárt tregaður af foreldrum sinum, en allir, sem þekktu hann, eru á einu máli um að þar hafi farið óvenjumikill at- gervismaður, bæði til likama og sálar. Það var hins vegar gagnstætt eðli Guðrúnar Bóasdóttur Brunborg að láta sorgina yfirbuga sig. Minningin um soninn gaf henni þrótt til að leggja út i ný viðfangsefni, þótt hún væri þá komin hátt á fimmtugsaldur og hefði

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.