Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardaguri5 • desember 1973 64. tbl. 6. árg. nr. 149. TIMANS Baldvin Jónsson frá Hópi, Grindavík Fæddur 28. júnl 1892 Dáinn 13. nóvember 1973 Viö Baldvin sáumst fyrst i byrjun febrúar 1931 og héldum kunningsskap eftir það, eða rúmlega 40 ár. Ég hafði verið um tima i Hafnarfirði og var i at- vinnuleit. Um þaö leyti auglýsti Bald- vin eftir manni til sjóróðra, enda gerði hann þá út allstóran trillubát, eins og flestir Grindvikingar i þá daga. Atti sá, sem þessu kalli vildi sinna, að hafa samband við systur hans, búsetta i Reykjavik, sem mig minnir að væri Valgerður. Hringdi ég siðan til Bald- vins og spurði um plássið. Enginn var ráðinn. Þegar hann heyrði að ég væri úr Steingrimsfirði, hvaðst hann hafa verið þar, og þar væru góðir sjómenn. Sagði ég það vel geta verið, en ég hefði aldrei á sjó komið. „Sama er um”, sagði sá góði maður, „komdu bara sem fyrst”. Bjó ég mig siðan i skyndi og kvaddi þá vini mina sem ég hafði dvalið hjá i Hafnarfirði. bá hafði Steindór ferðir til Grindavikur og notaði til þeirra litla bila. Var nú lagt af stað i norðan skaf- renningi með fullan bil af sjómönnum. Bilstjórinn hét bórður, ötull og mjög vinsæll maður. En ekki komumst við nema suður á Stapann vegna ófærðar. Þaðan gengum við til Grindavikur, og komum á leiðarenda kl. 3 um nóttina. Ekkert kynntist ég samferðamönnum minum þessa nótt, en einn þeirra benti mér á reisulegt timburhús, þar sem Baldvin ætti heima. Ég hafði varla fyrr barið að dyrum en Baldvin var kominn út og kippti mér inn fyrir staf inn og inn i hlýjuna. En þannig var hann ætið, meðan hann var og hét, ævinlega fljótur. Að vörmu spori kom einnig kona hans, Loftsina Pálsdóttir, og áður en varði sauð á katlinum og nóg á borðum. Við kynntumst þarna öll I einni svipan og urðum góðir vinir. Og þótt þau hjón væru harla ólik um margt, voru þau samhent um myndar- skap og góða aðhlynningu á öllum, sem hjá þeim voru. Dugnaði þeirra og snerpu átti ég eftir að kynnast betur. Foreldrar Baldvins hétu Guðrún Guðbrandsdóttir og Jón Guðmunds- son, ættuð úr Rangárvallasýslu. Þau fluttu búferlum að Hópi i Grindavik og áttu þá aðeins einn son, Guðmund eldra. En á Hópi eignuðust þau ellefu börn i viðbót. Baldvin var þvi alinn upp i stórum systkinahópi, og munu þau öll hafa verið talin glaðvær, nema kannske sizt Guðmundur eldri, enda hvildi þungi heimilisins snemma á honum, þar sem faðir þeirra dó, þegar Baldvin var á öðru ári og yngsta barn- ið varla ársgamalt. En þá tók Guð- mundur eldri við búsforráðum. Móðir þeirra dó 1936. Systkinahópurinn var þessi: Guð- mundur, Kristólina, Jóhann (dó ung- ur), Margrét, Jórunn, Sigurlina, borkelina og Guðmundur yngri (þau voru tviburar), Pétur, Valgerður, Baldvin, og Dagbjört Ágúst. Baldvin og Loftsina giftust 1915 og byrjuðu búskap á Hópi 1919. Foreldrar hennar hétu Páll Magnússon og Val- gerður Jónsdóttir. Dóttir þeirra Bald- vins og Loftsinu heitir og Valgerður. Hún er búsett i Keflavik, gift Gunnari Jóhannssyni húsasmiðameistara. Þau Baldvin og Loftsina bjuggu á Hópi i 15 ár, eða til 1934, og mun það hafa verið rismesti kaflinn i lifi þeirra. Þau byggðu sér stórt og vandað timburhús á Hópi, og auk þess pen- ingshús og sjóarhús. Ekki var hátt verð á fiskinum á þessum árum, enda var útgerð oft mikið áhættuspil. Mikið var um, að hásetar væru ráönir upp á kaup, sem yfirleitt var þetta 400-500 krónur fyrir vertiðina, eða þar um bil. Til orða hafði komið að ég hefði 500 kr., en Baldvin fór þess á leit, vegna lárnardrottins sins, að mér yrðu ekki borgaðar nema 400 kr. Ég kvað það sjálfsagt, og þar við sat. Minntist hann oft á þetta atvik við mig og kvaðst hafa orðið undrandi á þessari lipurð af minni hendi. En þvi segi ég frá þessu, að siðast 1966 sagði hann við mig, að hann hefði skammazt sin fyrir þetta alla ævi. Hann var þannig gerður, að hann vildi ekki, að menn hans gætu talið til skuldar við sig. Ég vissi vel að Baldvin barðist i bökkum, og 100 kr. þá skiptu hreint ekki litlu máli. Og þar kom, að þau misstu Hópseignina 1934. Voru þau siðan búsett i Járngerðar- staðahverfi i Grindavik til 1942, er þau fluttust til Keflavikur. Skömmueftir komuna til Keflavikur auðnaðist þeim að byggja sér vandað steinhús að Baldursgötu 6. En þar sem þau voru næstum snauð, er til Kefla- vikur kom, leystist úr vanda þeirra á þann hátt, eftir þvi sem Baldvin sagöi mér eitt sinn, að hann eignaðist þar góðan vin, sem hjálpaði honum að koma upp húsinu. Minntist hann oft á

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.