Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 12
Þónmn Ingileif Sigurðardóttir fædd 12. febrúar 1889 Dáin 16. janúar 1973. Hinn 16. jan. siðastliðinn andaðist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði Þórunn Ingileif Sigurðardóttir á 85. aldursári. Foreldrar Ingileifar, eins og hún ætið var nefnd, voru hjónin Sigurður Einarsson og Sigurbjörg Sigurðar- dóttir, sem lengst af bjuggu I Rauðholti i Hjaltastaðaþinghá. Einar faðir Sigurðar var Jónsson, fæddur i Eyjafirði. Hann var skáld- mæltur vel og lifa enn nokkrar stökur hans á vörum manna, þó flest sé nú fallið i gleymsku, og hefur sú ættar- fylgja nokkuð komið fram hjá af- komendum hans, þó að litið flikaði Ingileif henni. Amma Ingileifar i föðurætt var Ingibjörg Þorleifsdóttir frá Hrjót . Sigurbjörg, móðir Ingileifar, var Sigurðardóttir frá Horni i Hornafirði. Sigurður dó ungur af slysförum. Móðir Sigurbjargar, amma Ingileifar, hét Sæbjörg frá Efrafirði i Lóni, af traustum bændaættum þar, enda margt.skyldfólk Inigleifar i framættir um Lón og Hornafjörð. Það stóðu þannig traustar bænda- ættir að Ingileifu og það úr tveim landsfjórðungum. Ingileif Sigurðardóttir var fædd að Þuriðarstöðum i Eiðaþinghá þann 12.febi; 1889. Þuriðarstaðir eru nú fyrir löngu komnir i eyði. A fyrsta aldursári Ingileifar fluttust foreldrar hennar að Rauðholti I Hjaltastaðaþinghá, þar sem hún dvaldist siðan fram að tvitugs aldri. Ingileif var næst elzt i 11 barna hópi, svo það gefur auga leið, aö strax á barnsaldri hefur hún haft nóg að sýsla að hjálpa fátækum foreldrum að afla bjargar i bú og aðstoða yngri systkini sin. Þegar hún svo fór úr foreldrahúsum, var að visu færri munna að metta, en lika færri hendur að hlúa að ungviðinu, sem eftir varð. Rúmlega tvitug að aldri flytzt Ingileif upp i Fljótsdal, að Viðivöllum fremri. Þar er þá vinnumaður, Pétur Einarsson að nafni. Þau felldu hugi saman og gengu i hjónaband 1912. Pétur var sonur hjónanna, Einars Sigfússonar og Sigriðar Ogmunds- dóttur, er bjuggu i Breiðuvik i Borgar- firði eystra. Pétur andaðist 2. sept. 1971. Fyrstu árin voru þau i húsmennsku á Viðivöllum fremri. En vorið 1920 flytjast þau að Ormsstöðum i Skógum. Þar ræðst Pétur sem fastamaður hjá Skógræktinni á Hallormsstað. Á Örmsstöðum fengu hjónin Ingileif og Pétur, að hafa nokkra grasnyt, svo þau gátu haft kú og nokkrar kindur, Pétur fékk hálfsmánaðar sumarfri á hverju ári, sem þá var ekki algengt að menn fengju. Þann tima notaði hann að aðstoða konu sina og börn að afla heyja handa búpeningi sinum. Þetta bjargaðist blessunarlega með elju og dugnaði beggja hjónanna og synirnir fóru fljótt að létta undir. Árið 1937 flutti fjölskyldan að Buðlungavöllum, og þá tóku lika eldri synirnir við bústjórn, en Ingileif móðir þeirra hafði bústjórn innanstokks. Ingileif og Pétur eignuðust fimm syni: Einar, kvæntist Sigriði Metúsalemsdóttur Kjérúlf frá Hrafn- keisstöðum i Fljótsdal, þau bjuggu lengst af á Arnhólsstöðum i Skriðdal, en eru nú flutt i Egilsstaðakauptún, Sigurbjörn, kvæntur Kristinu Þorkels- dóttur, þau bjuggu á Hafursá i Skógum, Sigurð,hann andaðist á 16. aldursári, Sigmar, hreppsnefndar- oddvita á Breiðdalsvik, hann er kvæntur Kristrúnu Gunnlaugsdóttui; og Þormóð, vegaverkstjóra á Blönduósi, sem kvæntur er Jóninu Steingrimsdóttur. Allir eru synir Ingileifar og þeirra hjóna, svo og tengdabörn, mesta myndarfólk og hinir ágætustu þjóð- félagsþegnar, og barnabörnin eru bæði mörg og mannvænleg. Að lokum get eg ekki stillt mig um að tilfæra hér nokkrar setningar úr likræðu þeirri, sem séra Gunnar Kristjánsson flutti við útför Ingileifar: „Fyrir tveimur árum kom ég i húsvitjun á sjúkrahúsið á Seyðisfirði. 1 einu herberginu heilsaði mér gömul kona með þessu traustvekjandi og heiðrika yfirbragði, sem einkennir gamalt fólk stundum, gamalt fólk, sem sú náð er gefin að öðlast frið ellinnar og værð þess, sem litur með stolti yfir farinn veg. Það er stundum sagt, að þeix; sem guðirnir elski,deyi ungir, þetta kann að vera lifsspeki einhvers staðar. I kristinni trú er þvi hins vegar þann veg háttað, að vér lltum á lifið sem guðs gjöf, og litum það jákvæðum augum. Og Gamla testamentið talar um lifið sem eitt tákn blessunar guðs. Su hugsun hvarflaði eitt sinn að mér, er Ingileif var i Seyðisfjarðarkirkju, að sumt fólk ætti einhvern sérstakan lifskraft — tilveruþrek”. Ingileif var jarðsett i Vallanes- kirkjugarði, þann 26. jan. siðastliðinn. Hún hvilir þar nú við hlið manns sins. Þau höfðu gengiö saman langa,og að þvi að við hyggjum, hamingjusama ævi, nú hvila þau saman um eilifð. Blessuð sé minning þeirra. Bogi og Elisabet 12 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.