Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 8
Bj arni Bj arnason á Skáley níræður Bjarni fæddist að Hurðarbaki I Reykholtsdal 30. september 1884. For- eldrar hans voru Bjarni (f. 13. okt. 1838, d. 17. marz 1899) Þorsteinsson stórbóndi þar og kona hans Vilborg (f. 6. april 1853, d. 18. april 1930) Þórðar- dóttir bónda á Litla-Kroppi Oddsson- ar. En móðir Vilborgar var Helga dóttir Þorvalds bónda á Stóra-Kroppi. Hann var i tölu glæsilegustu söng- manna Borgarfjarðar sinnar tiðar. Var forsöngvari i Reykholtskirkju um fangt skeið og eftirsóttur i viðhafnar- veiziur til að halda þar uppi söng og fjöri. Bjarni ólst upp á myndarheimili for- eldra sinna, jörðin var prýðilega i sveit sett og efnahagur ágætur. — Þeg- ar á uppvaxtarárum Bjarna vaknaöi áhugi hans á tónlist. — Og i þeim efn- um lék lánið við hann. — Um tvitugs- aldur naut hann kennslu i organleik hjá Brynjólfi Þorlákssyni, sem frá 1902—1912 var dómorganleikari i Reykjavik. Brynjólfur var mesti dugnaðarfork- ur við kennslu i söng og hljóðfæraleik og stappaði stálinu i nemendur sina að láta aðra njóta góðs af þekkingu sinni að námi loknu, ef þeir sæju sér færi á sliku. Brynjólfur hafði um skeið notið kennslu i tónlist i Khöfn. Þótt þessi námstimi Bjarna i skóla Brynjólfs væri skammur, var hann vel og skynsamlega notaður og efldi kunn- áttu hans og sjálfstraust. Þetta kom brátt i ljós, er Bjarni kom heim i sveit sina að námi loknu. Laust eftir aldamótin kom loks org- an i Reykholtskirkju. — Við það settist Bjarni nú og lék á það alla messudaga og við jarðarfarir og hélt þar uppi kirkjusöng á sjöunda áratug samfellt. Við ýmsar aðrar kirkjur i nágrenn- inu hefur Bjarni leikið við messugjörö- ir og ýmis tækifæri langan eða skamman tima. A timaskeiði þessu áttum við fárra kosta völ um prentaðar nótnabækur. Með framUrskarandi elju viðaði Bjarni að sér heilmiklu safni fjöl- breyttra sönglaga á þann hátt að rita þau upp, undireins og hann hafði kom- ið auga á þau. Mælt er, að hverjum verði það að list, sem hann leikur. Fullvist er það, að i þessari iþrótt, — að rita fagurlega nótur, — náði Bjarni ritleikni mikilli. — En sem kunnugt er öllum dómbær- um á slika hluti er hnitmiðun á þessum vettvangi svo algjörö, að hvergi má i nótnahandriti skeika hið allra minnsta frá réttritun. — Frá hendi vandaðs lagasmiðs hefur hið smæsta merki sitt ákveðna sæti, sina niðurskipun sam- kvæmt ströngum reglum hljómfræði og listar. — Þessi þáttur i athöfnum Bjarna, iðni hans og áhugi, hafði það i för með sér, að hann á i fórum sinum bæöi fjölskrUðugt og mikið handrita- safn söngnóta. Bjarni Bjarnason er i eðli sinu sér- lega félagslyndur maður. — Kom það glöggt i ljós, eftir að Ungmennafélag Reykdæla var stofnað (1908). Þótt Bjarni hafi eigi verið talinn mál- skrafsmaður mikill að jafnaði, var allt fálæti rokið Ut i veður og vind á góðra vina fundum. — Hann lék við hvern sinn fingur á félagsfundum, blés hressandi lifi í söfnuðinn með almenn- um söng og ljUflegu viðmóti. Bjarni á Slfáney var vissulega einn aðalhvatamaður þess, að söngfélagið Bræðurnir var stofnað vorið 1915. — Það mátti til sanns vegar færa, að söngfélagið væri afsprengi ungmenna- félaganna, og þeirrar vakningar um fegurra mannlif, sem sU hreyfing kveikti i brjóstum manna og leysti Ur læðingi blundandi afl æskufólks. — Bjarni var vissulega sjálfkjörinn söngátjóri Bræðra. — Og með aðdá- unarveröri elju og undraverðri þraut- seigju bar hann gæfu til þess að halda lifi i félaginu áratugi. — A gleðimótum innanhéraðs- og jafnvel utan var á þessu árabili treyst á söng Bræðra sem meginskemmtiatriði. — Seint mun verða komið tölu á þær jarðar- farir, þar sem þeir kvöddu framliðna með söng sinum undir leiðsögn Bjarna. Enda þótt hver félagi yrði að leggja hart að sér til þess að mæta á æfingum og mannfundum, einkum eftir að þeir dreifðust viðs vegar um héraðið, má þó hiklaust staðhæfa, að meginþunginn hafi jafnan hvilt á herð- um Bjarna, og þar var sannarlega eigi verið að hugsa um að hirða daglaun að kvöldi. — En laun hlaut þó söngstjór- inn og þeir Bræður að lokum, þó eigi i venjulegum gjaldmiðli, heldur I ein- lægri, hljóðri þökk og aðdáun héraðs- bUa fyrir mikilsverða viðleitni að hefja söngmenningu umhverfisins á hærra þrep en fyrr. — En fundir söngfélaga færðu og hverjum einum endurnýjaða lifsorku og sanna gleði, sem var gulli betri. Bjarni kenndi söng i Reykholts- skóla fyrstu starfsár hans. — Bjarni Bjarnason kvæntist 3. októ- ber árið 1908. — Kona hans var Helga (f. 5. mai 1878, d. 3. ágUst 1948) Hannesdóttir hreppstjóra og óðals- bónda að Deildartungu. — En eigin- kona Hannesar og móðir Helgu var Vigdis Jónsdóttir, hin mesta öðlings- kona og hvenskörungur mikill. Var Deildartunguheimilið þjóðfrægt fyrir risnu og stórmannlegan hugsunarhátt. — 1 þessum holla heimilisskóla hafði Helga þroskazt, tileinkað sér marg- þætt vinnubrögð, sem mæddu á hUs- mæðrum á þessum timum. — 1 vöggu- gjöf hafði Helga hlotið marga beztu eiginleika foreldra sinna: farsælar gáfur, rólega yfirvegun og hyggindi þau og forsjáldni, sem i hag koma, af föðurnum: frábæra rausn, hjálpfýsi, iðjusemi og hjartaþel móðurinnar. BrUðkaup þeirra Bjarna og Helgu var haidið að Deildartungu, stóð þar þá ein af hinum fjölmennu og miklu veizlum, sem Vigdis hUsfreyja efndi til I bUskapartið sinni. — Næsta vor (1909) tóku þau Bjarni og Helga sér bólfestu að Skáney. Hafði Bjarni þá þegar fest kaup á þeirri jörð og Skáneyjarkoti, en lönd þeirra jarða voru samliggjandi, svo og tUnin. — Landareign þessi er feikilega viðáttu- mikil og grasegin. — Afmarkast landið að norðan af Hvitá (nefnist þar Norðurland), en Reykjadalsá að sunn- an. A Skáney komu þau hjón sannar- lega eigi að glæsilegum vistarverum. Enda var óðara hafizt handa þetta vor Framhald á bls. 7 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.