Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDIINIGAÞATTIR Laugardagur 2. nóvember 1974 — 34. tbl. 7. árg. Nr. 185 TIMAIVIS Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Yatnsleysu Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu, varð bráðkvaddur á götu i Reykjavik þann 11. okt sl. Hann fædd- ist á Vatnsleysu 2. des. 1893 og átti þar alltaf heimili. Foreldrar hans voru Sigurður Erlendsson bóndi þar og kona hans Sigriður Þorsteinsdóttir. Faðir hennar var Þorsteinn bóndi á Reykjum á Skeiðum, Þorsteinssonar bónda i Brúnavallakoti. Móðir Sigriðar var Ingigerður Eiriksdóttir, bónda og dannebrogsmanns á Reykjum, Eirlks- sonar bónda þar, Vigfússonar. Erlend- ur faðir Sigurðar á Vatnsleysu var Er- lendsson bónda á Vestari-Hellum i Flóa, Erlendssinar, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Arndis Sæmundsdóttir, einnig bóndi á V-Hellum Jónssonar. Var Þorsteinn i ættir fram Árnesingur og merkra ætta, þótt hér verði ekki rakið lengra. Þorsteinn ólst upp i foreldrahúsum. Hann var einkasonur. Vandist ungur öllum bússtörfum, naut uppeldis trú- aðra foreldra, þar sem kristin trú og reglusemi var i hávegum höfð, og fylgi þaö honum alla tið. Hann stundaði nám við bændaskólann á Hvanneyri og lauk þvi vorið 1915 i hópi óvenjulega glæsilegra skólafélaga. Fór utan til Noregs vorið 1919, og var þar á Jaðr- inum við verklegt búnaðarnám um sumarið, en fór i lýðháskólann á Voss til Lars Eskeland, hins frábæra skóla- manns, og var hann þar veturinn 1919- 1920, og kom heim að þvi námi loknu. Þorsteinn hlaut óvenjulega góða undirbúningsmenntun undir bónda- starfið. Hann var námfús og hafði hug á að læra meira, en fjárhagur leyfði það ekki. Ennþá er þó ótalinn einn skólinn, sem Þorsteinn gekk á og stjórnaði sjálfur lengi, ef svo má segja. Það er ungmennafélag Biskups- tungna, en það var, eins og önnur ung- mennafélög, menningarstofnun, sem kenndi mönnum að starfa saman að framfaramálum sveitar, lands og þjóðar. Þorsteinn var einn af stofnend- um þess og i áratugi i stjórn þess og lengst af formaður. Þar komu greini- lega i Ijós, glæsilegir forystuhæfileikar hans. Þorsteinn hóf búskap sem leiguliði á

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.