Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Blaðsíða 10
minningarorðum rekja æviatriði hans eða margháttuð félagsmálastörf, þar eð ég tel að það muni gert af einhverj- um þeim, er meira þekkir til þeirra en ég- Kynni okkar ólafs hófust fyrst er hann kom i alþýðuskólann á Eiðum, sem mun hafa verið haustið 1922. Fékk ég þá vitneskju um það, að hann hafði áhuga á dulrænum efnum. En langir tímar liðu þó þangað til ég vissi hversu mikla reynslu hann hafði hlotið á þvi svið. Fljótlega varð langt milli dvalarstöðva okkar og funda. En nú siðari ár höfum við haft nokkur sam- skipti, bæði hitti ég hann á heimili hans á Akureyri, og hann kom hér austur á vegum Sálarrannsóknafélags Fljótsdalshéraðs til erindaflutninga og viðræðna við fólk Einnig hef ég lesið nokkrar af bókum hans. 011 þessi kýnni leiddu til þess, að ég fékk nokkra yfirsýn yfir hina miklu andlegu og likamlegu hæfileika hans, og þann mikla tima og orku,sem hann hafði lagt i að hjálpa þeim, sem áttu við hina margvislegustu erfiðleika að striða, bæði likamlega og sálræna. Voru öll þessi hjálparstörf af hendi leyst sem þegnaskaparvinna að lang- mestu leyti. Bækur hans bera þess augljós*merki, að hann hafði aflað sér mikillar þekkingar á margvislegum málaflokkum. Eru þær ritaðar á kjammiklu máli, sem oft þarf að lesa með mikilli guamgæfni til þess að njóta til fulls alls þess sem i þeim felst. Það má furðulegtheita hversu miklu Ólafur Tryggvason hefur komið i verk á framannefndum sviðum, auk allra annarra starfa við búskap og byggingar. Ég er þess fullviss, að hann muni nú tekinn til starfa á öðru tilverustigi og muni þar mikilvirkur og góður liðs- maður við margs konar hjálpar- og trúnaðarstörf. Að lokum vil ég svo flytja honum innilegar þakkir minar og fjölskyldu minnar fyrir ágæt kynni. Fjölskyldu hans vottum við samúð okkar. Björn Guttormsson. Þórhallur Helgason Ormstöðum í Eiðaþinghá Hinn 29. nóvember sl. andaðist að heimili sinu, Ormsstöðum i Eiðaþing- há, bóndinn og smiðurinn Þórhallur Helgason, tæplega 89 ára að aldri. Þórhallur var fæddur að Skógargerði i Fellum 1. marz 1886, sonur hjónanna Ólafar Helgadóttur og Helga Indriða- sonar bónda þar. í Skógargerði ólst Þórhallur upp, ásamt stórum og frið- um systkinahópi, unz hann 19 ára gamall siglir til Kaupmannahafnar til smiðanáms og lýkur fullnaðarnámi i þeirri iðn eftir 3ja ára dvöl. Að þvi loknu kemur hann aftur heim í slna feðrabyggð, og ræðst þegar sem smið- ur við byggingu skólahúss Búnaðar- skólans á Eiðum, sem þá var 1 smið- um. Næstu árin vinnur Þórhallur við ýmiss konar smiðar, m.a. byggði hann ibúðarhús það i Skógargerði, sem enn stendur. — Arið 1914, siglir Þór- hallur aftur og þá til Noregs, og stund- ar þar smiðar á hljóðfæraverkstæði i Bergen um 2ja ára skeið. 1916 kemur hann aftur til tslands og hverfur þá enn til ýmissa smiðastarfa, ásamt fleiru, unz hann vorið 1918 tekur skóla- búið á Eiðum á leigu og hefur búskaþ, — en það vor lauk tilvist Búnaðarskól- ans þar. Fyrstu árin býr Þórhallur með systur sinni, Guðrúnu, sem ráðs- konu, en vorið 1921 giftist hann eftirlif- andi konu sinni, Sigrúnu Guðlaugs- dóttur bónda að Fremstafelli i Köldu- kinn, sem þá tekur við búsforráðum af nfágkonu sinni. — Sigrún er fædd 30. júni 1898 og þvi um 12 árum yngri en Þórhallur. Ekki er húr. kona mikil að vallarsýn en þvi meiri að mannkost- um. Skólabúið á Eiðum heldur Þórhallur til vorsins 1923 og er þannig búandi á Eiðum fyrstu ár Alþýðuskólans. Margir nemendur skólans frá þeim tima munu minnast hans með virðingu og sumir standa i ógoldinni skuld við hann og þó að likum stærsta sá, er þessar linur ritar. — Frá Eiðum flytur Þórhallur til Seyðisfjarðar. Þar tekur hann til við iðn sina — smiðar — og þá i félagi við gamlan sveitunga sinn, Sig- fús Pétursson frá Egilsseli i Fellum. Með honum stofnaði hann trésmiða- verkstæði, og starfrækti það unz hann vorið 1929 flytur af Seyðisfirði og tekur jörðina Ormsstaði i Eiðaþinghá á leigu til ábúðar. Ormsstaðir voru þá orðin eyðijörð, húsalaust rýrðarkot, eign Eiðastóls. Við komuna i Ormsstaði þurfti að taka rösklega til hendi, og til marks um verkhyggju Þórhalls og afkastagetu má nefna, að á tveim vikum byggði hann ibúðarhús úr timbri — að vlsu llt- ið —enþóþað,aðþauhjón létusérþað nægja um nokkurt skeið, unz þau siðar gátu byggt rúmbetri Ibúð, og þá úr steinsteypu. Ekki hafði Þórhallur safnað auði, hvorki i búrekstri á Eiðum né á þeim árum sem hann dvaldi á Seyðisfirði. Efnin voru nánast engin, en mikils þurfti með til framfærslu fjölskyldu, sem og endureisnar húsakosti og kaupa á vlsi að bústofni. Aðstæður voru þvi þær, að leita varð fanga utan heimilisins og þá við ýmiss konar smiðar sem til féllu, og reyndist það einna helzt á Eiðum, við viðhald húsa skólans. Kom sér þá vel hvað Orms- staðir voru nærri Eiðum, þvi oftast var gist heima og ýmsu sinnt þar I auka- vinnu. 1932 er Þórhallur ráðinn smiða- kennari við Alþýðuskólann og gegndi hann þvi starfi til ársins 1939. Yfirsmiður var hann við byggingu heimavistarskólahússins á Eiðum, auk margvislegra annarra smiða- starfa þar um lengri eða skemmri tima um áraraðir. Jafnframt framan- greindum störfum vann Þórhallur að aukningu bús sins, ræktun og bygging- um þ.á m. rafstöðvar til heimilis- þarfa. Við það uppbyggingarstarf naut hann öruggrar aðstoðar konu sinnar og barna, sem af heilindum og dug lögðu fram sinn skerf jafnskjótt og þeim óx megin. Nú eru Ormsstaðir lika breyttir — úr örreytiskoti i vildis- jörð, og búskapur þar rekinn með myndarbrag. Að þvi búi stendur nú eftirlifandi kona Þórhalls ásamt syni þeirra Guðlaugi og dótturinni Onnu. önnur börn þeirra Þórhalls og Sig- rúnar eru: Helga, söngkennari viö Al- þýðu- og barnaskólann á Eiðum, með heimili og gististað heima á Ormsstöð- um. ölöf gift og burt flutt til Akureyr- ar, og Asmundur giftur Þórunni Oddsteinsdóttur, kennara við Skóga- 10 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.