Íslendingaþættir Tímans - 23.08.1975, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 23.08.1975, Blaðsíða 7
Siguringi Eiríkur Hjörleifsson tónskáld Fæddur 1902. Dáinn 1975. Listaþörf er rik meö manninum. Upplag til listtjáningar er almennari en margur hyggur. Uppeldi ræöur, hvort það kemur i ljós, hvernig það þroskast og hversu mikils það má sin. Ævi Siguringa E. Hjörleifssonar er gott dæmi um þessa listþrá, að visu óvenjuleg vegna þess hve fegurðar- leitin tróð marga stigu. Samræmi i tónum, litum og orðum var honum eftirsóknarvert, hvert með sinum hætti. Hann samdi sitt sönglag, málaði sina mynd og kvað sitt ljóð, allt af þeirri einlægni og hreinleik hugans, sem einkennir trúan þjón listarinnar. Þessi háleitu hugðarefni gáfu honum þrek til þess að halda fullri vöku sinni við dagleg störf barnakennara. Ahugi Siguringa á efnum tónlistar var óvenjumikill. Fullvaxinn maður sezt hann á skólabekk og nemur list- rænt handverk tónfræðilegrar þjálfun- ar. Fullnuma i þeirri grein eftir hér- lendum aðstæðum semur hann og gef- ur út kennslubók i flókinni raddfærslu- list fúgunnar og finnur jafnvel upp ný- yröi, sem unnið hefur sér hefð sem af- bragðs hugtak. Hann likir samþjöppun radda i innkomum við skörun Isjaka á striðum straumi fljótsins. Þrátt fyrir yfirleguvinnu og inniset- ur var Siguringi félagslyndur maður. Ráðvendni hans og grandvör breytni setti hag heildar ofar einkahag. Slikir menn eru styrkastar stoðir mannlegs samfélags. Félagshyggja hans kom einna bezt fram i áratuga löngu stjórnarstarfi hans i Tónskáldafélagi Islands. Ungt félag þarfnast stöðug- leika I stjórnarháttum. Hér naut sin þvi rósemi Siguringa og æðruleysi, þótt hart væri barizt og hátt væri kveð- ið. Jafnaðargeö hans var einhlitt öryggi til málamiðlunar, þegar öng- þveiti sjálfheldu virtist óumflyjanlegt. Þannig vann hann félagi sinu af full- kominni ósérplægni, þar til hann ný- lega, ófús þó, vék úr stjórnarsæti. An hans hefði Jón Leifs ekki komið á þeirri festu i félagsstjórn, sem fleytti félaginu gegnum brim og boöa byrjunarára. Þessi störf rækti Sigur- ingi af félagslegri fórnfýsi sem einlæg- ur hugsjónamaður. Laun voru engin boðin og útgjöld greidd úr eigin vasa ef með þurfti. Slikt félagslegt hugarfar skilst bezt I samanburði við nútimann, sem greiðir fjárfúlgur fyrir félags- störf. Félagsþroski Siguringa naut sin við- ar en I tónskáldahópi. Skógræktar- félag Suðurnesja átti i honum tryggan og ötulan starfsmann og i flokki söng- félaga var hann áreiðanlegur og traustur söngvari með skólaða rödd. Þannig lagði hann ótilkvaddur fram söngkrafta sina er kantata Jóns Leifs, Þjóðhvöt, var frumflutt á islenzku I til- efni af 60 ára afmæli höfundar. Var hann þá handhafi töfraflautu þeirrar, sem bjargaði öllum tenórum kórsins frá slæmu skakkafalli. Þannig heiðr- aði hann Jón Leifs. Siguringi samdi heila synfóniu, auk ýmissa smærri verka. Væri nú vel sæmandi að flytja það hljómsveitar- verk og vegsama þannig hógværan höfund og merkan félagsfrömuð, þótt O Páll H. um að verkið væri unnið. Hann var snyrtimenni bæði utan húss og innan. Páll var trúmaður mikill og hélt þeim sið uppi nær þvi alla sina tið að lesa húslestra á hverjum helgidegi ársins, og eftir að börnin fóru að heiman og unga fólkið hafði öðru að sinna, t.d. á sunnudögum að sumri til, þá sagöi hann: Ég les þá fyrir heimilið og þá sem vilja hlusta. Hann dásamaði söng, og sálmabókin hans var alla tið á borð- inu hans, og þar átti hann marga uppáhalds sálma og einn af hans sálm- um, sem hann dáði, var sálmurinn ,,Ég horfi yfir hafið”. Sá sálmur var sungin við greftrun hans. Kirkjukór Staðarkirkju fylgdi honum syngjandi útfrá kirkjudyrum og að gröf og söng á meðan moldum var kastað, siðasta versið dó út um leið og siðasta rekan féll, og langar mig til að vers það fylgi þessum linum. Hann las sina húslestra lengi vel úr Jóns Vldalins postillu, en eftir að prédikanir próf, Haralds Nielssonar, ,,Arin og eiliföin”, komu 'út þá tileinkaði hann sér þær alveg og viðaði öllum ritum og lesmáli að sér sem tilheyrði spiritismanum eftir það. Páll og Steinunn voru aðdáendur próf. ekki teldist maklegt að lofa skapanda sjálfum að heyra vetkið á jarðvistar- stigi sinu. Mætti lika þannig þakka honum vináttu þá og liðveizlu, er hann auðsýndi Asgrimi málara Jónssyni, þótt sjálfur væri Siguringi oft frekar þiggjandi en gefandi. 1 sálufélagi við þennan myndmeistara þróaðist önnur grein listástar hans: Myndrænt form- skyn og samræmi linu og litar. Góð list er hljóð. Hljóðlátur maður var Siguringi. Þvi var löngum hljótt um nafn hans. Svo mætti þó fara, að fleira gott fyndist frá hans hendi en flesta grunar. Emil Thoroddsen var málari og tónskáld og rithöfundur. Það var Siguringi lika. Ólikar aðstæð- ur þeirra leiddu til ólikrar niðurstöðu. Æskukjör ráða oft miklu, hversu til tekst með veganesti. Góö efni örva en fátækt lamar. Siguringi er merkur fulltrúi þeirra, sem rikir eru að listahæfileikum. En hann skarar fram úr þeim flestum að traustri skapgerð, sjálfsafneitun og hugans einbeitingu. Þar að auki var honum I blóð borin háttvisi og ljúf- mennska. Þessir mannspartar hans ásamt vakandi félagshyggju gera hann að merkum manni, sem seint gleymist þeim er þekktu hann lengst. Dr. Hallgrimur Helgason Haralds (enda voru þau þremenningar að ætt, Steinunn og próf. Haraldur). Páll lifði i þeirri von og vissu að hann fengi að dvelja með sinum nánustu hinum megin grafar, hann vonaði einnig að hann fengi að sjá Brún, reið- hestinn sinn, og fleiri skepnur sem honum þótti vænt um. Að lokum má segja að þeim hafi búnast vel á Höfða og undu hag sinum vel, þótt bæði kæmu um langan veg. Afkomendur þeirra hjóna eru nú orðn- ir samtals 145. Þau létust bæði á Höfða, Páll 20. júni 1937, og Steinunn 8. okt. 1942. Þau hvila bæði I Staðarkirkjugarði i Grunnavik. Nú býr enginn lengur i þessari fögru sveit,þar sem þau og svo margir aörir háðu sina lifsbaráttu. Blessuð sé minning þeirra. M.R.S. Ég liljóður cftir hlusta og heyri kiukkna hljóm. Hve guðleg guðsþjónusta er guðs i helgidóm. . Ég heyri unaðsóma og engla skæra raust um drottins dýrðarljóma um drottins verk þeir róma uin eilifð endalaust. VB. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.