Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1975, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1975, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 20. sept. 1975 — 33. tbl. 8. árg. No. 224. TIMANS Hjónin í Hafrafellstungu Sigurveig Björnsdóttir Karl Björnsson Naumastgetur það talizt sæmilegt, að jafn merkra og mikilhæfra hjóna eins og þeirra, er hér getur i fyrirsögn sé ekki minnzt i íslendingaþáttum. Þess vegna skrifa ég það, sem hér fer á eftir, þó nokkuð sé um liðið frá andláti þeirra. Sigurveig fæddist 29. jiili 1887 að Skógum i öxarfirði. Hún andaðist 5. marz 1974. Karl fæddist 29. október 1883 að Einarsstöðum i Reýkjadal. Hann dó 23. marz 1975. Þau gengu i hjónaband 1. júni 1909 og hófu þá strax búskap i Hafrafells- tungu i öxarfirði og bjuggu þar óslitið til æviloka — eða yfir 60 ár. Skömmu eftir að þau Karl og Sigur- veig fóru að búa i Hafrafellstungu, fluttu tilþeirra foreldrar Karls: Björn Björnsson frá Glaumbæ i S-Þing. og kona hans Sigurveig Jónsdóttir (Páls- sonar frá Tröllakoti). Varð það þeirra elliathvarf, þvi þaudvöldusthjá þeim i Hafrafellstungu til dauðadags og önduðust þar bæði i hárri elli með stuttu millibili eitthvað um 1930. Skemmst er frá þvi að segja, að Karl og Sigurveig bjuggu búi sinu i Hafra- fellstungu i' rúm 60 ár með þeim hætti að það var þeim til sóma. Þeim búnaðist vel. Þau nutu álits og vináttu samtiðarmanna bæði að þvi er snerti bUskaparhætti og sem einstaklingar. Þau voru hraustir og farsælir félagar sins samfélags. Búskapur þeirra var til fyrirmyndar — og þeim auðnaðist að rétta mörgum hjálparhönd, þegar með þurftu— eins og litillega verður vikið að siðar. Þau eignuðust tvö einkar mannvæn- leg börn. Þau eru: Björn (f. 1910) bóndi i Hafrafellstungu og ArnþrUður (f. 1911) kennari i Reykjavik. Mariu Jónsdóttur (f. 1923) frá Klifshaga, ólu þauupp.frá bernsku. Maria er nú hús- freyja i Hafrafellstungu, siðari kona Björns Karlssonar. Afkomendur þeirra Karls og Sigur- veigar munu vera yfir 20. Þó að þau Karl og Sigurveig væru samhent i búskap sinum höfðu þau nokkuð ólik áhugamál og hugarsvið. Sigurveig var ljóðræn (lýrisk) og fingerð að eðlishneigðum. Hún var kominaf hinni merku Skógaætt sem er kunn að gáfum og glæsileika. Á æsku- heimili hennar, Skógum i Öxarfirði, voru hljómlkstog fagrar bókmenntir rikir þættir i hversdagslifi fólksins. Hinir frjóvgandi bókmennta- og menningarstraumar sem fóru um Norðurálfuna á uppvaxtarárum Sigur- veigar, systkina hennar og jafnaldra — náðu alla leið þarna norður — og féllu i frjóa jörð i hugum hinna vökulu ungmennahópa, sem um þetta leyti voru að vaxa upp i Norður-Þingeyjar- sýslu. 1 sambandi við athuganir, sem ég á sinum tima gerði á þvi, hvernig andleg vakningaráhrif hefðu borizt norður um Þingeyjarsýslur, rakst ég á nokkur einkabréf, m.a. frá hinum mikla æskulýðsfræðara, Guðmundi

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.