Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Síða 14

Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Síða 14
GUÐMUNDUR ELIAS SIGURSTEINSSON . . 3G B; jjg. |jjlS • . . • fl , i| Fæddur 18. nóvember 1957. Dáinn 2. marz 1976. „Skjótt hefir sól brugöið sumri”. Enn hefur hafið heimt sinn toll hjá islenzku þjóðinni, er vélskipið Hafrún ÁR-28 fórst með allri áhöfn á leið til veiða aðfaranótt 2. marz sl. A Hafrúnu voru átta manns, þeirra á meðal var Gummi, eins og hann vaf1 á- vallt kallaður. Það er alltaf sárt að sjá á bak sonum þjóðarinnar, ekki sizt þegar þeir eru i bltíma lífsins eins og Gummi og félag- ar hans á Hafrúnu voru. Gummi fæddist i Reykjavik, en fluttist þriggja ára til Patreksfjaröar með foreldrum sinum, þeim Sigur- steini Guðmundssyni yfirlækni og Bri- gitte Vilhelmsdóttur. Þar voru þau í eitt ár og fóru þaðan til Blönduóss þar sem þau hafa átt heima siðan. Aö loknu barnaskólanámi fór Gummi i Reykjaskóla, þar sem hann kynntist unnustu sinni Margréti Bjamadóttur frá Haga á Barðaströnd. Siðan fór hann I Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk þar 5. bekkjarpráfi. Sl. haust settist hann i menntadeild Flensborgarskóla i Hafnarfirði, en hætti þar fljótlega þar eðhann taldi sig ekki vera á réttri braut, en hugur hans stóö ekki til langskólanáms, þótt hann hefði til þess bæði góöa getu og tæki- færi. A sumrum dvaldist Gummi á upp- vaxtarárum sínum i sveit i Svartárdal, þar sem hann undi sér vel við leik og starf. Kynni okkar Gumma hófust er hann kom hingaö heim með dóttur minni, sem hann hafði kosið sér að lifsföru- naut. Samvistirnar viö hann voru þvi mið- uralltof skammar,þvimeðhonum var gott að vera, slikur gæðapiltur sem hann var. Hann haföi mannbætandi á- hrif á þá sem hann umgekkst. Ég held aö á engan sé hallað þótt ég segi, að engum pilti hef ég verið með, sem haföi jafn eldlegan áhuga og hann á þvi, sem veriö var að starfa að hverju sinni. Mér mun það lengi I minni þegar 14 þessi góði drengur kom hingaö aö Haga i fyrsta sinn. Eins og gefur að skilja var riokkur eftirvænting að sjá og kynnast þeim pilti, sem Margrét min hafði valið sér til föruneytis á lifs- leiðinni. Svo sannarlega ollu þau kynni ekki vonbrigðum. Með sinni elskulegu framkomuog sérstaka hæfileika til að umgangast fólk og aðlagast þvi, vann hann Gummi þegar i stað hug og hjörtu allra hér á bænum, einnig þeirra nágpanna okkar, sem hann kynntist. Sem vænta má myndaðist ekki stór saga um sv^ stutt lifshlaup sem hans, en allt bentit til þess að svo hefði getað orðiö, slikum mannkostum sem hann var gæddur. Hugur hans stóð mjög til búskapar og hvergi undi hann sér betur en í sveitinni i félagsskap bú- smala og hins gróandi lifs, enda hafði hann ákveðið aö fara i búnaðarnám næsta haust og hefja búskap að þvi loknu, eða svo fljótt sem verða mætti. Veiðiskapur var Gumma einnig hug- stæðurog margar veiðisögurnar sagði hann mér frá laxveiöi i Blöndu, en á bökkum hennar var hann uppalinn. Þær voru sagðar af slikri innlifun, að mér fannst ég sjálfur vera þar þátt- takandi. Jafn vel var Gummi úr garöi gerður til likamans sem til sálarinnar, bæði fagurlimaður og ýturvaxinn. Vel var hann iþróttum búinn, enda valinn til keppni fyrir skóla þá, sem hann hafði setið I og reyndist þá jafnan sigursæll. Framan af vetri bjuggu þau hjóna- efnin sér hlýlegt og gott heimili að Alfaskeiði 90 I Hafnarfirði. Eftir áramótin réð Gummi sig á Hafrúnu og ætlaði að vera á sjó fram i maí-byrjun, en þá hugðist hann koma hingað vestur i sveitina. í lok febrúar heyrði ég siðast i hon- um glööum og reifum að vanda. Hlakkaði hann þá til að komast á sjó- inn og i' athafnalifið á ný eftir verkfall- ið. Sjóferðirnar urðu ekki margar, báturinn fórst i þeirri fyrstu. Það sið- asta sem hann sagði við mig var: „Ég kem þann 10. mai”.. „Enginn má sköpum renna”. Þótt við mennirnir ætlum eitthvað þá er annar og æðri vilji, sem ræður, en bágt eigum við stundum með aö skilja og sætta okkur við sumar þær ráðstafan- ir. Foreldrum og systkinum Gumma, svo og öllum öðrum aðstandendum hans og félaga hans á Hafrúnu, send- um við hér I Haga okkar hlýjustu kveðjurogþökkum forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa. „Orðstir deyr aldregi hveim sér góðan getur”. Bjarni IHaga. islendingáþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.