Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 11.09.1976, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 11. september 1976—31. tbl. 9. árg. Nr. 264 TIMANS Helgi Gíslason Hrappsstöðum Vantar nú í vinahóp, völt er lifsins glima, þann, sem yndi og unaö skóp oss fyrir skemmstum tíma. Þannig hugsum viö, sem eftir sitj- um, þegar fylginautar vorir frá vegum langrar ævi eru burtkallaöir úr þess- um heimi, en llfiö er lögtakskræft, og ekki tjóar aö deila viö dómarann. Nágranni minn, Vopnfiröingurinn Helgi Glslason, bóndi á Hrappsstöð- um, andaðist seint I sólmánuði þetta ár, 1976. Fæddur var hann i febrúar árið 1897. Hann mátti i mörgu teljast einn af vormönnum tuttugustu aldar- innar á Islandi. Ungur fór hann i bændaskólann á Hólum og kom þaöan fullur af áhuga ræktunarmannsins, sem á þann draum vormannsins, að breyta örtætismóum og fúamýrum i iðgrænan tööuvöll. Strax aö lokinni skólagöngu var hann kosinn trúnaöar- maður Búnaöarsambands Austur- lands. Var starf hans i þvl fólgiö, aö feröast um sveitir Múlaþings og leiö- beina um ræktun og framgang á sviöi búnaöarframkvæmda. Þennan starfa rækti hann meö kostgæfni og alúö þess nianns, sem hugsar ekki I árum en öld- um, og finnur gleði viö aö sjá þar vaxa mörg strá sem áöur var eitt fyrir. Samhliða ráðunautarstarfinu hóf Helgi búskap. Var hann þá eignalaus frumbylingur, sem titt var um flesta þá er hófu búskap á tslandi á önd- verðri tuttugustu öldinni. En þótt jarö- ir Helga Gislasonar I byrjun búskapar væru örreytiskot, missti hann ekki sjönar á þeim velli, sem honum var haslaður frá öndveröu: Framsókn til betri og bjartari búskaparfestu. Laust fyrir 1930 keypti Helgi Hrappsstaöi i Vopnafiröi, og þar sá bann ævidraum sinn rætast. Þótt hann vantaði flest til aö fylgja þeim stóru til að byrja með, og holskefia kreppunnar brotnaði meö þunga sinum á herðum þessa vinnuglaöa manns, kiknaöi hann hvergi, en raulaöi titt fyrir munni sér, aö daglegum störfum: „Ég veit að guð leggur lið” 1 þeirri trú hófst hann handa meö uppbyggingu og ræktun á Hrappsstöðum, sem varö brátt ein af vildisjörðum I Vopnafiröi og þrátt fyr- irkreppu,heilsubrest og barnafjölda á ómagaaldri, sýndu framtöl hans frá þessum árum mestan hagnaö — ásamt einni annarri skattskýrslu i Vopna- firði. En ei vil ég orku þess manns við annarra manna leggja, þvi betri voru handtök hans heldur en flestra tveggja. Helgi var hamhleypa til vinnu, bæði i sina þágu sem annarra, þvi var hann eftirsóttur af öörum til þeirra verka, sem unnin veröa af hög- um höndum, svo sem alls konar smiöavinnu. Til þeirra verka var Helgi jafnvigur á tré og járn. Lét Helgi naumast neinn frá sér bónleiðan fara og sátu verkin, sem hann vann hjá öðr- um oft i fyrirrúmi verka hans heima á Hrappsstöðum. Þá var sjaldan um það hirt frá hans hendi, að alheimta dag- laun að kvöldi: Miklu annar maður sá og mörgu er iokið starfi, Á orku sinni aldrei lá, öllum var hinn þarfi. 1 ailri sinni óöaönn ævidagsins sást Helgi litt fyrir, og varö slitinn fyrir aldur fram og missti að nokkru heils- una til likamserfiðis. Dvaldist hann um alllangt skeiö á sjúkrahúsum „Óvenju geðþekkur sjúklingur” sögöu læknarnir, „Indælismaöur”, sögöu stofufélagar hans. Eftir að vinnuþrekið þraut, gjöröist Helgi ræktunarmaður i gróörarstöö andlegra verðmæta, eins og hann hafði áður verið skapari gróandi jurta og grasa. Þaö varð gaman hans öllum stundum, aö sitja við skriftir á seinni árum, og bjarga frá gleymsku þeim fróðleik islenzkra sagna, sem óöum týnast i glatkistunni. Frá þeirri Hlið- skjálf gat hann horft út um glugga á sinum ranni yfir heyjavöllinn viöa, sem hann og börn hans höföu ræktað. Nú hefur Helgi á Hrappsstööum lok- iö dagsins önnum i jarönesku lifi. Merkið stendur þó maöurinn falli, og gengin spor hans um fjalllendi Smjör- vatnsheiöar visa veginn á brattann, sem liggur „upp yfir fjöllin háu”. Þú ungi ræktunarmaður „Viltu taka upp verkin hans og verða þar aö manni?” Stefán Asbjarnarson Guðmundarstööum.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.