Íslendingaþættir Tímans - 20.11.1976, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 20.11.1976, Blaðsíða 3
safnaðarstarf og kirkju. Sr. Jón fékk inni með guðsþjónustur i ýmsum kirkjum borgarinnar. fyrstu árin en siðar fór safnaðarstarfið — guðsþjón- ustur og barnasamkomur — fram i há- tiðasal Sjómannaskólans, allt þar til hin nýja Háteigskirkja var fullgerö en hún var vigð i desember 1965. Skömmu eftir að sr. Jón tók við prestsstarfi i Háteigssókn var hafizt handa um söfnun fjár til kirkjubygg- ingar. Leiðir okkar sr. Jóns lágu nú aftur saman, þar sem ég var þá bú- settur i prestakalli hans. Var ég i fjár- öflunarnefnd fyrir kirkjubyggingu, þar til ég flutti úr prestakallinu 1956. Kvenfélag Háteigssóknar var snemma stofnað og var frú Laufey kona sr. Jóns formaður þess. Sýndi hún elju og mikla þrautseigju i formannsstarfinu i kvenfélaginu. Félagið vann m.a. að söfnun fjár til byggingar kirkjunnar. Þegar Háteigskirkja var fullgerð breyttist öll aðstaða sr. Jóns til hins betra. Frumbýlingsár safnaðarins voru nú að baki. Vel hafði tekizt til, yfir þvi rikti sú hin sama farsæld sem fylgt hefur lifi og starfi sr. Jóns i gegn- um árin. Ibúum Háteigsprestakalls hafði farið ört f jölgandi og þar kom að þvi að talið var nauðsynlegt að tveir prestar þjónuðu i prestakallinu. Sr. Arngrimur Jónsson hefur nú um árabil þjónað þar ásamt sr. Jóni. Hér að framan hefur verið gerð stutt grein fyrir æviágripi og störfum sr. Jóns Þorvarðssonar en þó aðeins stikl- að á stóru. Brugðiö hefur verið upp svipmyndum frá Vik, þar sem hann eyddi uppvaxtarárunum. Þegar hann nú sjötugur litur yfir farinn veg mun honum þakklæti efst I huga. Hann hefur verið gæfumaður i lifi og starfi. Ungur i foreldrahúsum fékk hann mikið og gott veganesti. Hann eignað- ist góða konu, sem alla tiö hefur staðið við hlið hans i starfi og utan starfs. Þau hjónin hafa átt barnalán, þrjú mannvænleg börn ogbarnabörn og eru nú átta talsins og öll mun fjölskyldan samstæð og samhent. Sr. Jón á að baki fjörutiu og fjögurra ára prestsþjónustú og nokkrum mán- uðum betur. Hann er vigður til þess að þjóna i heimabyggð sinni 26 ára og þjónaði þar i um 20 ára skeið. Sem fyrstiprestur i Háteigssókn kom i hans hlut að hafa forystu um að byggja upp safnaðarstarfið i hinum nýstofnaða söfnuði. Hann var þjónandi prestur i Háteigskirkju i 24 ár. Þrjár kirkjur voru vigðar i presta- köllum hans: Vikurkirkja, Reynis- kirkja, sem var endurbyggð og Há- teigskirkja. islendingaþættir Daníel Ólafsson frá Tröllatungu Afi minn var mjög góður maður, ég var I sveit hjá honum i rúmlega 10 ár og kynntist honum þvi talsvert, hann vildi allt fyrir alla gera og var mjög góður við alla sem hjá honum voru, það voru oft krakkar hjá honum á sumrin bæði skyld og vandalaus og ég veit að þau mundu vilja þakka honum samveruna. Eg á honum margt aö þakka, er ég var hjá honum, en ætla ekki að telja neitt sérstakt, en þakka bara fyrir allt sem hann kenndi mér og gerði fyrir mig öll sumrin er ég var hjá honum. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku afi minn. Hvilþúifriöi þin dótturdóttir Ragnheiður. f. 8. 10. 1894 d. 23. 6. 1976. Hann afi minn er dáinn. Fæddur var hann að Borgum i Hrútafirði. 8. októ- ber 1894, var tekinn i fóstur af hjónun- um Guðnýju Magnúsdóttur og Jóni Þórðarsyni að Skálholtsvik i Hrúta- firöi. Hann stundaöi nám i bændaskólan- um á Hvanneyri árin 1916-18 og varð búfræðingur það ár, sama ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Ragnheiði J. Arnadóttur ættaðri úr Reykhóla- sveit. Þau bjuggu á ýmsum stööum en lengst að Þiðriksvöllum i Hólmavikur- hrepp og i 30 ár aö Tröllatungu I Kirkjubólshreppi og þar ræktaði hann mikið og stækkaði túnin. Þeim varö sjö barna auöið: Ólafur, Oddur Finnbogi, Arni, tviburar Jón Guðni, hann býr að Ingunnarstöðum i Geirdal, en þar átti afi heima siðustu ár ævi sinnar, og Þórir, Stefán býr nú i Tröllatungu og Kristrún. Einnig ólu þau upp einn fósturson Sigurbjörn Hlöðvar Ólafs- son, barnabörnin voru oröin 11 og barnabarnabörnin 3. Tveir elztu synirn ir eru látnir fyrir nokkrum árum og varð það honum mikill missir að missa þá á hezta aldri. Hann starfaði að ýmsum málefnum I sinni sveit, m.a. var hann lengi I hreppsnefnd og ýmsu öðru. Þegar sr. Jón lætur nú af störfum sjötugur að aldri, getur hann með góöri samvizku litið yfir farinn veg. Hamingja hefur fylgt honum i lifi og störfum. Sóknarbörn hans i Mýrdal, á Akra- nesi og i Reykjavik þakka honum mikil og farsæl störf. Vinarhugur streymir frá þeim og öðrum vinum til hans og fjölskyldunnar á þessum timamótum með beztu óskum um bjarta daga á ókomnum árum. Ég og kona min sendum sr. Jóni, frú Laufeyju og fjölskyldu þeirra okkar innilegustu árnaðaróskir. Erlendur Einarsson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.