Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 13
Sigríður Samúelsdóttir Vonarlandi Sigriöur á Vonarlandi var fædd 12. nóvember 1893 i Skjaldarbjarnarvlk, nyrzta bae i Strandasýslu og voru for- eldrar hennar hjónin Jóhanna Bjarnadóttir og Samúel Hallgrimsson, sem þar bjuggu. Var Sigriður ein af fimmtán börnum þeirra hjóna og er Sigriður sú siðasta af systkinunum, sem kveður þennan heim. Þriggja ára gömul fer Sigriður I fóstur til hjónanna Karollnu og Gisla Bjarnasonar, sem þá bjuggu á Amgerðareyri við Isafjarðardjúp, en GIsli var móöurbróðir Sigriðar. Þau hjón höfðu þá skömmu áöur misst son sinn, Bjarna að nafni, 9 ára gamlan, og var þeim sonarmissirinn þungbær, og átti þvf litla stúlkan, Sigriður, að reyna að græða sár þessi.. Vegna heilsuleysis á konu Gisla, þá fór Sigriður fljótlega i fóstur til hjónanna Margrétar Stefánsdóttur og Kristjáns Kristjánssonar, sem þá bjuggu á Fremri-Bakka i Langadal. Eftir 2-3 ára dvöl á Fremri-Bakka flyzt Sigriður svo með fósturforeldrum sinum að Nauteyri og þar elzt hún upp i ást og umhyggju fósturforeldranna ásamt fóstursystkinum sinum þeim Dagbjörtu Kristjánsdóttur og Steini Leóssyni. sitt meö þvi að mæla af munni fram þessar ljóðlinur: Hvað væri annars guðleg gjöf. geimur heims og lifið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. Oðru sinni var rætt um Jónas Hallgrimsson, skáldskap hans, list hans og lifsskoö- un. 1 þvi sambandi lét Guðný þá skoð- un i ljós, að Jónas hefði náð einna lengst i listinni, er hann snart hinn viðkvæma streng með þessum viðkunnu kveöjuorðum tii látins fé- laga: Flýt þér, vinur, i fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Þessi orð, sem Guönýju voru hug- stæð og hún dáðist mjög að, verða nú hinzta kveðja min til hennar. P.Þ. islendingaþættir 18 ára gömul giftist Sigriður Ólafi Péturssyni frá Hafnardal, en hann var einn Ur stórum barnahópi þeirra dugnaðarhjóna Ingibjargar og Péturs Péturssonar, sem lengi bjuggu I Hafnardal viö Djúp. I fardögum 1912 flytja þau Ólafur og Sigriöur að Snæfjöllum á Snæfjalla- strönd, og þar bjuggu þau þar til 1921, en koma þá aftur að Nauteyri og búa þar ásamtKristjáni iþrjúár. Arið 192^ hefja þau svo búskap í Hraundal i sömu sveit. Eftir fárra ára búskap i Hraundal, verður Sigriður fyrir þvl mikla áfalli aö missa mann sinn, þvi Ólafur deyr 10. júll 1929. Þrátt fyrir þetta heldur Sigriður áfram aö búa I Hraundal meö börnum sinum, sem þá voru ung að árum, en þau hjón eignuðust fimm börn, sem eru Þórarinn, kennari á Akranesi.fæddur 23. mai 1912, Petrina Ingibjörg fædd 26.8 1914 búsett i Reykjavik, Kristjana Margrét fædd 17.6. 1917 búsett á Isafiröi, Jóhanna Sesselja fædd 14.8. 1921 búsett I Reykjavik og Hallfriður fædd 9.7. 1927 búsett i Kópavogi. Þessi atburður i lifi Sigrlðar sýnir aö hún bjó yfirmiklum kjarki og dugnaði. Það þarf dug til að gefast ekki upp við búskap á afskekktri jörð með fimm börn á aldrinum 2ja til 17 ára. En þannig var Sigriður alla tíð, hún tók ágjöfum með stillingu og ró. Hún lagði ekki árar i bát, hún var ákveðin að koma skipi sinu heilu I höfn og skila sinu hlutverki. 1 Hraundal bjó Sigriður svo meö börnum slnum þar til 1933 að hún flytur að Selhúsum, sem er litið býli i Skjaldfannardal. A Selhúsum bjó Sigriður I tvö ár. A Selhúsum hélt Sigriður áfram þeim sið, eins og hún hafði gert öll sin búskaparár, að færa frá ám, og mun Sigríður hafa verið siðasti bóndinn viö Djúp, sem færði frá. Var slikt til mikilla búdrýginda ekki sizt á hinum minni jörðum. Haustiö 1934 hættir Sigriður svo búskap og flutti I húsmennsku að Laugalandi, enda voru þá eldri börnin farin að heiman. Snemma árs 1936 flytur Sigriður svo aö Vonarlandi og geröist ráðskona hjá Jens Kristjánssyni, Halldórssonar frá Melgraseyri. Jens hafði þá stofnaö nýbýliö Vonarland. Má segja að með komu Sigriðar að Vonarlandi hafi oröið kaflaskipti i lifi hennar, þvi að þar átti hún eftir aö dvelja i fjörutiu ár. Hér gat hún haldið áfram að starfa viö búskap og sveita- störf, sem henni féll svo vel i geð. Það var og ekki á betra kosið en að vera i heimili með Jens á Vonarlandi og starfa með honum, en hann var ein- stakt snyrti- og prúömenni. Sást það bezt, þegar litið var heim aö Vonar- landi, þar var allt i röð og reglu og umhirða um jörð og skepnur með ein- dæmum góö, þannig að til fyrir- myndar var. A Vonarlandi hjá þeim Jens og Sig- riði ólust uþp þrjú börn auk Hallfriðar, yngstu dóttur Sigrlöar. Alltaf dvöldu þó um lengri og skemmri tima börn hjá þeim. Aberandi var það, að þau börn, sem höfðu átt þvi láni aö fagna að vera á Vonarlandi, sóttu þangað ávallt aftur. Sýnir þetta glöggt hversu kært þeim var Vonarlandsheimilið. Þar fundu þau hlýju og ró, sem börn eru svo næm fyrir á uppvaxtarárum. A Vonarlandi var engin spenna eða 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.