Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Björg Einarsdóttir
Fædd 26. ágúst 1900
Dáin 11. des. 1977
Um þær mundir, sem ævintýra-
gjarnir íslendingar eru að undirbua
för til suðrænna sólarstranda til aö
flýja nepju og langnætti norræns vetr-
ar, lagði ein af grannkonum minum,
BjörgEinarsdóttir.húsfreyjaaðStapa
i Hornafirði, upp i langferðina miklu,
þar sem þáttaskil verða og fularfullt
tjald erdregið milli lifenda og látinna.
Mér kom andlátsfregn Bjargar nokkuð
á óvart, þvi að þrátt fyrir háan aldur,
fannst mér Björg enn vera ung að ár-
um, svo vel tókst henni að varðveita
hugblæ sinn frá æskuárunum.       ,
Ekki er ég alveg viss um, hvað nafn-
iðBjörg tóknar i málfræðilegri merk-
ingu og má vafalaust tUlka þýðingu
þess á fleiri en einn veg, en i minum
huga minnir það jafnan á bjargið eða
steindranginn, sem stendur óhaggan-
legur og bifast hvergi fyrir margra
alda stormbyljum, er skáldið Stephan
G. Stephansson segir að standi sem
hreystinnar heilaga mynd og hrein-
skilni klappaða úr bergi. Líka mun
nafnið tákna bjargvætt, hollvætt eða
drang, en i fornnorrænni tungu mun
orðið drangur vera sömu merkingar
og drengur, sem merkir góðan, dreng-
lundaðan mann, sem reynist vinum
sinum vel á örlagastundum. En hverja
merkingu sem menn vilja leggja i þýð-
ingu þessa konunafns, þá kunni Björg
á Stapa mæta vel þeirri nafngift, sem
foreldrar hennar völdu henni og stað-
fest var með helgiathöfn i litlu sveita-
kirkjunni i holtumaf sóknarprestinum
þar, og sterkan vilja hafði Björg jafn-
an til að kafna ekki undir þeirri nafn-
gift.
Fædd var Björg að Holtum i Mýra-
hreppi þann 26. ágúst árið 1900, rétt
um sama leyti og Islendingar voru ný-
stignir inn i bjarma nýrrar aldar, full-
ir af bjartsýni og fögrum fyrirheitum,
og bar Björg jafnan með sér skörp ein-
kenni þeirrar kynslóðar, sem við alda-
mót hefur verið kennd.
Foreldrar Bjargar voru hjónin Jó-
hanna Snjólfsdóttir og Einar Þorleifs-
son, bæði komin af hornfirzkum
bændaættum. Aður höfðu þau einhver
ár búið að Stórulág f Nesjum og frá
Holtum fluttu þau að Meðalfelli i Nesj-
i um og við þann bæ voru þau og börn
þeirra oftast kennd.
Þegar ég nú minnist langra kynna af
Björgu á Stapa, verður mér efst i huga
æskuheimili hennar að Meðalfelli, þar
sem hún ólst upp i glöðum og gjörvi-
legum systkinahópi i skjóli mætra for-
eldra, sem bjuggu börn sin út i li'fið
með þvi veganesti, sem þeim entist
bæði vel og lengi.
Heimilið var rammislenzkt sveita
heimili, þar sem iðjusemi, reglusemi
og rækt við fornar erfðir var i heiðri
haft. Bóndinn Einar Þorleifsson var
orðlagður atgervismaður, sem vildi
hvers manns vanda leysa, m.a. mun
það mjög oft hafa komið í hans hlut, að
veita ferðamönnum fyrirgreiðslu og
fylgd yfir Hornafjarðarfljót, fyrst frá
Holtum austur i Nes, og siðar frá
Meðalfelli suður á Mýrar. I mjög
skemmtilegu minningariti Guðmund-
ar Jónssónar, sem lengi bjd að Borg-
um í Hornafirði segir frá því, er hann
flutti búferlum frá Hofi i Oræfum að
HvammiiLóniograkkýrsinaralla þá
löngu leið. Þá var gist hjá þeim Jó-
hönnu og Einari i Holtum og hann
fenginn til fylgdar með þeim sem
kýrnar ráku austur yfir Hornafjarðar-
fljót. Þá mun Einar hafa haft allmikil
afskipti af kirkju og safnaðarlifi og i
Bjarnaneskirkju var hann f orsöngvari,
allt þar til að orgel kom i kirkju þar og
kirkjuorganisti tók við þvl starfi.
Innanbæjar stjórnaði húsmóöirin
mannmörgu heimili, fæddi og ól upp
fjölda barna, auk þess sem gestum og
gangandi var veitt af alkunnri rausn
islenzkrar gestrisni.
Alls fæddust þeim hjónum 13 börn og
að minnsta kosti 9 komust til full-
orðinsára. Það lætur þvi að lfkum, að
vinnudagur þessara hjóna hafi ekki
ávallt verið háður þeim timatakmörk-
um, sem okkar samtið leitast við að
lögfesta. Engu að siður áttu gömlu, ís-
lenzku sveitaheimilin sínar helgi- og
hátíðisstundir, þar sem friður og
öryggi sat i öndvegi, hvildardagurinn
var svo heilagur, að hann mátti naum-
ast vanhelga með vinnu, og kirkju-
göngur voru fastur liður i helgi
hvildardagsins. 1 hesthúsi stóöu strið-
aldir hornfirzkir gæðingar, sem
gengdu þvi tviþætta hlutverki að vera
þörfustu þjónar búsins við alla að-
drættiá mannmörgu heimili.ogyndis-
auki og tómstundagaman ungra og
aldinna. Tómstundirnar voru m.a.
notaðar til aö teygja gæðinga til gangs
og að fara orlofsferðir I heimsóknir til
góðra granna.Þorleifur Jónsson, fyrr-
verandi alþingismaður í Hólum, getur
þess i æviminningum sinum hversu
gömlu Meðalfellshjónin hafi verið góð-
irog hjálpsamir nágrannar, og einn af
hátiðisdögum vetrarins i Hólum hafi
verið heimsókn þeirra, sem aldrei
brást, en var fastur liður i lifi þeirra
einu sinni á hverjum vetri.
Sjálfur á ég eina æskuminningu frá
þvl ég var ungur drengur að alast upp
austur við Berufjörð. Þá voru þar á
ferð Meðalfellshjónin á hornfirzkum
gæðingum og fluttu með sér ferskan
ilm átthaga minna úr Austur-Skafta-
fellssýslu. Mun leið þeirra þá haf a leg-
ið alla leið til Seyðisfjarðar.
Þvi er frá þessu hér sagt, að þetta
var snar þáttur i lífsvenjum fdlks á
æskuheimili Bjargar á Stapa, sem á
margan hátt bar með sér höfuðbóls-
brag, sem uppvaxandi kynslóð varð
hollur og heillarikur skóli. A þessu
heimili ólst Björg á Stapa upp og bar
svipmót þess uppeldis með sér æ sið-
an.
A æsku og uppvaxtarárum Bjargar
islendingaþættir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16