Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Blaðsíða 11
Margrét
Jósepsdóttir
Fædd 13. maí 1911.
Dáin 10. mai 1979.
Frú Margrét Jósefsdóttir andaðist i
Borgarspitalanum hinn 10. mai sl. eftir
erfiða sjúkdómslegu.
Hún var fædd að Vatnsleysu i Skaga-
firöi 13. mai 1911, dóttir hjónanna Hildar
Björnsdóttur og Jósefs J. Björnssonar
fyrrum skólastjóra á Hólum í Hjaltadal
og þingmanns Skagfirðinga.
Heimili þeirra Hildar og Jósefs var gott
menningarheimili og þar var gestkvæmt.
Þar voru umræður manna á meðal jafnan
sveigöar að þvi, sem til þjóöþrifa og
framfara horfði og var húsbóndinn þar
leiðandi aflið, enda þekktur brautryöjandi
og athafnamaður. Móðir Margrétar var
falleg kona og hæversk, listhneigð og hlý i
viðmóti. 1 þessum jarðvegi lágu rætur
Margrétar. Þar óx hún upp og dafnaði við
ást og umhyggju foreldra sinna.
Þegar hún hafði aldur til, fór hún til
náms i Kvennaskólann i Reykjavik og
lauk þaðan prófi. Jafnframt stundaði hún
nám i pianóleik og var unnandi góðrar
tónlistar svo sem móðir hennar. Að námi
loknu, hélt hún aftur heim til Hóla.
A þeim tima var á Hólum starfræktur
lýöskóli samhliða búnaðarskólanum,
Margrét gerðist þar hannyröakennari
fyrir ungar stúlkur og hélt þvi starfi um
hrið. Ég minnist þess, þegar ég sem ung-
lingur dvaldi vetrarpart á Hólum upp úr
1930 á heimili þeirra Hildar og Jósefs,
sem var afi undirritaðrar að tiðar heim
sóknir kennara og nemenda voru þar á
heimiliö. Söngmenn góðir voru þar i hópi
og þvi oft tekið lagið og sungiö af hjartans
lyst en heimasætan ung og glæsileg lék
undir á pianó.
Arið 1933 giftist Margrét Ragnari Jó-
hannessyni, sem þá var leikfimikennari á
Hólum, en hann andaöist fyrir rúmum
fjórum árym. Þau hjónin eignuðust eina
dóttur, Brynhildi, sem nú hefir mátt sjá á
hak elskulegum foreldrum.
Margrét og Ragnar dvöldu sin fyrstu
búskaparár I Skagafiröi en fluttu siöan
húferlum til Akureyrar, þar sem Ragnar
rak eigin verslun um skeiö. Á Akureyri
reistu þau myndarlegt hús og fallegt
heimili, enda voru þau samhent i hagleik
°g smekk. Það er veröugt aö geta þess, að
'slendingaþættir
garðar við hús þeirra hjóna, bæöi á Akur-
eyri og hér á Reykjavíkursvæðinu, hlutu
opinbera viðurkenningu sakir fegurðar og
góðrar umhirðu. Það hefir stundum verið
sagt, bæöi i gamni og alvöru, að blóm
þrifust ekki nema þeim væri sýnd ást og
hjartahlýja. Ef i þvi skyldi felast einhver
sannleiksneisti, þá er það og vist, að Mar-
grét hefir umgengist blómin með þvi hug-
arfari.
Til Reykjavfkur fluttu þau Margrét og
Ragnar árið 1955 og áttu þar heima siðan.
Margrét Jósefsdóttir var kona frið sýn-
um, glöð i viömóti og ágætlega greind.
Hún gjörþekkti land sitt af endurteknum
ferðalögum um það allt. Skarpskyggn og
minnug kunni hún góð skil á islenskum
þjóðháttum og átti frásagnargáfu, sem
auðveldaði henni að miöla af fróðleik,
sem hún bjó yfir. Hún var skemmtileg
heim að sækja og var aufúsugestur hvar
sem hún kom. Heimiliö var hennar starfs-
vettvangur og þann reit ræktaöi hún af
kostgæfni, öðrum og sér til velferðar og
yndisauka.
Meö Margréti Jósefsdóttur er góð kona
gengin. Ég þakka kærri frænku samfylgd-
ina og margar ánægjustundir gegnum ár-
in.
Brynhildi og öðrum aðstandendum
sendi ég og f jölskylda min innilegar sam-
úöarkveðjur.
Margrét Jóhannesdóttir
t
Hún var þvi nær 68 ára þegar hana
þraut afl. Orusturnar höfðu unnist, en i
lok lifs-striösins gaf hún sig á vald for-
sjónarinnar i sátt við tilveruna og það,
sem koma skal, að jarðvist lokinni. Hún
haföilokið öllum skylduverkum og mörgu
umfram það.
011 blómin voru fullþroskuð og kvödd,
hvergi var eyöa i listrænni tilhögun
ibúðarinnar, þar sem húsmunir og
skrautker tefldu úrslitaskákir.
En samt skyggir ekkert á einn, hann
einan, sem hviiir i friði i Fossvogsgarö-
inum, þar sem hún lét gera grafskrift,
Bautasteininn, sem ris i mót sólinni, en á
vorkvöldum meðan blævakin báran
hnitar á voginum flæða geislarnir yfir
hvitan flöt steinsins með gullletri hinstu
kveðjunnar.
Þar er letraö:
Ragnar Jóhannesson frá Engimýri
dáinn 25/12 1974.
Þá voru döpur jól. Nú verða endurfund-
ir þeirra hjóna bjartir og fagrir I eilifri ró.
Þau hvila nú hliö við hliö i gröfum sinum.
Hjónin Margrét Jósefsdóttir og Ragnar
Jóhannesson voru ung að árum er þau
hófu kennslustörf að Hólum i Hjaltadal.
Hún kenndi hannyrðir og hann kenndi
iþróttir.
Onnur verkefni þeirra hjóna,
Margrétar og Ragnars Jóhannessonar
urðu mörg og margbrotin. Þeirra tiö var
bæði fyrir og eftir heimsstyrjöldina
siðari. Þannig byrjuðu þau sinn starfsferil
að námi loknu, upp úr 1930, og héldu stöð-
ugum þjóðnytjastörfum áfram uns yfir
lauk.
Þau kenndu við skóla, bæði tvö, og þau
stunduðu búskap með samheldni og dug.
Einnig ráku þau verslun um skeið, en
lengst af var starfsvettvangurinn hjá
samvinnufélögum landsins.
Fristundastörf Margrétar, Brynhildar
og Ragnars, sem fjölskylduheildar, var
merkur þáttur I lifi þeirra og var áhrifa-
valdur til margra átta. Þessi störf hnigu
að þvi að byggja og prýða heimili þeirra,
bæði innan veggja og utan. Þeir sem gerst
þekkja, töldu þetta samstarf fjölskyld-
unnar með sérstæðum hætti. Samheldnin
11