Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Haukur Gröndal
fraxnkvæmdastjóri
Fæddut< 3. febrúar 1912.
Dáinn 17. septetnber 1979.
Við vegamót lifs og dauða Ihugum viö
gjarnan, hvað við getum vitað rétt um til-
gang lifsins. Hvaö við eigum aö meta
mest i lifinu? Hverjar leiðir eru okkur
sjálfum og öðrum til farsældar?
„Njóttu I dag aö horfa á yndisleik alls sem
bér er lánað, þar að morgni getur verið,
að þú leggir upp frá þvi og komir aldrei
aftur".
Haukur Gröndal, sem hér er litillega
minnst, var einn þeirra samferðamanna,
sem með undraveröri gleði virtist fagna
flestum dögum. Það tekur nokkrun tima
að fallast á þá staðreynd, að maöurinn
með fangið fullt af verkefnum og áhuga-
málum skuli allt I einu vera horfinn af
sjónarsviöinu fyrir aldur fram. Hér
verður aö sætta sig við hið óumflýjanlega
að' ,,eitt sinn skal hver deyja".
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar guð oss alla
til sin úr heimi sér,
Þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
i húsi, þvl sem eilift er.
Vald. Briem.
Haukur Gröndal var fæddur i Reykja-
vik 3. febrúar 1912. Foreldrar hans voru
Benedikt Þorvaldsson Gröndal bæjar-
fógetaritari og skáld og Sigurlaug
Guðmundsdóttir Gröndal. Börn þeirra
yoru auk Hauks: Valborg Elisabet,
Sigurður veitingamaður og rithöfundur,
Eirikur bifvélavirki, Ragnheiður,
Þorvaldur rafvirki og Ingi hljómlista-
kennari. Þrjú þessi systkini hafa látist
meö stuttu millibili og eftir lífa yngstu
bræðurnir Þorvaldur og Ingi.
Haukur stundaöi nám viö Verslunar-
skólann i Reykjavik og lauk þaðan prófi
ungur að árum 1930. Hann var einn af
stof nendun Tónlistarfélagsins I Reykjavtk
og siðar Tónlistarskólans. Jafnframt var
hann með fyrstu nemendum hans og lagði
stund á fiðlu- og lágfiðluleik.
Arið 1934 kvæntist Haukur Sigriði
Pálsdóttur, Páls Magnússonar járnsmiös
I Reykjavik og konu hans Guðfinnu
Einarsdóttur. Hún lést eftir barnsburö
árið 1940 aðeins 27 ára aö aldri. Börn
þeirra eru tvö: Páll tónlistarmaður og
skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
og Guöfinna húsmoðir I Reykjavlk.
Aöeins 28 ára var Haukur orðinn ekkju-
14
maður með tvö ung börn. Móðir hans,
Sigurlaug, kom honum þá til hjálpar og
dvaldi siðan á heimili hans til æviloka árið
1960.
Arið 1941 kvæntist Haukur öðru sinni
Sigriði Hafsteinsdóttur Gunnars Hafstein
bankastjóra IFæreyjum og siðar I Khf. og
konu hans Nlelslnu Hafstein. Sigriður
Hafstein og Haukur eignuðust þrjá syni:
Benedikt bankamaður, Gunnar fulltrúi og
Haukur framkvæmdastjóri. Sigriður lést
árið 1975 eftir langvarandi veikindi.
Barnabörn Hauks eru nú 11 og barna-
barnabörnin 2.
Þriðju konu sinni Svisönnu Halldórs-
dóttur frá Vestmannaeyjum kvæntist
Haukur I desember 1978. Þau höföu að þvl
leyti áþekka lifsreynslu að bæðí höfðu
misst lifsförunauta sina. Það fór þvi vel
saman og nutu þess bæði I rlku mæli, þó
um allt of skamma stund væri. Sóknuður
Súsönnu er mikill, en ylur minninganna
mildar. Hún var við hlið hans er hann
skyndilega kvaddi þetta lif hinn 17.
september s.l. Hann var lagður til hinstu
hvilu við hlið ástvina sinna 25. september
s.l. og fáum dögum siðar við hlið hans lltil
sonardóttir.                      . -
Haukur starfaði að námi loknu við
verslunarstörf, en réðst fljótlega til starfa
við Smjörlikisgerðina Smára, fyrirtæki
vinar slns Ragnars Jónssonar. Árið 1946
var Haukur gerður aö framkvæmdastjóra
Afgreiöslu Smjörlikisgerðanna I Reykja-
vik og siðar Smjörllkis h/f og Sólar h/f. og
starfaði þar til dauðadags. Haukur var
traustur I öllum viðskiptum og glöggur á
meginatriði hvers máls. Hann fylgdi
skoðunum sínum eftir meö festu og
öryggi, en ávallt ljúfmannlega. Hann var
samvinnugóður og bar umhyggju fyrir
starfsfólki sinu. Drengileg framkoma
hans vann fyrirtækjunum álits og vin-
sælda.
Ahugamál Hauks voru mörg, þó hæst
beri áhuga hans á tónlist. Til tónlistar-
mála lagði hann fram mikiö og óeigin-
gjarnt starf, sem margir njóta góös af um
ókomna framtíö. Til marks um hve mikils
var metiö framlag Hauks til tónlistarltfs I
Reykjavik, er að Tónlistarfélagiö stóö
fyrir tónleikum sem helgaðir voru
minningu hans hinn 27. október s.l.
Ferðalöngun var honum I blóö borin.
Haukur naut þess I rlku mæli að ferðast,
sjá og kynnast Hfi, litum og listum og
miðla öðrum af skemmtilegri reynslu
sinni og þekkingu. Llfið krafðist þó mikils
af honum og lagði á hann ungan þungar
skyldur,
,,En á bjartan orðstír aldrei fellur
umgjörðin er góðra drengja hjörtu"-
Gr.Thomsen
Klukkurnar hafa kallað Hauk Gröndal
héðan til bjartari heima og kærkominna
endurfunda þar sem hann fær notið
unaðar hinnar miklu ellfu hljómkviðu.
Það er ljós yfir leiðum minninganna en
söknuður nánustu ættingja hans er sár
þegar slik leiðandi hönd er hrifin svo
skyndilega frá þeim. En það er birta yfir
veginum þvl Haukur Gröndal hefur meö
lifi sínu og starfi látið ættingjum, vinum
og samstarfsmönnum sinum eftir
traustan vegvisi og óbrotgjarnan minnis-
varöa.
Bj. Clafsson.
islendingaþættir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16