Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						ÍSLEIMDIIMGAÞÆTTIR
Laugardagur 26. janúar 1980. 4. tbl.
TIMANS
Bryndís E. Birnir
Fædd 12. mars 1899 —
Dáin 14. okt. 1979.
I
Hvað er dauði? — Sumir kalla hann
endalok alls. Aðrir telja hann áfanga á
þroskabraut mannsins, flutning manns-
sálarinnar til æðra tilverustigs, lausn
andans frá bindandi efnisheimi og Hkn í
þraut.
Bryndís E. Birnir var i hópi þeirra, sem
aðhylltust siðari skoðunina. 1 hennar aug-
Um var dauðinn ekki til að óttast, hann
var ekki óvelkominn gestur heldur eðli-
legur og sjálfsagður hluti lifsins. Lifið var
henni kært, það hafði fært henni marga
hamingjustund, góða vini og ástvini og
margháttað skin með skúrum. En hvers
er að biða, þegar ævistarfinu er lokið?
Bryndis var ferðbUin og baggar hennar
hnýttir, þegar ferjumaðurinn mikli kom
að vitja hennar sunnudagsmorguninn 14.
október siðastliðinn.
Um langan tima hafði hún ekki gengið
heil til skógar, og allir vissu að kallið gat
komið hvenær sem var. Við þvi hafði
raunar hvað eftir annað verið bUist, en
Bryndis var eins og pilviðurinn sem
svignar undan storminum og réttir sig
aftur þegar hann liður hjá. Og hún gerði
það með þeirri reisn, sem I minum augum
einkenndi hana sérstaklega, þvi þótt hún
gerði hvorki viðreist né færi hratt yfir hin
siðari ár, var alltaf yfir henni reisn — já,
meira að segja þegar ég sá hana sfðast
sárlasná og rúmliggjandi, stafaði af henni
virðuleik og göfgi. Þetta voru eiginleikar
sem leyndu sér aldrei, meira að segja þeir
sem minna þekktu til, tóku eftir þessu
þegar i staö.
Bryndis var fædd 12. mars 1899 og var
þvi nýlega orðin áttræð, er hún lést. í
blóma llfsins gekk hún aö eiga móðurbróö
ur minn, Björn Birni, sem um liktleyti tók
við búi af fóöur sinum i Grafarholti, sem
þa var i Mosfellssveit. Ekki löngu siðar
reistu foreldrar minir nýbýli úr hluta Ur
Grafarholtslandi á svokölluðu Tjarnengi.
Það var því stutt á milli staða, og eldri
systur mlnar hafa sagt mér að þeim hafi
ekki alltaf verið nákvæmlega ljóst, á
hvorum staðnum hið raunverulega heim-
ili var. Ég kom seint til skjalanna á þess
tima mælikvarða og minnist ekki annars
en ég hafi alltaf vitað vel hvar minn stað-
ur var. Hins vegar var alltaf tilhlökkunar-
efni að fara niður að Grafarholti og það er
ábyggilega ekki af engu, að i mlnum huga
var Bryndis alltaf Binna i Grafarholti og
verður aldrei annað, þótt eitthvað um
aldarf jórðungur sé liðinn siðan hún hvarf
þaðan fyrir fullt og allt. Grafarholt var
miðmöndull umheimsins og þræðirnir
milli Grafarholts og Engis voru ósviknir.
Það var mér ljóst svo að ógleymanlegt
verður, er Björn bóndi Binnu var til mold-
ar borinn árið 1948. Það var i fyrsta og
eina skiptið sem ég sá föður minn gráta.
Það var ekki reisnin ein, sem einkenndi
Binnu i Grafarholti. Hún var lika einörð i
skoðunum og fylgin sér. HUn var ekki ein
þeirra, sem sagði eitt I eyrun og annað á
bak. Hún sagði það sem henni bjó I brjósti
til lofs eða lasts, og vildi hafa hreint borö.
Það fer að likum, að þetta líkaði fólki mis-
vel. Fleiri voru þeir þó, sem mátu undir-
hyggjuleysiö og einuröina, þótt ef til vill
sviði um sinn. Enda leynir sér ekki hvar
höfðingi fer.
II
Sagt er að á dauðastundinni renni ævin
fyrir hugskotsjónir manns llkt og kvik-
mynd á tjaldi. Það er triilegt því þegar
staðið er frammi fyrir láti vinar, sem ver-
ið hefur fastur póll I tilverunni svo lengi
sem minnið dregur, renna myndirnar hjá
hver á fætur annarri hjá þeim sem eftir
lifa. Þær koma ekki I röð, hvorki tímalega
né röklega, heldur elta þær hver aðra eins
og gárur á fleti, hver með sitt tilfinninga-
lega gildi og persónulegu dýpt, sem öðr-
um þykir kannski litið til koma. Bregðum
upp einu dæmi:
A náttborði heima I Grafarholti stóð lít-
ill harmonikkustrákur með ljósi ofan á
kollinum. Líklega hefur hann borið ljós á
náttborði Binnu. Nema hvað vesalingur
minn stóð oft lengi við þennan strák og
togaði I spottann, sem kveikti ljósið og
slökkti, eða strauk með visifingri
um fellingarnar á harmonikkunni og
stráknum, niður um.lærin og fram á tær.
Þetta var merkilegur gripur. Loks, þegar
við vorum flutt frá Engi að Hulduhólum,
fengum við rafmagn — i fyrsta sinn I bU-
skap foreldra minna. Þegar verið var aö
leggja það inn hjá okkur, kom Binna og
færði mér óvænta gjöf — harmonikku-
strák eins og þann sem ég hafði svo oft
dáðst að heima hjá henni — hann skyldi
lýsa mér þaðan i frá. Ég veit ekki um
nokkurn grip, sem ég hefði heldur kosið,
þótt aldrei hefði ég orð á þvl. Ég var orð-
inn fulloröinn, þegar þessi strákur var
endanlega allur, en hann er enn lampi
lampanna I minum huga.
Þær eru óteljandi mínningarnar sem
liða hjá, þegar Binna er kvödd. Það eru
svona minningar, sem veita manni vit-
undina um að það var gott að þekkja þann
sem kvaddur er — kynnin við hann voru
persónuauðgandi.
III
NU hefur hUn verið til moldar borin — I
hólnum I tUninu heima — þar sem henni
þótti alltaf heima.LIfið heldur jafnt og
þétt áfram þótt sál skipti um tilverustig.
En jafnvel þeim, sem öruggast trUa á
betri tilveru að þessu lifi loknu, er sárt að
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16