Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Björn Bessason
F. 5/3. 1916.
D. 9/7. 1979.
Það hefir margsinnis hvarflað að mér
að skrifa fáein minningarorð um fornvin
minn Björn Bessason frá Kýrholti i Við-
vikursveit, Skagafirði, sem lézt þann 9.
júli sl. Vildi ég með þvi reyna að bregða
ljósi yfir einn þátt i Hfi þess mæta manns.
Við vorum samtiða i Menntaskólanum á
Akureyri. Var Björn hvers manns hug-
ljúfi i skóla sakir prúðmennsku og dreng-
skapar. Sérstaka athygli vakti frábær
þekking hans á náttúrufræðum. Hún var
með slikum ágætum, að hann skar-
aði langt fram Ur öðrum nemendum og
gekk jafnan frá prófborði með hæstu eink-
unnir. Mér er minnisstætt, að i 4. bekk,
þegar við hinir námum ögn i jaröfræði og
veðurfræði hjá Steindóri Steindórssyni frá
Hlöðum, varð Björn sér jafnframt úti um
1200 siöna bók um bakteriufræði, sem
hann las spjaldanna á milli.
Sumarið eftir (1935) vorum við báðir i
atvinnuleit á Siglufirði. Það var raunar
sildarleysisár, litið að gera og enn minna
um peninga. En Björri lét sér ekki verk úr
hendi falla. Hann grannskoðaði gróðurihn
á staðnum. Dag nokkurn kom hann til min
og kvaðst hafa fundið jurt, sem hann
kynni ekki að greina. Mun það hafa verið
harla sjaldgæft. Hann taldi sig vita um
hollenzka konu þar á Siglufirði, er væri
hálærð i plöntufræði og myndi Hklega geta
leyst úr vanda hans. Væri hún gift Snæ-
fellingi, sem ég bæri e.t.v. kennsi á.
Þetta reyndist rétt vera. Maðurinn var
Þorsteinn Loftsson, ættaður úr Dölum
vestur, siðar garðyrkjumaður og bóndi að
Reykholti i Biskupstungum, þar sem hann
reisti nýbýli. Hann hafði nokkrum árum
áður gengið að eiga unga konu, sem kom
hingað með nemendahóp frá Hollandi.
Heitir hún Vilhelmina Theodora Tymstra
og var þá þegar orðin doktor i náttúruvis-
indum með plöntufræði að sérgrein.
Við Björn drápum á dyr hjá þessum
hjónum, sem bjuggu nefnt sumar á Siglu-
firði. Þau tóku okkur vel og buöu til stofu.
Brátt var rjúkandi kaffi á borðum. Björn
og frú Vilhelmina hófu óðar samtalið og
ræddu langa-lengi. Umræðuefnið fór að
mestu fyrir ofan garö og neðan hjá mér.
Þegar upp var staðið, fylgdi frúin okkur
til dyra og kvaddi Björn með þessum orð-
um: „Verið þér sælir dr. Bessason."
Af orðum dr. Vilhelmínu mátti ráða, að
hún hafi álitið Björn Bessason, þá 19 ára
að aldri, vera jafningja sinn i fræöigrein-
t 2. tbl. tslendingaþátta var birt grein um Gisla Þórarinsson að Neðrabæ i
Borgarhöfn. Mcft greininni fylgdi mynd af Glsla og tveim bræðrum hans en
nöfn þeirra fylgdu ekki með myndinni, en þeir eru talio frá vinstri, Jón, Stefán
og GIsli Þórarinssynir.
Islendingaþættir
inni, nema hún hafi talið hann eiga opna
leið að hennar menntagráðu og mælt svo
þess vegna. Segir þetta sina sögu um
kunnáttu hans þegar á unglingsárum.
Sannleikurinn er sá, að Björn var búinn
kostum til mikilla afreka á' þessu sviöi.
Fyrir undarlegan leik örlaganna átti þó
ekki fyrirhonum að liggja að halda áfram
á braut náttúrufræði. Hann kvæntist eftir-
lifandi konu sinni Þyri Eydal. Réðst hann
til endurskoðunarstarfa hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga á Akureyri ogkann fátækt aö
hafa valdið ákvörðun hans. Þau störf ann-
aðist hann til æviloka af þeirri skyldu-
rækni, samvizkusemi og tryggð, sem hon-
um var i blóð borin.
Vinir hans, sem þekktu hann gjörla,
harma, aö honum gafst ekki tækifæri til
aö verða visindamaður og nýtast með
þeim hætti landi og lýð eins og bezt var á
kosiö.
Ég vænti þess, aö hann stefni i hinum
nýju heimkynnum á þau mið, sem hugur-
inn stóð til. Aðstandendum Björns votta
ég djúpa samúð, og sjálfum honum bið ég
allrar blessunar.
Magni Guðmundsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16