Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 9
Halldór Sigurbjörnsson útibússtjóri Halldór Sigurbjörnsson fyrrverandi Uti- bússtjórihjá Kaupfélagi Borgfiröinga lést á SjukrahUsinu á Akranesi þann 7.þ.m. ®ftir langvarandi veikindi. Útför hans för fram frá kirkjunni I Borgarnesi laugar uaginn 15. desember. Halldór var fæddur aB Olvaldsstööum í Borgarhreppi þann 17.desember áriö 1920 °g skorti þvi abeins nokkra daga til ab ná 59 ára aldri. Foreldrar hans voru Ingunn Einarsdóttir og Sigurbjörn Halldórsson, sem þá voru bOsett þar. Skömmu sibar fluttu þau f Borgarnes og þar ólst Halldór UPP og átti þar heima eftir þaB. Fæstir áttu þess kost á þessum árum aB |®8gja Ut í langt framhaldsnám. Daglegt brauöstrit varö hlutskipti flestra ungra "'anna, þótt hugurinn stæöi til annarra “*uta. Halldór var ungur aö árum þegar úann fór aö starfa hjá Mjólkursamlaginu i ®°rgarnesi, en þar vann Sigurbjörn faöir "ans um margra ára skeiö. Segja má aö vistarf Halldórs hafi veriö hjá Kaupfé a8i Borgfiröinga, fyrst hjá Mjólkursam a8inu, en siöar viö ýmis önnur störf hjá ®aitia fyrirtæki, og mörg hin siöari ár var **ann Utibússtjóri hjá Kaupfélaginu. Halldór kvæntist önnu Jónsdóttur frá Stykkishólmi, mikilli myndar- og dugn- aöarkonu. Þau eignuöust fjórar dætur, sem allar eru nU uppkomnar og fluttar Ur foreldrahúsum. Hjónaband Onnu og Hall- dórs varö mjög farsælt, og reyndist hUn manni slnum mikil stoö og stytta i lang- varandi og oft þungbærum veikindum. Kynni okkar Halldórs hófust þegar viö vorum báöir ungir sveinar I Borgarfirði, en viö vorum næstum jafnaldrar. Ég var þá viö nám viö unglingaskólann f Borgar- nesi, sem svo var nefndur á þeim árum. Næstum daglega kom ég á æskuheimili Halldórs, og þar var gott aö koma. Hjartahlýja og velvild húsráöenda var slfk aö hún gleymist ekki. Yngri bróöir Halldórs, Jón, leikarinn og óperusöngvar- inn landskunni, var aö sjálfsögöu meö okkur I þessum félagsskap, ásamt fleiri jafnöldrum Ur Borgarnesi. Enn geymi ég f frU Hömrum Syöri Arndis borin f Þorsteins ranni Þreyttri konu Þörf er hvíldin Um ævi langa unnið haföi á akri lifsins ösérhlifin krafðist eigi að kvöldi launa. Hnigin er móðir er mörgum vildi götu greiöa * grimmum heimi, Uuðs hUn gekk a góöum vegum Set ég muni göö heimkoma. Trautt mun finnast frgri starfi *slendingaþættir hennar er kallast heimi I þessum, ljósmóöir lffsins er lfknarhendur leggur börnum á buröardegi. Mun ei drottinn af mildi sinni mega leyfa á lífsins landi, aö leggi hendur aö liku verki meö kærleikshuga konan góöa. Af hræröu hjarta henni þakka ást og umhyggju er mér sýndi. Ævistarfiö af alhug unnið blessi drottinn á banadægri. Þ.A. fersku minni eftir rösklega 40 ár þessar ánægjulegu kvöldstundir á æskuheimili Halldórs þar sem glaöværö og hjartahlýja rikti. Og þá ekki siður skilningur húsráö- enda á þvi aö halda nánum tengslum viö unga fólkiö og koma öllum til nokkurs þroska. Óskandi væri aö allir uppalendur á okkar tfmum heföu þetta sama hugar- far. Þaö voru vonglaöir sveinar I þessum hópi, sem reyndu aö ráöa lífsgátuna og dreymdi stóra drauma um framtiöina, en hvortþeir draumar uröu að veruleika, þaö er önnur saga. Kynni okkar Halldórs uröu á þessum árum mjög náin. Viö áttum mörg sameiginleg áhugamál og einhver sérstök samstilling tveggja ungmenna skapaðistbráttá milli okkar.en henni get ég ekki lýst i oröum. Ég mun þvi alltaf telja Halldór þann af æskuvinum mínum, sem mér er einna kærastur. Eflaust heföi Halldór kosiö sér annaö æfistarf til aö vinna fyrir sfnum nauö- þurftum. En hlutskipti margra veröur oft á þann veg aö þeim gefstekki kostur á aö vinna aö þvi, sem stendur hjarta þeirra næst, nema þá helst f tómstundum eftir langanogstranganvinnudag. Halldór var mjög listelskur maöur og gæddur ágætri tónlistargáfu. Hann haföi fagra og blæ- brigöarika söngrödd eins og Jón bróöir hans. Halldór fór ungur aö syngja i kór. Siöar varö hann eftirsóttur og velþekktur einsöngvari i sínu heimahéraöi og f nágrannabyggöunum, bæöi viö kirkju- legar athafnirogá ýmsum samkomum og mannþingum. Ekki mun hann hafa átt þesskost aö leggja stund á söngnám, þótt hugur hans hafi eflaust staöiö til þess á yngri árum, en mér er kunnugt um aö sönglistin átti hug hans allan. Foreldrar mlnir fluttu aldnir aö árum f Borgarnes og festu kaup á litlu húsi skammt frá þar sem Halldór og Anna kona hans bjuggu. Þau hjón sýndu for- eldrum minum mikla vinsemd. Alla þá greiöasemi kunnu pabbi og mamma vel aö meta, og færi ég Halldóri og Onnu hjartanlegar þakkir fyrir þeirra miklu hugulsemi og greiövikni i þeirra garö. NU er Halldór æskuvinur minn horfinn af sjónarsviöinu, en f vitund minni og all- ara þeirra sem hann þekkktu best, lífir minninginumgóðanog göfugan dreng, og hún mun ylja okkur um hjartarætur I skammdeginu. Ég sendi Onnu konu hans, aldraöri móöur, dætrum þeirra hjóna, Jóni bróöur hans og öörum nánum aöstand- endum hugheilar samúöarkveöjur. Blessuö sé minnig Halldórs Sigur- björnssonar. Klemenz Jónsson. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.