Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 14
Guðni Sigurjónsson F. 16. okt. 1894 D. 20. des. 1979. Guðni Sigurjónsson var fæddur 16. okt. 1894 að Syðrahóli í Kræklingahliö. Hann andaðist 20. des. s.l. á FjórðungssjUkra- húsinu á Akureyri, eftir stutta legu 85 ára að aldri. Foreldrar hans voru Sigurjón Jó- hannesson og kona hans bóra Friðriks- dóttir. Ekki mun auður hafa veriö þar i búi, enda börnin mörg og oft flutt úr staö eins og þá var titt um fátækt fólk. Fárra ára gamall var Guðni tekinn I fóstur af Benedikt Jónatanssyni og Guö- rúnu Jónsdóttur er þá bjuggu á Bakka i Fnjóskadal. Hjá þeim ólst hann upp til fulloröinsára. Minntist hann þeirra ætiö meö þakklæti og hlýhug. Þá var hann vinnumaöur á Sörlastööum og kannski viðar i Fram-Fnjóskadal. Ég minnist þess, hve hann talaði vel um Sörlastaðaheimiliö og bar mikla viröingu fyrir húsbændum þar og heimilisfólki. Sérstakar rætur bar hann alla ævi i brjósti til Fnjóskadals og i'búanna þar sem hann kynntist svo vel i æsku og ung- lingsárum. Þangað var alla jafna gott að koma og rifja upp gamlar minningar, þó honum þætti miöur hve byggðin haföi grisjast þar á seinni árum. NU lá leiðin inn i Eyjafjörö og þar dvaldist hann á ýmsum bæjum alla ævi siðan. Fyrst fór hann i Garösá til hjónanna Kristjáns Jósefssonar og GuðrUnar F. 20.9. 1881. D. 12.1. 1979. 14 Siguröardóttur, sem þá bjuggu þar. Þar kynntist hann Halldóru Jósefsdóttur og gengu þau i hjónaband 6. des 1917. Ekki varð þeim barna auðið sem upp komust en þau tóku i fóstur bróöurson Guðna, Björgvin Friðriksson og ólu hann upp. A Garðsá höfðu þau einhver jarðarafnot og voru þar til 1926 er þau fluttu i Bringu og bjuggu þar i 10 ár. Þá lá leiöin i Grund og voruþau þar i tvö ár. Var Guðni vinnu- maður hjá MagnUsi Aðalsteinssyni en Halldóra var þar i sjálfsmennsku, mun hUn þá hafa stundaö saumaskap en hUn var góð saumakona og haföi það I igripum. Aftur fluttu þau i Bringu 1938 og fóru að búa þar i félagi við Björgvin fósturson sinn er þá var kvæntur. Af ýmsum ástæðum leystist sá búskapur upp 1940. Þá fluttust þau I Kamb til Kristjáns Ég þakka þér fyrir allt og allt og kveö þig elsku frænka. ÞU varst mér alltaf svo góö, og það var gott og gaman aö koma til þin. Koma I gamla bæinn til þin og blanda geöi viðbörnin þin, sem sýndu mér ávallt hlýju og vinarhug og gera það enn I dag, þegar fundum okkar ber saman. I huga mihum geymi ég bjartar og kær- ar minningar frá löngu liðnum stundum á heimili þinu, þar sem ég var raunar alltaf eins og heima hjá mér, frekar en gestur, og gekk jafnan fagnandi i' bæinn þinn, þar sem gleðin rikti. Já það er margsaö minnast og þakka. Börnum og öðrum vandamönnum frænku minnar sendi ég einlaEgar samUðarkveöj- ur. E.A. bróður Halldóru er þá var orðinn ekkju- maður, stóð hUn fyrir bUi hans innanhUss meðan heilsan entist en Halldóra dó 1944. Er þau fluttu i Kamb fór Guðni að stunda vörslu við mæðiveikigirðingar hér i Eyja- firöi á sumrin. Viö það vann hann i fjölda- mörg sumur, eða þangað til þvi var hætt- Eftir það var hann á ýmsum bæjum svo sem Stóra-Hamri, Rifkelsstöðum og miklu viðar. En þegar heilsan fór að bila fluttist hann á eliiheimilið I Skjaldarvik og var þar mörg siðustu árin. A efri áruh> sinum var hann oft gestur I Hafnarstræti 47 á Akureyri hjá frænku sinni Ólöfu ólafsdóttur og manni hennar Erni Péturssyni bilstjóra. Þar var hann ætíð velkominn og átti góða daga. Þetta er i fáum orðum ágrip af ævi Guöna Sigurjónssonar,enþvi erégað rifja þetta upp, sem er svo likt og æviferill fjölda annarra samferðamanna, að það sýnir að dvalarstaöirnir voru margir á lifsleiöinni og á meirihluta ævinnar vann hann öðrum en sjálfum sér, samvisku- samur og trUr húsbændum sínum. Hann var áreiðanlega Ur hópi þeirra sem lét sér eins annt um hag húsráðenda og sinn eig- in. Þetta var og er dyggð sem skylt er að muna og þakka. Guðni Sigurjónsson var einstaklega góður skepnuhirðir, fljótur aö sjá þarfir málleysingjanna, enda dýravinur og hlýr i viðmóti við þau. Fjármaður var hann ágætur og hafði yndi af kindum og að hlUa að þeim glöggur og vökull i sambUðinni við þær. Þær voru eftirlæti hans og svo hundarnir þeir voru honum ævinlega fylgispakir og tryggðavinir. Hann vildi áreiðanlega sinna þvi sem veikbyggt var og minnimáttar. Kom það meðal annars freun i þvi hve barngóður hann var, glaður og kátur I návist þeirra, enda hændust þau mjög að honum. Eins og að framan er skráð vann Guðni Sigurjónsson hjá mörgum á sinni löngu ævi. Engan hefi ég heyrt mæla annað en verk hans öll hafi veriö holl bæ og búi, hvar sem hann vann. Ekki safnaði Guðni miklum veraldar- auði um dagana, en hann safnaöi öðrum auði sem er gulli dýrmætari en það er vin- áttaog hlýhugur samferðamannanna sem hann hlaut flestum fremur aö launum. Otför hans fór fram frá Munkaþverár- kirkju að viðstöddu fjölmenni laugardag- inn 29. des. Þar var kvaddur maðurinn, sem var meiri hluta ævi sinnar annarra þjónn og honum þökkuö trU og dyggð i starfi og samfylgdin á langri ævi. Jónas Halldórsson islendingaþættir Andrea Jónsdóttir frá Litla Fjarðarhorni

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.