Íslendingaþættir Tímans - 03.07.1980, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 03.07.1980, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR 22 /fet>TÍMANS Hafliði Guðmundsson iBúð F. 30. sept. 1886. D. 18. mars 1980. ViB andlát Hafliöa i Búö þann 18. mars s.l. rifjast upp margar hugljúfar minn- ingar, einkum frá æskuárunum. Sú fyrsta er frá 1918, er hann kvæntist fööursystur minni — Guörúnu Danielsdóttur frá Guttormshaga — góöri konu og glæsilegri. Var þaö 22. júní 1918. Þrír bræöur Guörúnar voru þá búsettir á Eyrarbakka. Þeir fóru allir, ásamt konum slnum og uokkrum öörum vinum brúöhjónanna á hestum austur I Þykkvabæ. Var þaö dag- ^eiö. Fariö var um Stokkseyri, austur aö Fljótshólum, upp meö Þjórsá aö vestan, yfir brúna hjá Þjórsártúni. Siöan var haldiö niöur meö Þjórsá. Þegar nálgaöist Þykkvabæinn, var komiö aö mesta farar- tólma leiöarinnar — Djúpós, sem var heljandi jökulkvisl ofan viö byggöina — m>Hi Hólsár og Þjórsár. Brúökaupsgest- irnir voru ferjaöir yfir á bátum, en hest- urnir þreyttu þarna 300—400 m sund. Mér er ákaflega minnisstætt, þegar fólkiö kom aftur heim eftir þriggja daga ferö, úr þessari miklu brúökaupsveislu i Búö og hversu lengi þaö naut ánægjunnar af henni. Einkum er rikt i minni minu úmræöurnar um ferjuna yfir Djúpós og frásögn af sjálfri veislunni. Tveimur stórum tjöldum var slegiö upp i túninu I Búö. Þar var haldin fjölmenn og vegleg veisla, efleftir aö brúöhjónin voru gefin Saman i Hábæjarkirkju. Veislan stóö fram á kvöld og slöan skemmtu allir sér v>h dans o.fl. fram undir morgun. Þetta Var ævintýri likast. Nóttin var björt — Veðurhiöfegursta — og þá var engin þörf ú svefni. Frændur og vinir þeirra hjóna •úinntust brúökaupsveislu þessarar til *viloka. Hitt er þó meira viröi, aö meö atburöi Þessum var lagöur grunnur aö miklu rausnar- og myndarheimili, sem stóð I ú'eir en hálfa öld eöa þar til Guörún lést I úóv. i971 Hafliöi dvaldi i Búö til æviloka á úeimili Páls sonar sins og Steinunnar ^úólfsdóttur konu hans. Átti hann þar af>*gjulegt ævikvöld. Hafliöi og Guörún júgnuðust 6 börn og ólu upp eitt fóstur- arn. Myndar- og atgervisfólk. Hafliöi i Búö kom oft á æskuheimili mitt á Eyrarbakka og hélt mikilli tryggö viö foreldra mina meöan þau liföu. Mér fannst alltaf hátiö ganga i garö viö komu hans. Hann haföi um margt aö ræöa og frá mörgu aö segja. Var viröulegur og hjarta- hlýr. Þetta var ekki ónýtt, þegar einu fjöl- miölarnir þá voru vikublöö, sem komu óreglulega. Sérstaklega er mér i fersku minni frásögn hans af þvi eftir 1920, hversu Djúpós ógnaöi byggöinni I Þykkvabæ og var svo komiö 1922 aö hann flæddi yfir allar engjar I Þykkvabænum og jafnvel byggðina sjálfa. Hafliöi var i nefnd meö Ingimundi á Hala — siðar kaupmanni i Keflavik — veturinn 1922— 23 til aö leita eftir stuðningi stjórn- valda viö yfirhleöslu I Djúpós. Þessi stuðningur fékk að 3/4 hl. kostnaðar. Hitt urðu heimamenn aö greiöa. Hafliöi sagöi aö um tvennt væri aö velja. Ráöast i fyrirhleðsluna eöa flýja til Ameriku. Þaö væri engin framtiö I Þykkvabænum, nema rjúfa einangr- unina, sem Djúpós skapaöi og losna viö jökulvatniö, sem væri á góöri leiö meö aö eyöa byggöinni. Voriö 1923 hlóöu Þykkbæ- ingar svo fyrir Djúpós og björguöu jafn- framt byggö sinni. Framkvæmd þessi má teljast til meiri háttar afreka, þvi á þeirri tiö var allt unniö meö handverkfærum og hestakerrum. Mér er enn i minni gleöi Hafliöa yfir unnum sigri og þeirri breyt- ingu er varö, er Djúpós og gróöur tók aö myndast i farvegi hans. Eftir þennan frækilega sigur, snéru Þykkbæingar sér aö uppbyggingunni og hverskonar ræktun, og er sú saga öllum kunn. Mögu- leikar til fjölbreyttrar framleiöslu eru óviöa meiri. Hafliöi I Búö var bjartsýnn hugsjóna- maöur, sem gladdist yfir framsókn þjóöarinnar til betra lifs, hvort sem þaö var I Þykkvabænum eöa annarsstaöar i landinu. Hann mundi tvenna timana. Hann var sjálfur þátttakandi I framsókn þjóöarinnar i langan mannsaldur, og þekkti lif og störf Islendinga á tveimur öldum. Hann kvaddi aöra veröld nú, en hannheilsaöiásiöasta tug nitjandu aldar. Aöeins hinn stórbrotni fjallahringur frá Eyjaf jallajökli I Búrfell, sem nýtur sin vel úr Þykkvabænum, er hinn sami. „Viö austur gnæfirsú hin mikla mynd,” sagöi Jónas i hinum ódauðlega Gunnarshólma. Sú mynd stendur óbreytt, þótt kynslóöir komi og fari. Skoöanir Hafliöa á mönnum og mál- efnum voru fast mótaöar. Hann rökstuddi mál sitt vel af dómgreind og sanngirni. Hann var viölesinn og stálminnugur og haföi góöa frásagnargáfu. Hann var góöur fulltrúi sinnar heimabyggöar og vann henni álit og tiltrú meö störfum sinum út á viö. Hann kynntist mörgum á langri ævi og reyndist öllum vinfastur og trygglyndur. tJtför hans var gerö frá Hábæjarkirkju þann 29. mars aö viöstöddu miklu fjöl- menni. Ekki aöeins úr Rangárvallasýslu heldur og úr Arnessýslu og Reykjavlk. Þar áttu margir góös aö minnast frá liönum dögum. Veöur var hiö fegursta, sem um getur i sunnlenskum sveitum. Heiöur himinn, sólskin og logn. Þaö veröur ennfremur alltaf bjart yfir minn- ingunni um Hafliöa I Búö. Þar sem góöir menn fara eru Guös vegir. Dan. Agústfnusson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.