Íslendingaþættir Tímans - 29.11.1980, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 29.11.1980, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 29. nóv. 1980 — 37. tbl. TÍMANS Hjónaxnirtning Björg Stefánsdóttir og Þormóður Sveinsson Björg Stefánsdóttir Fædd 24.6. 1901. Dáin 10.8. 1980. Þormóður Sveinsson Fæddur 22.9. 1889. Dáinn 28.8 1980. FramanritaBar dagsetningar bera meö sér aö hjónin Björg Stefánsdóttir og Þor- móöur Sveinsson Rauöumýri 12 Akureyri létust i s.l. ágústmánuöi meö 18 daga millibili. Minning þeirra er mér kær og veldur þvi aö ég tek mér penna i hönd i þeim tilgangi aö rifja upp stærstu atriöin I lifi þeirra. Björg var 1 heiminn borin á Þóröarstöö- um IFnjóskadalog voru foreldrar hennar hjónin Friörika Hannesdóttir og Stefán Jónatansson sem bjuggu þar allan sinn búskap. Um ættir þeirra veit ég ekki enda litt kunnugur á þessum slóöum og sleppi þvi allri leit aö forfeörum þeirra. Börn Friöriku og Stefáns voru sex og var Björg næst yngst af systkinunum. Fátæktin var fylginautur þessarar fjölskyldu á meöan börnin voru i bernsku enda held ég aö Þóröarstaöir hafi ekki malaö gull handa ábúendum sinum eöa þannig hefur jöröin komiö mér fyrir sjónir. Nálægt sjö ára aldri var Björg tekin til nppeldisi'Fjósatungu af Ingólfi Bjarnar- syni alþingismanni og Guöbjörgu Guö- mundsdóttir konu hans sem bjuggu þar viö mikla rausn og skörungsskap. Um ástæöur fyrir þvi aö þau tóku Björgu i fóstur er mér ekki fullkunnugt en hygg þó aömeöþvi hafi þau viljaö létta erfiöa lifs- baráttu þeirra Þóröarstaöahjóna sem v°ru nágrannar þeirra hinum megin Fnjóskár. 1 Fjósatungu var Björg til full- oröins ára og festi mikla ást á þvi' ágæta hóimili enda fór hún ekki dult meö þaö hvaö vera sin þar heföi oröiö sér ham- ‘ogjurik. f^gar Björg fór burt frá Fjósatungu rÓÖist hún I vistir einsog þá var tftt. Dvalarstaöir hennar voru aöallega á Akureyri en ég veit þó aö hún var tvo veturi vist i Reykjavik og sumariö á milli þeirra kaupakona I Hraungeröi i Flóa, eitthvaövarhún lika á prestssetrinu Holti i Onundarfiröi. Hún varö þvi enginn heimaalningur. En Björg leitaöi aftur til Akureyrar enda átti hún erindi þangaö, þar fann hún mannsefniö sitt. Björg var nokkuö heppin meö vistaval. A Akureyri vann hún t.d. I sýslumanns- húsinu og þar vann hún lika á Hótel Gull- foss hjá Rannveigu Bjarnardóttur hótel- stýru. Þær uröu svo nánar vinkonur aö Björg lét dóttur sina bera nafn hennar. Þormóöur Sveinsson bjó þá á hótelinu og mun kynning hans og Bjargarhafa oröiö þaren þau gengu I hjónaband áriö 1933, þá varö Björg húsmóöir og þvi starfi sinnti hún meö prýöi æ siöan. Börn þeirra Þor- móös uröu fjögur. Stúlku misstu þau á fyrsta aldursári en þau sem komust upp eru: Rannveig, fædd 1933, talsimakona á Akureyri. Ingólfur, fæddur 1945, starfsmaöur hjá Sambandsverksmiöjunum á Akureyri. Eirlkur, fæddur 1943, starfar viö Stofnun Arna Magnússonar i Reykjavik. Ekkihlaut Björg aöra fræöslu en barna- fræösluna en hún vann á ýmsum góöum heimilum og læröi þar margt sem kom

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.