Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 8
Jóna Bj arnadóttir Halvorson Fædd. 1. mai 1892. Dáin: 11. júni, 1980. Hún varfæddi Hallson, Norður-Dakota. Foreldrar hennar voru: Bjarni Jónasson frá Asi i Vatnsdal og seinni kona hans, Þórunn E. Magnúsdóttir úr Skagafirði, en fædd að Steiná i' Svartárdal. Hún stundaði verslunarnám i Grand Forks og vann þar siðan á skrifstofu og fékkst m.a. við landmælingar. Hún var fyrsta konan i Bandarikjunum, sem skipuð var eiðtökukona (notary public). Fluttist til Selkirk i Manitoba 1918 og var þar um tima bæjargjaldkeri. Hún fluttist svo til Regina, Saskatchewan 1929, með manni sinurri Henry T. Halvorson, sem hún hafði gifst 1924. Hann var af norskum ættum, en Kanadamaður eins og hún. Hann lauk prófi i bókfærslu frá Minnesotaháskóla og var framkvæmda- stjóri við timburverslun i Eastend, Saska- tchewan. Hann var um skeið fylkisþing- maður þar og gegndi ýmsum opinberum störfum. Jóna var trúrækin kona og starfsöm, kenndi i mörg ár i sunnudagaskóla kirkju sinnar. Kanadiska Bibliufélagið, Norski Rauði krossinn ( i seinni heimsstyijöld- inni) og fleiri mannúðarfélög nutu einnig krafta hennar. Þau eignuðust þrjár dætur: 1. Elsie May, kennari i Regina. 2. Alene Þórunn, starfsleiðbeinandi i Seattle U.S.A. 3. Rut Halldóra, hjúkrunarfræðingur og kennari i Toronto. Arið 1943 missti Jóna mann sinn. Þá var yngsta dóttirin á tiunda ári, en sú elsta 17 ára. En hún gafst ekki upp, kom öllum dætrum si'num til mennta með dugnaði, þrautseigju og mikilli vinnu. Foreldrar hennar kenndu henni Islensku á unga aldri, svo hún hafði gott vald á málinu alla ævi og hélt þvi við með lestri blaöa og bóka og bréfaskriftum. Hún kom fyrst til Islands sumarið 1955. — Bæði til aö sjá allt það fallega sem foreld- rarminirsögðumér frá og til að sjá Dóru systur mina, — eins og hún segir i fyrir- lestri er hún hélt á Húsavik. En þar var hún á fundi Sambands Norðlenskra kvenna með Halldóru Bjarnadóttur hálf- systur sinni, sem er landskunn. Jóna kom i annað sinn til Islands 1972 og þá með dóttur sinni Rut Halldóru. — Allt Norðurland var svo bjart og indælt, þá daga, sem viðvorum þar, —segir hún um 8 þá ferð sina, en þá ferðuðust þær mæðgur töluvert um landið. Þ^kynntist ég þessari ljúfu yfirlætis- lausu konu, sem bar með sér persónu- leika, er seint gleymist. Siðan skiptumst við á bréfum allt þar til á þessu ári, er dró að leiðarlokum. Jóna fluttist til Toronto 1968 með dóttur sinni Rut Halldóru, manni hennar, Victor Laban og börnum þeirra þremur. Þar starfaði hiin af krafti i íslensk- Kanadiska félaginu, kirkjunni og fleiri félögum alveg fram á siðustu ár og það munaði um hana þar sem hún lagði fram lið sitt. Hún dvaldi slðustu árin á heimili fyrir aldraða i Toronto. Þar hafði hún gaman af að spila og blanda geði við aðra og undi þvi hag sinum vel í fjölmenni. Hún var einlægur Islandsvinur, það lét hún oft I ljós í bréfum sinum. — Mikið hlakkaði ég til að koma heim tii Islands. Þó ég s% fædd og uppalin I Ameriku, þá hugsa ég ævinlega: Heim til Islands, — segir hún á einum stað. Það leiðir hugann að þvi sem Halldóra Bjarnadóttir sagði einu sinni i viðtali: — Og svo eru það Vestur-lslendingarnir. Þeir eru helmingi meiri Islendingar en við. Viöeigum að gefa þeim eina jörð, þar sem þeir geta lifað og leikið sér eins og þeir vilja. — Býsna góð hugmynd sem biður sins tima, ef við viljum efla sam- bandið við ættingja okkar i Vesturheimi- Þegar Jóna vinkona min hefur kvatt þennan heim verður mér hugsað til orða skáldssins: — Veistu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi. — Þvi þannig er það, að stutt kynning en góö, getur verið okkur sem ljósgeisli gegnum árin. Kynni sem auðga lif okkar og gefa þvi gildi, þannig voru min kynni við þessa vesturislensku konu. Þegar fólk eldist hugsar það meira til uppruna sins, þannig var með Jónu. Hún fylgdist vel með öllu hér á landi og vildi halda við tengslum við Island. Þess vegna var hún þess mjög hvetjandi, að dætur hennar þrjár færu til íslands, sumarið 1979, en þá var hún orðiri svo lasburða, að hún treysti sér ekki með þeim. Þær komu fyrst og fremst hingað, til að hitta slna háöldruðu móður- systur, Halldóru, en það var athyglisvert, er ég tók hér á móti þeim, að þær þrá&u aðkoma á þá staöihér i sýslu, þar sem a > þeirra og amma voru fædd eða höfðu á heima á. Hún var fædd á Steiná, en hann dvaldi lengst aö Asi I Vatnsdal, eins og áður er sagt, en þau kynntust fý_ru vestan. Voru þetta greinilega áhrif fr móður þeirra og ást hennar á Islana ■ Eftir stutt veikindi lést Jóna þann 11. júnl 1980 I Toronto. Þar var haldin minu ingarguðsþjónusta, en hún siðan flutt 1 Reginaog jarðsett þar 17. júni. Mér finn* það táknrænt fyrir það hugarfar, er hu bar til lands foreldra sinna, að hún ský jörðuð þann dag. Blessuö sé minning hennar. Kristinn Pálss<>n Blöndósi. «4, Vjf'U v* : i 1slendingaþ*tíir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.