Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						T
Jóhann Jóhannsson
F. 7.11.1904  » 30.12.1980
>.Hvenær  sem kallið kemur
kaupir sig enginn fri"
Miðvikudaginn 30. des. sl., nokkru eftir
hádegi lést Jóhann Jóhannsson fyrrver-
andi skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglu-
'jarðar.
(Um hádegisbil nefndan dag sat hann á
fujndi i Rotaryklúbbi Kópavogs, en félagi
péirrar hreyfingar hafði hann verið um
árjatugaskeið i Siglufirði og Kópavogi.
A leið til starfa á skrifstofu Fasteigna-
matsrikisins i Reykjavik, hné hann niður
°g var allur á samri stundu.
^amlaársdagssamtalið
Á annan dag jóla hringdi Jóhann Jó-
hanssson i mig. Sá var siður okkar að hafa
tal hvor af öðrum um þennan árstima.
Við spjölluðum um daginn og veginn og
ekki sist um árin okkar fyrir norðan. Er
Vlð kvöddumst varð það að samkomulagi
a6 næst hringdi ég i hann og þá að sjálf-
s°gðu á gamlársdag, en þann dag höfðum
vjð, með örfáum undantekningum, ræðst
við siðastliðin 45 ár.
Gamlársdagssamtalið 1980 féll niður.
**ss i staö settist sorg og soknuður að i
hugum okkar, sem átthöfðum Jóhann Jó-
nannsson að vini.
Enn einu sinni höfðum við verið á það
minnt að „Fótmál dauðans fljótt er stig-
10"
Utför Jóhanns skólastjóra fer fram i
Qag og langar mig til að minnast þessa
mœta manns og merka á þessum degi.
''Lifið  manns  hratt  fram
hleypur, hafandi enga bið"
Jóhann Jóhannsson var fæddur 7. nóv.
»04 á Halldórsstöðum i Saurbæjarhreppi
1 ^yjafjarðarsýslu.
Foreldrar hans voruþau hjónin, Jóhann
'gurðsson, Jóhannessonar, bónda á Gilsá
Eyjafirði og Stefania Sigtryggsdóttir
{'gurðssonar, bónda á  Olfó, sem  var
srnsti bær i Eyjafirði vestan ár.
s-.  u hjón hófu búskap a Arnarstöðum I
°mu  sveit,  en  sambúð  þeirra  varð
*omm, þvi að Johann bondi an{jast þ. 15.
í."1 1904 að ófæddu fyrsta barni þeirra
n3óna.
,yið andlát Jóhanns flyst ekkjan til for-
u dra sinna, er þá bjuggu á Halldórsstöð-
,.  °g þar fæddist Jóhann sonur þeirra
lnn 7. nóv. 1904, svo sem fyrr sagði.
^Árið 1906 giftist Stefania móðir hans,
m  Fl Tryggvasyni, hinum  ágætasta
mni og hófu þau búskap á Kolgrims-
fyrrv. skólastjóri
is,endingaþættir
stöðum i Eyjafirði en fluttu siðar að
Skáldstöðum i sömu sveit.
Jóhann Jóhannsson ólst upp hjá móður
sinni og stjúpa i glaðværum hópi sex hálf-
systkina.
Þegar minningar frá bernskuheimilinu
báru á góma hjá Jóhanni, var afar bjart
yfir þeim. Hlutur móðurinnar var i upp-
rifjaninniaðsjálfsogðu mestur, en engum
duldist þó að Jóhanni hafði ætið þótt vænt
um stjúpföður sinn sem reynst hafi hon-
um sem besti faðir á meðan hann lifði.
Systkinahópurinn var samstæð-ur og
skemmtilegur. Allt varð það manndóms-
fólk, ætt sinni og ættlandi til sóma.
A uppvaxtarárum Jóhanns var séra
Þorsteinn Briem sóknarprestur i Grund-
arþingum. Það var almannarómur i sókn-
um hans að hann hafði með kenningum
sinum og þá ekki siður breytni haft djúp-
tæk áhrif á sóknarbörnin og þá ekki sist á
fermingarbörn sin en þeirra á meðal árið
1919 var Jóhann.
Séra Þorsteinn varð f ljótt var við náms-
löngun, gáfur og viljafestu hjá Jóhanni
Jóhannssyni og hvatti hann til „lang-
skólanáms" eins og það var kallað.
Þrátt fyrir litil efni og takmarkaða fjár-
hagsaðstoð úr foreldrahúsum braust Jó-
hann til mennta og árið 1930 lauk hann
stiídentsprófi frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri. Skólanum var slitið á Möðruvöll-
um þetta sumar, skirteinin afhent og húf-
ur settar upp á túninu, en sem kunnugt er
var skólinn stofnaður á Möðruvöllum og
starfræktur þar um árabil þótt eigi hefði
hann rétt til að útskrifa stúdenta, en þau
réttindi fékk hann einmitt árið sem- Jó-
hann útskrifaðist.
Oft minntist Jóhanns þessa dags og þá
ætið með bros á vör. Stórum áfanga var
lokið að settu marki.
Að loknustúdentsprófi valdi Jóhann sér
guðfræði til framhaldsnáms. Hann hóf
nám i Háskóla Islands haustið 1930. Sam-
hliða háskólanáminu var hann i Kennara-
skóla Islands og að afloknu kennaraprófi
vann hann fyrir sér öll sin háskólaár með
kénnslu, þá var ekki námslánum til að
dreifa,. Kandidatsprófi i guðfræði lauk
hann með 1. einkunn 1935.
Ævistarfið hafið
Árið 1935 vantaði kennara að Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar. Nokkrir sóttu
um starfið og ég minnist þess að beðið var
i Siglufirði með nokkurri eftirvæntjngu
hver yrði fyrir valinu. Þvi hvort tveggja
var að i þá daga var sá kennari talin
sem hlaut starf við framhaldsskóla og i
annan stað vissu foreldrar vel hverju það
varðaði börn þeirra að fá góðan kennara
og leiðtoga að skóla þeim er börn þeirra
áttu að sækja.
Það varð þvi ánægjuefni á Siglufirði er
það spurðist að fyrir valinu hefði orðið
ungur og reglusamur guðfræðingur.
Og raun varð vonum betri. Kynni okkar
Jóhanns hófust þetta sama ár er hinn ungi
guðfræðingur hóf starf við Gagnfræða-
skóla Siglufjarðar. Með okkur tókst fljótt
vinátta sem haldist hefur æ siðan. Við átt-
um mörg sameiginleg áhugamál og á ég
þessum vini minum margt að þakka.
Margt kvöldið ræddum viðsaman um, svo
að segja allt á milli himins og jarðar og
stundum það sem við tæki bakvið fortjald
dauðans, sem vinur minn hefur nú fengið
að sannreyna.
Oft slógum við i slag og margar fórum
við skiðaferðirnar i HOlsdali. Hlé varð á
þessum samvistum okkar er Jóhann fór
til framhaldsnáms við Uppsalaháskóla en
til þess hafði hann fengið kandidatsstyrk
frá Háskóla fslands, lagði hann stund á
kirkjusögu. Var það veturinn 1938. Hinn
10. október 1944 var hann svo skipaður
skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglufjarðar
Framhald á bls. 4
•3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8