Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 6
Hjónin í Skógnjn i Öxarfirði Kristveig Björnsdóttir og Gunnar Árnason — 100 ára minning Kristveig- ar. — Hinn 5. april slöastliðinn minntust 115 afkomendur og tengdafólk þess með eink- ar ánægjulegu hófi á Hótel Sögu að þann dag hefði Kristveig Björnsdóttir hús- freyja I Skógum I öxarfiröi orðið eitt hundraö ára ef hún hefði lifaö. Afkomendur hjónanna í Skógum eru nú orðnir 135. Einn af sonum hennar, Sigurður flutti þar eftirfarandi ávarp: Avarp Sigurðar: Ávarp flutt á 100 ára afmæli mömmu, 5. april 1981 Agætu ættingjar og vinir! Fyrir hönd okkar systkinanna og nán- ustu ættmenna, býð ég ykkur öll innilega velkomin til þessarar ánægjulegu sam- verustundar. Það gleður okkur hjartan- lega hve mörg þið hafið séð ykkur fært að koma. Eins og ykkur er öllum ljóst er tilefni þessarar samverustundar það að I dag hefði hún móðir okkar blessuö, hún amma og langamma ykkar flestra, — hún Krist- veig Björnsdóttir i Skógum i öxarfiröi, oröið eitt hundrað ára gömul, ef hún hefði lifað. Viö vildum ekki láta þessi merku timamót liða svo hjá, að allir nánustu af- komendur hennar, þeir sem þvi gætu viö komið, ættu ekki kost á þvi að hittast og blanda geði um stund, — en þó fyrst og fremst til að minnast hennar, þessarar gáfuðu,fórnfúsu og göfugu konu, af ein- lægri virðingu og þökk. En okkar ágætu móður, ömmu og lang- ömmu, er ekki hægt að minnast, án þess aö föður okkar, afa og langafa, hans Gunnars Arnasonar I Skógum, sé ekki einnig minnst. Við systkinin og allir nán- ustu ættingjar og samstarfsmenn vissum gjörla að á víðfeöman verkahring þeirra og margs konar ertiðleika sefn oft hlutu að verða á veginum, eins og gengur, bar aldrei neinn skugga i samstarfi þeirra. Þau voru i raun og sannleika eitt eins og ætlast er til af hjónum i helgu riti, og hafa þvi gefið okkur, afkomendum sin- 6 Gunnar Arnason. um, sanna fyrirmynd i þvi efni eins og öllu ööru. Eins og mörg ykkar áreiðanlega muna, var föður okkar lika minnst fyrir rúmum tiu árum, eða 24. febrúar 1971, með líkum hætti og við minnumst móður okkar i dag, en þá var einmitt hundrað ára afmæli hans. Með þessari samverustund i dag, — þessu ættarmóti, — höfum viö þá sýnt minningu þeirra beggja þann sjálfsagða sóma sem vera bar. Það er ekki ætlun min i þessu stutta ávarpi aö rekja hér hin merku æviatriði foreldra minna. Hvort tveggja er, að til^ þess þyrfti langt mál, sem ekki á hér við núna, og svo ætti annar fremur aö gera þaö en ég. En ég vil aðeins leyfa mér aö nefna hér tvennt aö lokum: Hiöfyrra er, aðég vil að þiö vitiö, — þið, ungu afkomendurnir, sem hafið ckki enn um það heyrt, að til er góð og gagnorð æviminning um foreldra mina,,— ætt- móður ykkar og föður, — i timaritinu NÝJAR KVÖLDVÖKUR, 3. hefti 1962. Hún er eftir Benedikt oddvita Kristjáns- son á Þverá, sem var þeim samtiða alla ævi og þekkti þau þvi mjög vel. Ég veit lika með vissu að séra Sveinn Vikingur fór höndum um greinina áður en hún var prentuð og dregur það ekki úr gildi henn- ar. Hann bætti lfka við hana ættartölu sem er að sjálfsögðu mikils virði... Festið nú þetta i minni, látið ljósrita greinina, lesið hana og geymiö vel. Allir afkomendur þessara ágætu hjóna þurfa að eiga hana- Nýjar kvöldvökur finnið þiö á öllum stærri söfnum. Hið síðara er.að við systkinin viljunr gjarna að þið fjarlægari afkomendur, vit- ið aö við áttum ákaflega hamingjusama æsku og uppvaxtarár á heimili foreldra okkar og minnumst þess tima með ein- lægri gleði og þökk. Um þetta ber okkur öllum saman. Þar mun tvimælalaust hafa ráðið mestu sú frábæra einlægni og sam- staða sem var alltaf milli foreldra okkar, glöggskyggni þeirra, nærfærni og Þ611" léttu og ljúfu skapsmunir sem einkenndu þau bæði. Og hljómlist og söngur, — ein' kenni hins einlæga og lifsglaða andrúms- lofts, — skipar háan sess i æskuminning' um okkar allra... Já, við áttum sannar- lega hamingjusama æsku, þótt jarðnes auðævi væru aldrei mikil og minnums ætið foreldra okkar I djúpri viröingu og þökk. Þetta langar okkur til að þiö vitið jam islendingaþætt|r

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.