Íslendingaþættir Tímans - 19.08.1981, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 19.08.1981, Blaðsíða 13
7JT& Sigurður Geirfinnsson Landamótum Við fráfall Sigurðar Geirfinnssonar koma mér i hug brot lir vlsu eftir Sighvat skáld Þórðarson sem hann orti eftir fráfall Ólafs konungs helga. Honum þóttu hliðar Noregs vera orönar miklu kulda- legri en þegar konungur lifði, þá þóttu honum há og brött klif hlægja um allan Noreg. A sama hátt fannst mér að fell og fjallahliðar fæðingarsveitar minnar hljóti aö vera með minna gleðibragði, þegar Sigurður Geirfinnsson á Landamóti er allur. Allt frá þvi ég man fyrst eftir mér og fram til siðustu samfunda fylgdi honum heiðrikja og gleði. Þó að skin og skúrir hafi skipst á i' lifi hans gat hann alltaf miðlaö öðrum af lifsgleði sinni og bjart- sýni, komiö með sólskin og vakiö gleðiþyt eins og sunnanvindur á vordegi. Sigurður Helgi Gerfinnsson var kominn af merku bændafólki i Þingeyjarsýslu. Faðir hans Geirfinnur Trausti Friðfinns- son, vakti athygli manna hvar sem hann fór. Hann var hinn gjörvilegasti maður mikill að vallarsýn og hið mesta hreysti- menni, hjálpsamur og greiðvikínn og höföingi heim að sækja. Hann hafði mannmargtog skemmtilegtheimili, segir Theodór Friöriksson rithöfundur sem var um skeiö nágranni hans. Sigurður Geir- finnsson liktist mjög föður si'num. Hann erfði alla þessa eðliskosti hans, hann var höfuðkempa, gæddur mikilli atorku og dugnaði, greiðvikinn meö afbrigðum og hjálpfús.en litill eiginhagsmunamaður. A ýngri árum var hann iþrdtta - og glimu- maöur, og feröamaður með afbrigðum, svo að fáir gátu þar fylgt honum. Allt fram á elliár naut hann þess að taka þátt iöllu sem nokkur mannraun fylgdi. Hann var við góða heilsu fram til hins siðasta, gekk teinréttur og léttur i spori þar til yfir lauk. Móðir Sigurðar Geirfinnssonar hét Arnóra uierk kona. Undirrituö á henni þökk að gjalda — fyrir samleiö i félagsmálum, vináttuogtryggöallt frá uppvaxtarárum. Það er sagt að auður mannkyns eöa fjársjóður sé sú viska sem þaö lætur eftir sig komandi kynslóðum. Megi viska áræði Arnóru Oddsdóttur og samúð meö lltil- 'hagnanum verða arfur og lærdómur til sdknar — þeim sem erfa landið. Guð blessi minningu hennar. Þóra Einarsdóttir. islendingaþættir Kristjana Hallgrimsdóttir. I ætt hennar hefur borið mikið á listrænum hæfi- leikum, og er þar jöfnum höndum um tón- listargáfur og leiklistarhæfileika að ræöa. T.a.m.voru þeirSigurður Geirfinnsson og Steingrimur Hall tónskáld og organleikari i Winnipeg systkinasynir. Annar frændi hans var Jónas Tómasson organisti og tónskáld á Isafirði. Sigurður Geirfinnsson sótti margt til mdðurfólks sins. Hann var ágætur söng- maöur eins og margir frændur hans. A yngri árum fékkst hann við leikstarfsemi, eins og hún var i sveitum á fyrri hluta þessarar aldar og mér er enn i barns minni, hvað mér fannst hann skemmti- legur i skoplegum hlutverkum, en þar með er ekki sagt að hann hefði ekki getað gert öðrum manngerðum jafn góð skil, ef hann hefði átt þess kost að ganga I þjónustu leiklistarinnar. Hann var prýði- lega máli farinn og gat haldið snjallar og bráðskemmtilegar tækifærisræður og aldrei betri, en þegar hann kvaddi sér hijdðs óundirbúinn. Þessari iþrótt hélt hann við til hárrar elli. Hann hafði og litrikt tungutak og mikla hugmyndaauðgi ekki síst þegar gamanmál flugu af vörum. Mér er það minnisstætt að viö okkur siöustu sam- fundi mælti hann af munni fram kvæði sem hann hafði lært sem barn og ég minnist þess varla að hafa heyrt þau' betur flutt af öörum. Svo mikil var fram- sagnarlist hans allt til æviloka. En Siguröur Geirfinnsson átti einnig sinar innhverfu hliðar og ég kynntist þeim fyrst á seinustu árum hans og þekktumst við þó um hálfrar aldar skeið. 1 einveru ellinnar sat hann og skrifaði niöur ýmis- legt sem i hugann kom og stundum fékk ég að lesa bort og brot af þvi, en hann flikaði þessu ekki og gerði þetta frekar sér til hugarhægðar en til að láta það öðrum i té. En jafnhliða þessu skrifaði hann ýmis- legt Ur sögu sveitarinnar, svo sem um leikstarfsemi og söngfélag, æviþætti og annan fróðleik, sem að öðrum kosti hefði farið veg allrar veraldar. Hann var lista- skrifari og bráöskemmtilegur bréfritari. Æviferill Sigurðar Geirfinnssonar var i stuttu máli þessi. Hann fæddist á Hálsi i Fnjóskadal 12. september 1893 og var 5. og yngsta barn þeirra Kristjönu og Geir- finns. Móðir hans kom hart niður við fæðinguna og þvi varð að ráði að Sigurður var tekinn i fóstur af Sigriði Hallgrims- dóttur móðursystur sinni og Sigurði SigurðSsyni hreppstjtíra á Halldórs- stöðum i' Kinn, þegar hann var á 1. ári Halldórsstaðaheimilið var fyrir margra hluta sakir merkilegt. Þar sagðist Jónas Jónsson frá Hriflu hafa komið i leikhus I fyrsta skipti. Þar voru sálmar sungnir fjórraddað, þegar hUslestur var lesinn. A þessu heimili ólst Sigurður Geirfinnsson upp ogi sveitinni átti hann heima þegar frá er talin skólavist i bændaskólanum á Hóium IHjaltadal, en þar voru foreldrar hans siðarihluta ævinnar, þar sem Geir- finnur var bústjóri við bændaskólann. Enleið SigurðarGeirfinnssonar lá aftur heim I sveitina þar sem hann ól síðan aldur sinn allan, nema siðustu vikurnar, á sjUkrahúsinu á Húsavik þar sem hann andaðist. Hann kvæntist Klöru Guðlaugs- dóttur frá Fremstafelli árið 1915. HUn var merk kona og mikilhæf. Fyrstu árin bjuggu þau á Halldórsstööum, en fluttust siðan i Landamót og þar bjuggu þau allan búskap sinn uns Klara andaðist. Þau eignuöust einn son, Sigurð að nafni, og ólu upp eina fósturdóttur — Onnu Mariu systurdóttur Klöru og 2 pilta að verulegu leyti. Landamótsheimilið var eitt þessara gömlu og góðu islensku sveitaheimila, þar sem gestrisnin var i öndvegi og á ekkert heimili þótti mér skemmtilegra aö koma á bernskuárum minum og þar var hlutur húsfreyjunnar mestur. Það var þvi mikið áfall fyrirSigurð Geirfinnssoi þegar hann missti konu sina árið 1953. H ann bar harm sinn i hljóði, en hann var mikill einstæðingursiðari ár ævinnar, þvi að svo sterk voru bönd við þá mold sem hann hafði hlilð að og ræktað aö hann gat hvergi hugsað sér að vera annars staðar en á Landamótiog þar bjó hann lengi einn, þó að hann fyndi að ellin sótti fastar á og sjón og heyrn tóku að bila. Þessi einvera varð honum þungbærari af þvi aö hann var félagslyndur að eðlisfari og naut þess aö vera innan um fólk, þvi að hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór meðal manna. Siguröur Geirfinnsson var mikill 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.