Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 4
Alfreð HaUdórsson frá Kollafjaröarnesi F. 22/5 1902 I). 15/11 1981 Kveðja frá samtimamanni Nú falla óðum þeir fornu stofnar er fósturjörðinni sóru tryggð. Slst þeir gleymast er samvist rofnar og saknað verður i hverri byggð. Þeir veittu skjól þeim er veörin skóku. A veröi stóðu þá þörfin bauð. Af engum sæmdir né auð þeir tóku, en orktu I fósturmold gjöfult brauö. Framsókn kostaði fórnir stórar er feginsamlega boðið var. Hjóm og fánýtir hugarórar hlutu að jafnaði verðugt svar. Þi'n prúða framkoma flesta snorti og færni bóndans á heillabraut. Ast á frjómold þig aldrei skorti né endurbótum, sem margur naut. fljótlega keyptu þau jörðina Jórvik I Sandvíkurhreppi. Sú jörð var I mikilli niðurniöslu og lá mikið verk fyrir höndum ef þar átti að búa góðu búi. Hafist var handa affullum krafti en margt fer ööru- vlsi en ætlaö er. Þau höfðu nýlokið við að byggja upp jörðina, þegar Guðbjörn fór aö kenna sjúkddms og þoldi ekki erfiðis- vinnu. Þau urðu þvl aö selja jörðina og flytja á Selfoss. Siðar náði Guðbjörn full- um bata af þessum sjúkdómi á undra- verðan hátt, þegar hann var orðinn svo langt leiddur að hann gat ekki lengur stundaö almenna vinnu, en það er ekki ætlun mlnað segja þá sögu hér. Á Selfossi byggðu þau Margrét og Guöbjörn af stór- hug og myndarskap húsið að Austurvegi 36, sem nú er dagvistunarheimili bæjar- ins. Hvorugt lá á liði sinu, hann við bygg- inguna en hún viö saumaskap. Margrét byrjaði sem unglingur að fást við að sauma Islenska búninga. Það hefur hún gert slðan af þeirri snilld aö landsþekkt er, hvortheldur um er að ræða peysuföt, upphlut, skautbúning eða möttul. Til Reykjavlkur fluttu þau hjón síöan um 1960 og hafa búið þar siðaní Safamýri 93. A Selfossi fór Guðbjörn að vinna við mUrverk og eftir að hann flutti til Reykja- víkur vann hann viö þau störf hjá Mjólkursamsölunni þar til hann varö að hætta vegna aldursmarka. Það var Guð- 4 Göfgum mönnum er gott að kynnast sem gjarnan þér, starfsbróðir minn. Er leiðir skilja er margs að minnast. Nú móðir jörð faðmar drenginn sinn. Ingim undur á Svanshóli birni ekki að skapi né líkt hans venju að sitja með hendur i skauti og vegna vin- skapar fékk hann vinnu i Stálvik h/f I Garðabæ þar sem hann gatfengið að haga sinni vinnu eftir þörfum og getu. Margrét og Guðbjörn eignuðust tvö börn, Sigrúnu og Sigurjón. Sigrún er bú- setti Reykjavík. Maður hennar Valdimar Karl Þorsteinsson léstfyrir aldur fram nú i haust. Sigurjón er kvæntur Gunnlaugu Jónsdóttur, bUsettur i Njarðvik. Auk þeirra systkina ólu þau Margrét og Guöbjörn upp tvær fósturdætur, Rögnu Pálsdóttur gifta Gunnari Ingvarssyni, bú- sett i' Mosfellssveit og Guðrúnu Guð- mundsdóttur gifta Sigurði Jónssyni búsett i Asgerði Hrunamannahreppi. Barna- og barnabarnabörnin eru orðin mörg og hafa oft komið i' heimsókn I Safamýrina. Ég kynntist þeim hjónum fyrir rúmum 10 árum siðan, þegar ég kom til Reykja- vikur til náms og fékk leigt herbergi hjá þeim. Ekki græddu þau mflrið á leigjand- anum, þvi fljótlega gerðist hann heima- alningur og þáði bæði mat og drykk af húsráðenda hálfu eins og heimaalninga er siður. Og gott var að fá að horfa á sjón- varp eða fylgjast með Margréti við sauma og spjalla við Guðbjörn um liðna daga eða atburði li"ðandi stundar. Þau tóku mér strax sem einum Ur fjölskyld- unni og þóttnámi lyki og ég flytti úr her- berginu hef ég ásamt fjölskyldu minni alltaf verið velkominn til þeirra og þar hef ég hagaö mér eins og heima hjá mér. ófáar flatkökusneiöarnar, pönnukökurn- ar eða sUpudiskana hef ég þegið Ur eld- húsi þeirra hjóna og þess eins krafist af mér að ég stæði ekki svangur upp frá borðum. Þeir sem til þekkja, vita að hér er ekkert ofsagt. Heimilið þeirra eins og ég þekkti það var einstakt rausnar- heimili, þar voru allir velkomnir, þar ríkti á allan hátt sá hugsunarháttur aö sælla er að gefa en þiggja. Þótt Guðbjörn sé nú fallinn frá og ekki lengur til að spjalla viö gesti, heldur Margrét enn heimili og þar munu áfram rikja sömu gæðin og fyrir voru. Fyrir um ári siðan fór Guðbjörn að kenna þess sjUkdóms sem að lokum dró hann til dauða. Um siðustu jól þegar ég heimsótti þau sagðist hann ekki hafa komið þvi Iverk að skreyta jólatréð. ,,Ég held aö það boði að viö hjónin eigum ekki eftir að halda fleiri jól saman” sagði hann. Þar reyndist hann sannspár eins og svo oftfyrr. I byrjun mai lagðist hann inn á sjUkrahús og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Aður hafði hann verið heima og notið þar einstakrar umönnunar konu sinnar sem siðan heimsótti hann hvern dag á spitalann. Margrét sýndi I veikind- um manns sins sitt mikla þrek og per- sónuleika sem aðdáunarverður er. Guðbjörn var hægur I f asi og fjarri hon- um að skipta sér af högum annarra, en trygglyndur og vinafastur. Hann var skarpgreindur og langminnugur og taldi sig m.a. muna örugglega eftir atviki frá þvl að hann var tveggja ára. ösjaldan fræddi hann mig um tiðarfar og bú- skaparhætti fyrri ára eða hann sagði mér frá stjórnmálaumræðum og kosningabar- áttum liðinna daga. Hann fylgdist vel með allri þjóðmálaumræöu og hafði á þeim ákveðnar skoðanir. Guðbjörn las mikið og hafðiyndi af þjóðlegum fróðleik hvort heldur það væru sagnaþættir, ævi- sögur, kveöskapur eöa gátur. Hann var mikið náttúrubarn og ég held að hann hafi alltaf saknað sveitarlifsins. Áhugi hans á skepnum og allt sem að hirðingu þeirra laut var honum hugleikið. Fram á siðasta dag fylgdist hann með veðri og vildi fá fréttir af sauðburði og heyskap göngum og réttum. í veikindum slnum sýndi hann staka ró og æðraðist ekki. Andlegri heilsu hans hrakaði aldrei og hann gerði sér fulla grein fyrir þvi að hverju dró. Ég vil þakka honum samveruna og vináttuna. Hann gaf mér margt það sem ég annars hefði ekki fengið og ég er maður að meiri eftir okkar kynni. — Hvíl þú kæri vinur I guðs friði. Ég og mín fjölskylda vottum öllum ættingjum Guðbjörns okkar dýpstu samúö. Margrét min þinn er missirinn sárasturen eftir lifir minningin um góðan eiginmann. Megi góöur guð gefa þér styrk i sorginni. Nlels Arni Lund Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.