Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 7
WfWigff Axel Arnf iörð píanisti og organisti Mörg eru ævintyrin um umkomulítinn dreng, sem snauður að veraldar auði ýtti ÚE vör til erlendra stranda, til þess að þroska meðfædda hæfileika, sjálfum sér t'l staðfestingar og uppfyllingar. Þrátt fyrir þungan röður og oft örvæntingar- fuUa baráttu, þar sem i nauðum er jafnvel teflt á tæpasta vað, tekst sókn að settu marki. Lokastigi menntunar er náð, og ®ttjörðin skal njóta mikilhæfrar kunn- ^ttu. En ekki fer allt sem ætlað er. Menntunarsnautt föðurland daufheyrist við kalli góðs sonar og ævistarf er unnið erlendis þeim, er siður þarfnast þess. Einn þessara ævintýradrengja var Axel Arnfjörð, sem fannst látinn í einveru-íbúð s>nni i Holte, Kaupmannahöfn, 26. febr. Andlátsdagur kann þvi' að hafa verið 25. febr., þvi að það segir fátt af einum. Axel var fæddur i Bolungarvlk 1910. Snemma kom I ljós næm tónvisi hans, sem Jónas Tómasson á Isafirði og Anna, kona hans, beindu með kennslu sinni inn á réttarbrautir. Þannig varð Axel kornung- Ur færum að taka að sér organleik og kór- stjórn við kirkju Bolungarvíkur. Eftir stutta námsdvöl i Reykjavik heldur hann 1930 til Kaupmannahafnar og innritast við konservatóriuna þar. Kennari hans í Pianóleik er fyrsti pianisti Islands, Haraldur Sigurðsson. Jafnhliða stundar hann þar einnig orgelnám. Burtfararprófi fykur hann I báðum greinum áriö 1935. Þessi tiltölulega stutti námstími sýnir afburða gáfur Axels, ástundunarsemi hans og ábyrgðartilfinningu, undraverð- an árangur, þrátt fyrir harðla nauma for- skólakunnáttu. En gangaverður sem lag- 'Ö er. Fordæmi Haralds Sigurðssonar var honum slfelld hvatning, enda bar hann mikla virðingu fyrir lærimeistara sínum, þessum gagnfágaða og hámenntaða Nest- or islenskra pianóleikara. En fleiri greiddu götu hans. Ber þar fyrst að nefna þau öndvegishjón, stein- Unni og Þórð Jónsson I Nordre Frihavns- §ade 31, sem gerðu Axel að kjörsyni sín- Um, eftir að hann veglaus og févana hafði gert tilraun til þess að innsigla meö eigin hendi sitt æviskeið. Þannig veröur líknar- yerk þessara göfugu hjóna aldrei fullgold- ‘þ- A heimili þeirra eignaðist Axel raun- verulega i fyrsta sinn öruggt athvarf, enda gengu þau honum I foreldra stað. Hér einbeitti hann sér að kröfuhörðu námi, braut bein til mergjar, kættist í mannmörgum vina hópi, naut frásagnar- íslendingaþættir gleði kærkominna gesta frá ættjörðinni og lét fjúka eigin spaugsyrði. Að afloknu námi gerðist Axel félagi I ,,Det unge Tonekunstnerselskab.” Þar var hann mikilsvirtur pianisti og kom oft fram á konsertum. Viðbrugðið var að- lögunarhæfni hans í kammermúsík-sam- leik,enda var hann eftirsóttur meöleikari I mörgum hljómleikahúsum, ýmist með söngvurum eða einleikurum, sömuleiðis sem trió-pianisti. Tækni hans var óbrigðul, ásláttur mjúkur og syngjandi og innlifun slvökul. Allir vildu með Axel vinna, bæöi fullvaxið listafólk og hálf- vaxnir nemendur, sem fjölmargir sóttust eftir kennslu hans. Þannig Uða nokkur ár konserta og kennslustunda, þar sem frábær kunnátta færað njóta sin. Samt hvarflar hugur tiö- um heim. Átthagar heilla. Árið 1939 opn- ast möguleiki til heimferðar. í Reykjavfk losnar organista-staða. Axel kemur á framfæri sinni umsókn. En stafið hlýtur hann ekki, enda þótt hann sé útlærður organisti og fyrsti íslendingur með tvenn konservatóríu-próf. Vonbrigði hans urðu skiljanlegameiri enorð fá lýst og ollu því, að hann gerði sér ekki framar tiðförult til ættlandsins. Vissulega hefði það oröið landi og lýð mikill ávinningur að endurheimta Axel Arnfjörð heim á feöra storð, ekki síst þar sem tónmenntaleg vanþróun margra alda hafði markaðsin spori öllu þjóðlifi. En Is- land þekkti ekki sinn vitjunartima. Ævi- löng útlegð urðu hans örlög, sjálfum hon- um til sárinda og þjóð hans til vansa. Einka-hagsmunir voru teknir fram yfir þjóðarnauðsyn. Slik menningarpólitlsk afstaða er litt til heilla fallin og ber vott um enn minna eðlilegt þjóðarstolt. Af því hlýst margvíslegt tjón, sem reynt er að bæta upp með hverskyns útlendingadekri (gott dæmi þess er á siðustu timum áhöfn og rekstur Sinfóniuhljómsveitarinnar), en auðginnt er barn i bernsku sinni. Axel Arnfjörð var gæddur hreinni lista- mannssál. Að upplagi var hann glaðsinna, léttur I lund við vina fund, kiminn I svari og skjótorður. Músik var honum heilagt afl, mannþroskandi og siðbætandi. Hún var honum miskunn og náð i andstreymi lifs, kraftsins uppspretta gegn mannleg- um veikleika, uppljómun tilverunnar I efasemdanna striði. Þessi sannfæring hans gerði hann að hrifandi kennara. Og enda þótt einsemd og biturleiki sæktu aö honum hin siðari ár, þá yfirunnust slikar umleitanir jafnskjótt og hann sló fyrstu korðu á hljóöfæri sitteöa ræddi um músík og ofurmennskan mátt hennar. Hún upp- tendraði hug hans svo sem dögg grænkar gra s. Að slðustu þakka ég góöum vin ótölu- legar ánægjustundir. Eins og hann forðaðistallar feilnótur, þá var og hvergi til falskur tónn I hans drengskapar-sál. Allir samfundir með honum voru lofgjörð til þess lífs, sem vegsamar þá háu hug- sjón að stefna að æðra marki, sjálfum sér og samvistarmönnum sinum til fyllsta þroska. Þessi gæfa var gefin Axel Arn- fjörð. Dr. Hallgrimur Helgason. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.