Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1982, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1982, Blaðsíða 8
Hjálmar Þorsteinsson skáld frá Hofi Fæddur 5. sept. 1886 Dáinn 20. mai 1982 Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi á Kjalar- nesi lést i Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði á uppstigningardag, 20. maí, eftir nokkurra ára dvöl þar. Hjálmar var fæddur að Reykjum í Hrúta- firði 5. september 1886. Voru foreldrar hans Guðrún Jónsdóttir frá Svarðbæli í Miðfirði og Þorsteinn Ólafsson frá Haga, er þá bjuggu á Reykjum í Hrútafirði, en fluttust síðar suður í Garð. Hjálmar ólst upp að Reykjum hjá fósturforeldrum sínum. Hann var lausa- maður næstu árin, mikið á Blönduósi, en hóf búskap á Mánaskál - margir segja og skrifa Manaskál - árið 1912. Mánaskál er á Laxárdal í Austur Húnavatnssýslu, gæðajörð í dalnum utanverðum, þar sem hann er raunar ekki neinn afdalur lengur. Á Mána- skál bjó Hjálmar í allmörg ár með konu sinni, Önnu Guðmundsdóttur frá Holti á Ásum. Fæddust þeim allmörg börn. En þar sem búskapur var erfiður á Dalnum, vegleysa og annað sambandsleysi, hugði Hjálmar á burtflutning til hlýrri byggða og búsældar- legri. Það hefur verið erfiður búferlaflutningur- inn hjá Hjálmari og konu hans, alla leið norðan úr Laxárdal suður á Kjalarnes. Þar keypti Hjálmar jörðina Hof, og þar er aðalstarfssaga hans og þeirra hjóna beggja. Við þann bæ kenndi Hjálmar sig alla tíð síðan. Siðustu búskaparárin bjó hann á jörð rétt við Hof, er heitir Jörvi. Til Reykjavikur lá síðan leiðin. Þar bjó Hjálmar ekkjumaður hjá syni sinum, Herði, og konu hans, að Dunhaga 18. Kom ég þá oft til gamla mannsins og ræddi við hann. Tæplega hálf niræður var hann hinn hressasti og orti enn. Kvikur í hreyfingum, léttur i spori, lítill vexti fremur. Það var þá sem mér tókst að fá Hjálmar til að ræða við mig í útvarpinu um kveðskap sinn, svo og skipti hans og föður mins fyrr á tíð. Þótt liðin væru þá mörg ár frá einvíginu fræga, sem þeir háðu í Varðarhús- inu í Reykjavík 3. mars 1935, mundi Hjálmar allt eins og gerst hefði fyrir skömmu. Fyrri þáttinn nefndi ég Geislabrot á milli élja. Fyrsta ljóðabók Hjálmars nefnist Geislabrot og kom út 1928. Hjálmar segir á einum stað um ljóð sín: „Ljóðin eru Ijósabrot úr lífi minu,/ gleðibros sem glepur elja, / geislabrot á milli élja.“ Síðari þáttinn nefndi ég Skylmingar við skáldið Svein. Þanni var, að þeir leiddu saman hesta sína í Varðarhúsinu og gerðu upp sakir sinar með mergjuðum stefjum. Þarna mættust bráðhagmæltir menn, og munu þeir hafa fengið fullt hús. 8 Eftir harða hrið í ljóðum sættust þeir heilum sáttum, skiptu ágóðanum á milli sín og áttust ekki við framar. Hygg ég að þetta einvígi muni einstakt hér á landi. Og annars staðar en hér held ég að slikt gæti ekki gerst. Hjálmar varð þjóðkunnur maður fyrir ljóð sín, og flugu vísur hans vítt um land. Hann var yfirleitt kersknislaus i kveðskap sínum og léttur. Ég vil segja, að sumar vísna Hjálmars séu hreinar perlur, eins og þessi: Guðdóms skartar geisli hreinn gegnum svartar nætur. Hann svo bjartur yljar einn inn í hjartarætur. Eða þessi haustvísa: Skúrir stækka, skinið dvin, skuggar hækka í bænum. Sumar lækkar ljósin sin: laufum fækkar grænum. Þegar Hjálmar missti konu sína, var það honum mikið áfall. Um það kemst hann þannig að orði í ljóði: Dó þar ljós, því dimmir fljótt, drýpur sorgarskýið. Hér er komin helköld nótt, - hrunið trausta vígið. Ég hef margt að þakka þér, þiddir hélu um bæinn, bjartast ljós er lýsti mér langan ævidaginn. Er nú komið ævikvöld og í skjóiin fokið. Hef þó meira en hálfa öld hamingjunnar notið. Ég vona, að mér fyrirgefist það að láta héf fljóta með nokkrar stökur eftir Hjálmar- Ljóð hans eru að vísu mjög misgóð, en ef vel er leitað, má finna þar perlur innan um- Er það meira en sagt verður um marga þá> sem meir hefur verið hampað. Að vísu fékk Hjálmar nokkrum sinnum listamannastyrk> einhvern piring, sem var honum vitanlega til lítils styrks i llfsbaráttunni. Hjálmar var lengst af fátækur bamamaður og bjó aldrei neinum stórbúskap. Ég held að hann haft aldrei langað til að efnast á veraldlegan máta- Oft eru skáldin auðnusljó, var eitt sinn kveðið. Og vist er um það, að ekki þarf veraldargengi og listfengi að fara saman- Hjálmar var gleðimaður mikill um sina daga> hann leitaði gleðinnar með ýmsu móti, eins og gengur en varð aldrei samferðamönnuni sínum til leiðinda. Þvert á móti. Önnur ljóðabók Hjálmars á Hofi kom út 1950 og hlaut nafnið Kvöldskin. Þar birtast erfiljóð um föður minn, Svein frá Elivogum> manninn sem deilt hafði hvað mest á Hjálmar og þeir raunar hvor á annan- Hjálmar var þar raunar stórum mildari ' orðum. Mér finnst fara vel á því að taka nokkrar visur Hjálmars um föður minn hér fram, því að þá er allur kali horfinn og aðeins litið á skáldið sem mann er gengið hafð' örðuga ævibraut. Hjálmar kveður: Fyrst þú hleyptir Heljarslóð hauður dáins valla, maklegt er ég litið ljóð láti til þin falla, Ekki skal ég erfa það óðar fyrr á - þingi þó að reiddir bæsingsblað bróður hagyrðingi. Löngum bar þitt lífsins tafl lága stöðu á borði, þó að ekki þryti afl þínu haga orði. Þekkir ekki að hopa heim hörðum undan vindum: þú varst alltaf ein af þeim útilegukindum. Áttir hvassa yfirsýn, aftur misjöfn launin. Hnitmiðuð höggin þín hittu beint á kaunin. Framhald á bls 5> islendingaþaettif

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.