Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Blaðsíða 5
Guðlaug Guðjónsdóttir Núpakoti Þann 1. júní s.l. andaðist Guðlaug Guðjóns- dóttir að heimili sinu Ytri-Skógum í Austur-Eyja- fjallahreppi, eftir erfiða sjúkdómslegu. Guðlaug var fædd þann 25. mars 1909 að Hlíð í sömu sveit. Ung gjftist Guðlaug frænda minum Sigurjóni Þorvaldssyni frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum °g hófu þau búskap á næsta bæ, Núpakoti. Þau eignuðust sex böm, fimm þeirra eru á lífi og búa fjögur í heimasveit þeirra. Böm þeirra em: Þorvaldur bóndi í Núpakoti, kvaentur Möggu Öldu Ámadóttur og eiga þau tvö böm, Vilborg húsfreyja að Hvassafelli, gift Páli Magnússyni og eiga þau sjö börn, Guðjón húsasmiður i Kópavogi, kvæntur Ástu Stefáns- dóttur, böm þeirra em sex. Björn tvíburabróðir öuðjóns lést þann 9. júli 1976, Karl bóndi á Efstu-Grund, kvæntur Önnu Maríu Tómasdóttur, höm þeirra era þrjú og yngstur er Sigurður bóndi að Ytri-Skógum, kvæntur Kristínu Þorsteinsdótt- Ur og eiga þau fjögur börn. Barnabarnabörnin eru nokkur og er því afkomendahópur þeirra ^igurjóns og Guðlaugar orðinn stór. Þrátt fyrir mikinn aldursmun var hjónaband Þeirra Sigurjóns og Guðlaugar alla tíð ástríkt og unnu þau samhent að hag fjölskyldunnar. Það var Uuðlaugu því mikill harmur er Sigurjón lést árið 1959. Eftir lát hans tók Þorvaldur sonur þeirra v,ð búinu ásamt móður sinni. Þó að bamahópurinn væri stór voru alltaf tekin úl sumardvalar nokkur borgarbörn. Ég efa að n°kkur hafi tölu á þeim fjölda bama sem dvöldu að Núpakoti á meðan Guðlaug bjó þar. Slíkt var aðdráttarafl heimilisins að flest þessara barna dvöldu þar sumar eftir sumar og hafa mörg þeirra haldið sambandi við Guðlaugu æ síðan. Ég er ein úr hópi sumarbamanna hennar. Dvaldi ég þar alls i sjö sumur, en tuttugu áram áður hafði móðir mín verið þar álíka lengi. Auk þess var ég þar oft um lengri eða skemmri tíma. Mér var alltaf tekið opnum örmum og leið mér þar sem heima hjá mér. Á þessu góða heimili, í skjóli einnar fegurstu sveitar landsins, nutum við bömin aðhlynningar og lærdóms, sem varð okkur gott veganesti í lífinu. Þetta var ekki síst að þakka húsmóðurinni, sem var ávallt vakin og sofin yfir velferð heimilisins. Guðlaugu var einkar lagið að laða að sér fólk, enda var heimili hennar það gestkvæmasta sem ég hef nokkra sinni kynnst. Hin rómaða islenska gestrisni var í öndvegi. Svo gestkvæmt var þar oft að sofið var í öllum rúmum, á háalofti, í hlöðu og í tjöldum. Guðlaug hafði unun af því að taka á móti gestum og láta þeim líða vel. Aldrei heyrði ég hana kvarta, þó að stundum líktist heimilið fremur hóteli en sveitabýli. Mannmörgu sveitaheimili fylgdi auðvitað erill og geysimikil matargerð. Erill var stundum svo mikill, að okkur litlu „ráðskonunum“ fannst nóg um. En auðvitað lentu verkin fyrst og fremst á húsmóðurinni, sem ekki taldi þau eftir sér. Þegar heimilisfólkið kom á fætur var Guðlaug oftast löngu komin ofan. Á móti okkur tók húsfreyjan með hlýju og góðu viðmóti og nýbökuðum brauðum og kökum. Hún var sístarfandi og unni sér sjaldan hvíldar, enda verkefnin mörg á fjölmennu heimili. Þegar henni fannst við börnin hafa hjálpað sér vel mat hún það mikils og veitti okkur sérstaka umbun fyrir. Guðlaug kedndi mér ýmislegt sem ég fæ seint fullþakkað. Það er lærdómsríkt að starfa undir handleiðslu svo mikillar myndar húsmóður, sem Guðlaug var. Þau hjónin i Núpakoti ólu því ekki aðeins upp sin eigin böm, heldur áttu stóran þátt i uppeidi margra annarra bama. Allur lífsmáti Guðlaugar einkenndist af því að vera fremur veitandi en þiggjandi, sem lýsti sér vel í samskiptum hennar við aðra. Fáa hef ég þekkt eins gjafmilda, þvi stöðugt var hún að víkja einhverju að fólki, skyldu jafnt sem óskyldu. Mannkærleikur hennar var slíkur, að hún hlaut að hafa bætandi áhrif á samferðafólk sitt. Eftir að Guðlaug hætti búskap í Núpakoti vann hún í Skógaskóla. Þrátt fyrir veikindi hennar síðustu árin, hlífði hún sér ekki og vann meðan kraftar leyfðu. f starfi sinu i Skógum tel ég að fyrra starf hennar sem húsmóðir i Núpakoti og ekki síður hinir góðu eiginleikar hennar hafi notið sín vel. með Guðlaugu er því gengin mikil dugnaðar- og sómakona sem mörgum er eftirsjá í. Að lokum votta ég og fjölskylda mín börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð og hluttekn- ingu og biðjum við Guð að blessa minningu Guðlaugar Guðjónsdóttur. Ásta B. Jónsdóttir. Stefán og Þórunn Flögu, Skriðdal 7. apríl 1982 Við sem eram hérna gestir, hyllum bóndann sjötugan, og andblær dalsins, blíður, þýður, vermi og blessi vininn sinn. Vorsins sól i sál og sinni, veri með þér um ævikvöld. Hollar vættir dalsins góða ®tið haldi þér í hönd. Furðu ung er dóttir dalsins, árum þó fjölgi á lífsins leið. Liós og birta, náð og friður, Urottins vaki fyrir þér. ,s|endingaþættir Komnir era kátir gestir, sem vilja hefja gleðimál. Fögnum vori og lækjarniði, fögnum gróðri og lífsins önn. Bráðum syngur lóan ljúfa, fagra dýrðaróðinn sinn, og þá hann spói kátur kveður, gamla góða lagið sitt. Brátt nú foldin hýrna tekur, þá bláma slær á himinhvel, og er vorið góða í daiinn kemur, verði þið hjónin með gleðibrag. Lifið heil. Alfreð Eymundsson Grófargerði. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.