Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 5
Brandur Jónsson frá Kollafjarðarnesi Fseddur 21. Dóvember 1911. Dáinn 12. september 1982. Þótt llði dagar og líði ncetur nú lengi rekja gömul spor.. D.S. Hann Brandur dó í ftótt. Sú fregn barst mér á silnnudagsmorgun þann 12. september. Hún kom að vísu ekki á óvart og þó. Erum við ekki alltaf jafn óviðbúin andlátsfregn góðs vinar? Þá er að leita á vit þess fjársjóðs, sem aldrei bregst, fjársjóðs góðra minninga. Það var fyrir nær 30 árum að ég sem nýorðin húsmóðir á nifnu framtíðarheimili átti í fyrsta sinn von á hóp af gestum, tengdafólkinu mínu úlvonandi. í>ar á meðal var Brandur, sem ég tæpast þekkti í sjórt. Hafi ég einhverju kviðið, kannske að gerðar yrðu til mín kröfúr sem húsmóður, sem ég ekki gæti uppfyllt - þær hefðu ekki þurft að vera miklar til þess -, þá hvarf sá kvíði fljótt þegar Brandur fyrstur allra snaraðist át úr bílnum, kyssti mig brosandi og sagði: -.Blessuö og sæl mágkona góð, þá er Brandur kominn og langar í kaffi“. Síðan hefur hann oft verið gestur á heimili okkar hjóna, mín og bróður síns og alltaf kærkonlinn gestur. Hann kom æfinlega í hlaðið tneð gleðibrag hvort sem hann kom á bíl sínum eða hestum. Hann lýsti því gjarrián yfir að gott væri nú að Vera kominn norður og norður þýddi heim, heim 3 æskustöðvamar, heim til kunningjanna þar, heim til alls þess, sem mér fannst hann aldrei alfluttur frá. Hann dvaldi svo nokkra daga hér á heimslóð- "nt, ekki marga því alltaf kallaði annríkið á hann. Starf hans sem skólastjóri Heymleysingjaskólans, Var honum hjartfólgið Og átti hug hans og krafta alla. Þetta urðu þó oft drjúgir dagar. Það átti vel v'ð hann að taka daginn snemma, oft mjög snemma. Hann sagðist ekki vera kominn norður hl að sofa. Það var gaman að tala við Brand í fólegheitum áður en ýs og þys dagsins hófst. hhtrgt bar á góma í morgunkaffitírnanurn, sem °ft varð langur. Hann sagði mjög skemmtilega frá hvort sem talið barst að námsárunum hér heima eða erlendis, hestunum hans, sem hann hafði svo ntikla ánægju af og ekki síst var rætt um „bömin hans“ og þá var ekki bara átt við dæturnar og óótturbörnin , sem hann unni heitt. Allir nemendur hans í rúm 40 ár voru „börnin hans“. hó að þau yfirgæfu skólann, slitnaði ekki sambandið við þau. Þéirra lán var hans gleði, Pe'rra sigrar hans. Það sem miður fór hans %ggjumál. Brandur kvaddi æfinlega á sama hátt, gekk frá ■arangri sínum kom síðan inn í eldhús aftur og vúdi þá gjarnan hafa allt heimilisfólkið þar Samankomið. Svo var drukkinn kaffisopi, sem í ,slendingaþættif hans munni hét hestaskál. Síðan var kvaðst, Brandur var farinn. Lítil stúlka og/eða lítill drengur, sem þetta sinn frá Leirhöfn F. 28. des. 1894 D. sept. 1982 Heiðursmaðurinn, Helgi Kristjánsson bóndi og athafnamaður frá Leirhöfn á Melrakkasléttu, er farinn á fund hins Æðsta í árdegi lífsins, 88 ára gamall. Mér er ljúft að minnast hans, en það er ekki á færi óharðnaðs og vart fullmótaðs manns, sem nýslitið hefur bernskubrekinu að lýsa lífsferli Helga. Efst er mér þó í huga yfirvegunin og skaplyndið sem hann tamdi sér. Ég var vart 12 ára þegar leið mín lá upp á loft í Leirhöfn II að fylgjast með honum binda inn og gylla bækur. Þótt hann væri önnum kafinn við að hita járn og setja stafi í töngina, gaf hann sér tíma til að svara spurningum mínum. Fann ég á svörunum að ekki þótti honum mikið til koma spurninganna. Þannig er mál með vexti að árið 1945 nauðlenti þýzk herflugvél í Leirhöfninni. Flakið var dregið á land, hvar það grotnaði niðpr. Ál- og járnaruslið, leifar þessarar flugvélar vöktu að vonum spurningar og svörin við þeim vissi Helgi. Þegar hann var búinn að fá nóg og hafði gefist upp á að sannfæra mig um að hann hefði ekki skotið flugvélina niður með refabyssunni, sendi hann mig á bókasafn og gaf mér leyfi til þess að fletta nokkrum óinnbundnum tímaritum er lágu snyrtilega raðað á gólfinu. Á bókasafninu varð hugtakið tími fjarrænt orð og átti maður til að hafði fengið að fara með Brandi frænda út að Kollafjarðamesi, út á Eyju, fram í Torfvík og hvað þeir heita allir þeir kæru staðir, sem hann heimsótti gjaman. Barnið spurði með eftirsjá í röddinni, Hvenær kemur Brandur aftur? Börnun- um reynum við að gefa svör, sem þau gera sig ánægð með. En hvar fáum við stóru börnin svör? Kristur sagði: Ég lifi og þér munuð lifa. Því er gott að trúa. Lífið heldur áfram satt er það. Líka er sagt að maður komi manns í stað. Ég er ekki eins viss um það, ég held að sæti Brandar í kunningjahóp okkar bróður hans, verði lengi ófyllt. Ég hef ekki rakið ætt né æviferil Brandar, það veit ég að verður gert af öðrum. Þetta eru aðeins minningabrot, sem leita á hugann. Ég er óendanlega þakklát fyrir þær minningar. Ég og fjölskylda mín sendum Rósu og dætmnum og öllum, sem nú syrgja, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Brandar Jónssonar. Jóna Þórðardóttir. gleyma sér í ævintýraheimi þéttraðaðra hillna fagurlega innbundinna bóka. Rankaði ég við mér þegar Helgi spurði hvort það væri nokkuð mál fyrir mig að stafla blöðunum upp í rétta mánaðar- og vikuröð aftur? Ég hafði af mikilli elju ruglað hálfs árs stafla tímarita, en skorti þekkingu til að verða við ósk hans og vinna verkið upp aftur. Þolinmæði Helga var þrotin og ég undir það búinn að taka á móti því er ég hafði til unnið. f stað ónota og skamma lagði hann hönd sína yfir öxl mér og leiddi mig um bókasafnið. Á sinn einstaka hátt útskýrði hann hversu mikils virði það er að hafa allt eftir röð og reglu, auk þess hversu nauðsynlegt það er fyrir óviðkomandi að ganga um annarra eignir eins og að þeim er komið. Sá er breytti eftir þeim einföldu leikreglum Helga í samskiptum við aðra menn yrði hvers manns hugljúfi. 8. september 1923 gekk Helgi í band friðar og fengsælis er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Andreu P. Jónsdóttur frá Ásmundarstöðum á Sléttu. Virðing hans og ást til eiginkonu sinnar og lífsförunautar virtist takmarkalaus. Fannst honum enginn dagur upp runninn fyrr en hann hafði kysst konu sína blessunarríkan daginn og þakkað hinum Æðsta fyrir hverja þá stund sem hann fengi notið félagsskapar hennar. Ég þakka þér afi minn fyrir stundirnar sem við áttum saman. Minninguna um þig geymi ég á stað, þar sem gleymskunnar dá kemst ekki að. Þórður. Helgí Kristjánsson 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.