Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Vafalítið má telja, aö kynnin við föður minn, á
næsta bæ við Vesturá, hafi orðið Rósberg hvati til
ritstarfa og skáldskapur. Mun hann hafa iátið orð
falla í viðtali, sem hníga að því. Vísnasmiður var
Rósberg frábær. Mér er til efs, að margir hafi þar
staðið honum jafnfætis frá stríðslokum. Rímleikn-
in, hnyttnin, líkingaauðgin og hlífðarleysið við
siálfan sig og aðra setur mark sitt á stökur hans.
Eg vil benda þeim sem vísum unna á ljósasöfn
Rósbergs. Síðasta bók hans kom út á sextugsaf-
mæli höfundarins. Þar vil ég benda á kvæðið
Grástein. Rismikið verk leyfi ég mér að segja. En
þrátt fyrir mörg ágæt kvæði, er ég þeirrar
skoðunar, að stökurnar muni lengst halda nafni
Rósbergs á lofti. Stökurnar Dalurinn úr bréfi til
æskuvinar, eru mér sendar upphaflega. Leyfi ég
mér að birta hér nokkrar af þessum stökum, en
rúmsins vegna sleppi ég flestum þeirra. Stökur
þessar birtust upphaflega á prenti í tímaritinu
Eimreiðinni (1. hefti 59. árg., 1953).
Lít til baka litla stund,
láttu hugann sveima,
Manstu hlíðar, manstu grund,
manstu dalinn heima?
Yfir fjöllin flýgur þrá,
flytur yl í hjarta,
Fellur skuggi aldrei á
œskuminning bjarta.
Pegar hleypti í hlaðið vor
hlýnaði innan veggja.
Út í Ijósið lágu spor
labbakúta tveggja.
Lífi ungu Ijúfan óð
lindir sungu fjallsins.
Æskuþrungin lóg og Ijóð
léku á tungu dalsins.
Okkar tókii enda senn
œskudagar heiðir.
Börnin vaxa og verða menn,
velja nýjar leiðir.
Æskan líður okkurfrá,
elfur tímans streyma.
Bak við fjöllin blikar á
bœjarþilin heima.
Já, Rósberg batt ævitryggð við Dalinn. Þangað
fór hann oft á sumrin. Síðast heimsótti hann
æskustöðvarnar á liðnu sumri. Þá var þreki hans
allmikið tekið að hraka. Hann hugsaði ekki um að
lifa sem lengst, heldur sér og öðrum til sem
mestrar ánægju meðan lífið entist.
Um skeið naut Rósberg nokkurra rithöfunda-
launa af almannafé. Síðar var honum engin
athygli veitt af þeim, sem því fé úthluta. Var það
ómaklegt, því að Rósberg bar hátt merki þjóðlegr-
ar arfleifðar í ljóðagerð. En það er nú einu sinni
ekki í tísku að kveða með stuðlum og rími nú á
síðustu áratugum. Mér er nær að halda, að þessi
þögn um nafn Rósbergs á æðri stöðum síðasta
áratuginn sem hann lifði og vel það, hafi dregið
hann niður á skáldskaparsviðinu. Svo mikið er
víst, að tiltölulega lítið kom frá hans hendi eftir
að hætt var að veita honum opinbera viðurkenn-
ingu fyrir verk sín. Sumir segja, að lítið muni um
þetta fé fyrir fátækan mann, sem er að sækja fram
á ríthöfundarbraut. Og mikið rétt: Þetta segir
skammt til að lifa af því, en andleg uppörvun er
það þó að vita að samfélagið meti einhvers hið
andlega framlag. En það er að sjálfsögðu ekki
uthlutunarnefnd listamannalauna sem kveður
upp úr um það að Rósberg hafi verið skáld og
rithöfundur eður ei, heldur þjóðin sjálf. Og spá
mín er sú, að hann muni lifa í verkum sínum löngu
eftir að þeir eru gleymdir, sem mest eru nú í tísku
og hafa hæst.
Því miður hittumst við Rósberg sjaldan eftir að
við yfirgáfum Dalinn. Ég hélt suður, hann norður.
En við skrifuðumst á. Jafnan voru bréf hans létt
og skemmtileg. Hann sendi mér jafnan bækur
sínar áritaðar. Vísnakver hans frá 1954, 25 hring-
hendur, var gefið út í 50 eintökum. Líklega með
allra minnstu bókiim að formi, sem gefin hefur
verið út hérlendis. Ég gríp niður í bók þessa á
þremur stöðum.
Vetrarkvíði:
Hægt ég feia hálan veg,
heldur letjast fætur.
Kuldahretum kvíði ég;
komnar veturnætur.
Leikslok:
Varð mér heldur dropinn dýr,
dómsins hrelldur bíð ég.
Efiir kveldsins ævintýr
undirfeldinn skríð ég.
Stolnar stundir
Þó að syndin sumum hjá
saurgi lindir tærar,
stolnum yndisslundum frá
stafa myndir kærar.
Slíkar stökur kveður ekki annar en sá, sem agað
hefur mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein, svo
að vitnað sé til Jóns Helgasonar í Kaupmanna-
höfn.
Rósberg kvæntist ungur Hólmfríði Magnúsdótt-
ur, hins þjóðkunna fræðimanns og rithöfundar á
Syðra Hóli á Skagaströnd, oglconu hans, Jóhönnu
Albertsdóttur frá Neðstabæ í Norðurárdal. Kom
ég oft á heimili þeirra og naut góðra veitinga og
alúðar húsbændanna. Þau skildu að skiptum fyrir
allmörgum árum. Börn þeirra urðu sex, þau eru:
Húnn, flugumferðarstjóri á Akureyri, Hólm-
steinn, húsasmiður á Akureyri, Aðalgunnur
Gígja, húsfreyja að Dagverðareyri, Þórgunnur
Harpa, býr í Svíþjóð og starfar að rúnalestri við
norrænu þjóðfræðastofnunina í Stokkhólmi,
Magnús Hreinn, bókavörður við Landsbókasafn
um skeið, háskólanemi, og Guðni Bragi, bifvéla-
virki á Akureyri. Þetta er ekki svo lítið dagsverk.
Hlut Hólmfríðar í uppeldi barnanna skal og
vissulega ekki gleymt. Það er mikið verk að koma
upp mörgum börnum og koma þeim vel til manns.
Það gerðu þau sannarlega, Rósberg og Hölm-
fríður.
Einn af sonum Laxárdals hefur kvatt jarðlífið.
Um leið er þjóðin einum orðlistarmanni fátækari.
Engin orð ná raunar yfir söknuð minn við
fullvissu þess að Rósberg skuli nú þagnaður að
eilífu, hann sem átti svo marga strengi í hörpu
sinni. Mig langar til að kveðja hann með vísu
þeirri er ég sendi honum á fimmtugsafmælinu:
Æskutíð með töfrum sínum
til þín líður hýr á brá.
Kennast víða í kvæðum þínum
Kárahlíð og Vesturá.
Og samúðarkveðjur sendi ég afkomendum og
ættingjum Rósbergs. Minningin um hann á lengi
eftir að hlýja þeim um hjartarætur sem kynntust
honum. Hann er ógleymanlegur maður.
Auðunn Bragi Sveinsson
frá Refsstöðum.
t
¦ Kre,nkti að bœnum bjargarleysi.
Baslið máttinn sveik.
Listfeng sál i lágu hreysi
las við týrukveik.
Glæddist Ijós við glas á lampa.
Glœddist reynsla dyr.
Fæddist hrós með frægðar giampa.
Fræddist hugur skýr.
Málið kjarnyrt, kýmni blandið.
Kyngi mögnuð Ijóð
leystu fjötra, flugu um landið.
Funaði af innri glóð.
Einfaranum ógnar hjarnsins
auðnar kalda leið.
Fjær þó sjái sólskinsbarnsins
sumarlóndin heið.
Guðríður B. Helgadóttir
Austurhlíð.
t
Pótt gleðibikar gjarnan tæmist fljótt
og gæfuhnoðan undan renni skjótt,
þótt grösin sölni bæði á akri og engi,
er eilífðin til augnabliksins sótt
og örskotsstundin getur varað lengi.
Svo kvað skáldið og fræðarinn, Rósberg G.
Snædal, sem nú hefur kvatt vora jarðnesku vist.
„Vertu sæll" sagði hann við mig á börunum í
sjúkrabílnum, sem flutti hanh í sjúkrahúsið á
Sauðárkróki, þar sem hann lést um kvöldið. Ekki
átti ég von á því að þetta væri hinsta kveðja hans
til okkar.
Rósberg Guðnason Snædal fæddist 8. ágúst
1919 í Kárahlíð í Laxárdal í Austur-Húnavatns-
sýslu. í Laxárdalnum ólst hann upp, eins og
alþýða manna í þá daga, við heldur kröpp kjör en
með vonarneista í brjósti. „fslandi allt" var
kjörorð æskufólks þeirra tíma. Rósberg G. Snæ-
dal var ekki hlutlaus ahorfandi þegar íslenska
þjóðin braut af sér viðjar erlends oks og aldabasls
heldur var í fylkingarbrjósti þeirra. sem vörðuðu
leið sjálfsbjargar og sjálfstæðis og börðust fyrir
frelsi og jafnrétti allra manna.
Fagnið þið, börn mín, frelsi sumardags,
fagnið. því nú er runnin langþráð stund,
fagnið og njótið vorsins Ijóðalags,
lagt er hið dýra gull í ykkar mund.
Rósberg G. Snædal átti vopn, sem hafa orðið
íslensku þjóðinni drýgri til sigurs en járn og
púður. Þau voru skáldskapargáfa og beinskeyttur
penni. Með hvössum greinum, vísum og Ijóðum
vakti hann með þjóðinni og hvatti tíl dáða:
íslendingaþ0ett'r
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16