Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Valdís Sigurðardóttir
Fædd 7. okt. 1900
Ðáin 6. jiin. 1983
Valdís Sigurðardóttir frá Borgarnesi, Rauðalæk
12, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 6.
janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram 17.
janúar frá Fossvogskirkju.
Valdís var Borgfirðingur að ætt. Hún fæddist
aldamótaárið þann 7. október að Kletti í Reyk-
holtsdal. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn
Brynjólfsdóttir og Sigurður Gíslasbn.
Þórunn, móðir Valdísar, var dóttir Brynjólfs
Stefánssonar hreppsstjóra á Selalæk á Rangár-
völlum. Móðir Þórunnar var Þórunn Olafsdóttir
frá Ægissíðu í Rangárvallasýslu. Sigurður, faðir
Valdísar, var sonur Gísla Sigurðssonar sem síðast
var á Fiskilæk í Borgarfjarðarsýslu.
Þórunn og Sigurður giftust 1892 og bjuggu
fyrsta hjúskaparár sitt að Skáneyjarkoti í Reyk-
Kósberg
Frumburðarrétt átl þú til þessa lands,
þessvegna skaltu vaka og gœta hans.
Síðari hluta ævi sinnar var Rósberg við kennslu,
og lét honum vel að miðla æskufólki af nægta-
brunni sagna og fróðleiks, innræta virðingu og ást á
íslenskri tungu og íslenskri náttúru. Síðustu sex
árin var hann barnakennari hér á Hólum í
Hjaltadal. Tók hann tryggð við dalinn, er minnti
hann á æskuslóðir, sem nú eru eyddar byggð.
Ljómi fornrar helgi og sagna lét vel að skaphöfn
hans:
Gusti svall um koll og kinn,
kostur vaitur falinn,
leitar alltaf andi minn          »
inn í Hjaltadalinn.
Leiðir okkar Rósbergs lágu saman fyrir tæpum
tveimur árum. Varð hann strax fjölskylduvinur.
Börn hændust að honum hvar sem hann kom.
Gerði hann sér jafnan far um að sýna málum
þeirra áhuga, hlusta og fræða. Litla dóttir okkar,
Laufey, taldi hann sinn besta vin.
Rósberg var félagslyndur og hrókur alls fagnað-
ar í vinahópi. Ki'mni hans, hnyttni og hreinskilni
var viðbrugðið. Hér söknum við vinar í stað, en
efum jafnframt þakklát fyrir að hafa kynnst og átt
•.örskotsstund" með Rósberg G. Snædal. Ogmegi
.iSkeyti" hans verða hverjum og einum áminning
°ghvatning:
Geta hverja gróðurnál
S'ott með von og trausli
Peir, sem eiga í sinni sál
sumarmál að hausti.
Börnum hans og öðrum aðstandendum sendum
v'ð samúðarkveðjur.
Jon Bjamason
ls|endingaþættir
holtsdal. En næsta ár fóru þau að Kletti í
Reykholtsdal og bjuggu þar í 21 ár eða til ársins
1914, þá fluttu þau í Borgarncs.
Sigurður Gíslason drukknaði 24. mars 1916,
ásamt Steinbirni elsta syni þeirra hjóna af yélbátn-
um Hermanni frá Stóru-Vatnsleysu.
Eftir að Þórunn var orðin ekkja bjó hún áfram
í Borgarnesi í húsi sem þau hjón höfðu byggt árið
1914 og nefndu eftir Kletti í Reykholtsdal.
Eftirlifandi börn hennar þrjú voru þá á æsku- og
unglingsárum, elstur var Ólafur 18 ára, Valdís 15
ára og Albert 11 ára.
Valdís var jafnan með móður sinni og héldu þær
mæðgur uppi í mörg ár gisti- og greiðasölu.
Borgarnes var þá orðið mikil samgöngu- og
verslunarmiðstöð. Það var því oft gestkvæmt í -
Kletti á þessum árum.
Áður en Valdís giftist var hún oftast í kaupa-
vinnu á sumrin, en það var helsta vinnan sem í
boði var í þá daga. Valdís var þrekmikill unglingur
og stóð oft við slátt langan vinnudag.
Árið 19-26 giftist Valdís Pétri Hans Símonar-
syni, sem ættaður var úr Arnarfirði. Pétur hafði
þá fyrir nokkrum árum misst fyrri konu sína,
Ólöfu Daðínu Þórarinsdóttur og nýfæddan son,
úr hinni alræmdu berklaveiki. Eftir að Valdís og
Pétur fóru að búa var móðif Valdísar hjá þeim til
æviloka 1940.
Pétur stundað ýmsa vinnu í Borgarnesi lengst
iaf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Hann var ein-
stakur heiðursmaður sem aldrei mátti vamm sitt
vita. Hagleiki og snyrtimennska var honum í blóð
borin. Ollum frístundum sínum varði hann í að
fegra og bæta heimili sitt. Pétur dó fyrir tæpum 10
árum, varð bráðkvaddur 30.jan. 1973.
Valdís og Pétur eignuðust 2 dætur, Ólöfu gift
undirrituðum og Þórunni er giftist Birgi Thorberg
Björnssyni. Þauskildu. SeinnimaðurÞórunnarer
Malte Andersson. Hún hefur verið búsett í
Stokkhólmi síðan 1958. Dótturson sinn, Björn
Leví Birgisson, tóku Valdís og Pétur að sér
tæplega fjögra ára og ólu upp.
Barnabörn Valdísar eru 8 ogbarnabarnabörn 4.
Valdís og Pétur bjuggu að Kletti í Borgarnesi
til 1942, en þá byggðu þau sér snoturt hús á
Helgugötu í Borgarnesi. Þar áttu þau heima í 29
ár til ársins 1971. Þá fluttu þau til Reykjavíkur.
Mér er það minnisstætt er ég kom fyrst til þeirra
á Helgugötuna hvað mér fannst mikið til um alla
smekkvísi og snyrtimennsku.
Valdís Sigurðardóttir var greind kona og bók-
hneigð. Alla sína ævi las hún mikið. Vafalaust
hefði hugur hennar staðið til langskólanáms ef
hún hefði verið unglingur í dag. En á fyrri
stríðsárunum var undantekning að konur gengju
menntaveginn sem kallað er. Valdís lærði þó
dönsku í einkatímum, sem mun þá hafa verið
fremur sjaldgæft. Einnig lærði hún vandaðan
útsaum, svo sem baldýringu og fleira sem ég kann
ekki að nefna.
Valdís hafði mikið yndi af hannyrðum og
saumaði og heklaði mikið. Best kann ég að meta
fallegu lopapeysurnar og vettlingana. Ég hygg að
flestir afkomendur hennar eigi skrautlega lopa-
peysu. og vettlinga sem hún prjónaði. Á seinni
árum prjónaði hún mikið og að handbragðinu var
ekki að spyrja hjá Valdísi. Að sitja við handavinnu
var hennar líf og yndi. En heimilisstörfin vanrækti
hún ekki, heimilið var hennar aðalstarfsvettvang-
ur alla tíð.
Þegar ég lít yfir æviferil Valdísar þá tel ég að
hún hafi verið lánsöm kona. Hún eignaðist góðan
mann og átti gott heimili og líf hennar var jafnan
í föstum skorðum. Heilsugóð var hún alla ævi, en
• það er afar dýrmætt og ómetanlegt. Það var fyrst
á síðastliðnu sumri sem hún kenndi sér þess
sjúkdóms er leiddi til þeirra umskipta er orðið
hafa.
Með Valdísi eigum við á bak að sjá greindri og
listrænni aldamótakonu, sem vann öll sín verk í
kyrrþey, en af sérstakri smekkvísi ogskyldurækni.
Að leiðarlokum þakka ég tengdamóður minni
fyrir alla samfylgdina og vináttu á liðnum árum og
bið henni guðs blessunar.   .   . .   A, ,
°             Porsteinn Olafsson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16