Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Maríus Ólaf sson
Kveðja frá bindindishreyflngunni.
Föstudaginn 4. mars 5.1. andaðist aldursforseti
okkar félaga í stúkunni Einingunni nr. 14, Maríus
Ólafsson, skáld okkar. Hann var fæddur á
Eyrarbakka 28. október 1891 og var því á öðru ári
yfir nírætt. Hann gat að vísu ekki sótt fundi okkar
í vetur en þar lét hann sig ekki vanta meðan hann
var ferðafær.
Ég kann ekki að rekja ævisögu Maríusar. Ég
veit að hann var Eyrbekkingur'og þar var faðir
hans söðlasmiður en auk þess að stunda iðn sína
stundaði hann flutninga á hestvögnum milli
Reykjavíkur og Eyrarbakka.'
Skáldskapur Maríusar ber því vitni hve mikill
Eyrbekkingur hann var.
„Við finnum það best þegar Bakkans er getið,
Hve blóðið til skyldunnar nörvandi snýr,
og hugur vor gleðst, er það manntak er metið,
sem mótast þar hefur og vegi sér býr,
því mannsálin sköpuð úr minningum er,
og myndirfrá œskunni (hjartanu ber.-"
Það var alla tíð þrá hans og fögnuður:
„að hlusta á niðinn sem hafaldan ber
og hittast að nýju á ströndinni hér."
, Minningar frá bernskunni á Bakkanum urðu
honum löngum yrkisefni beint og óbeint og
íslenskri þjóðmenningarsögu er fengur að þeim
skáldskap. Hann orti um frátók og gæftir og
fjölmargt annað. En öðrum stendur nær að
minnast þess.
Þegar Maríus Ólafsson gekk til liðs við templara
með því að gerast félagi í stúkunni Einingunni
1944 hafði hann lengi verið verslunarmaður í
Reykjavík en var þá orðinn starfsmaður Reykj-
avíkurborgar við gjaldkerastörf og því hélt hann
það sem eftir var starfstímans.
Maríus var félagslyndur maður og alvörumaður
í trúmálum. Söguskilningur hans var sá að
„Trú á guð í mannsins mcetti,
miskunnsemi og brœðralag
- hjartakuldans bölið bœtti -
bendir fram á nýjan dag."
Á grundvelli þessarar lífsskoðunar spurði hann:
„Og er ekki gleðin sú himninum hœrri
að hlúa að þeim gróðri, sem kringum oss býr? "
Hann vissi að tvöfeldni og óheilindi tefja
framsókn okkar í viðleitni að bæta heiminn og því
kvað hann:
„Þó víða sjáist merki um viljann til að bæta
úr vandamálum öllum og sefa þjóðarharm,
'slendingaþættir
þá stendur varla nærri að endir þessi þræta,
efþarfei nokkur maður að líta í eigin barm.'
Þetta var trú og lífsskoðun Maríusar Ólafssonar
að mannúð og góðvild væru guðlegrar ættar og
leiðin fram á við til meiri þroska og fegurra
mannlífs væri sú að líta í eigin barm, gera kröfu
til sjálfs sín fyrst og fremst.
Á þetta er nú bent af því að þar eru forsendur
þess hve mikill og tryggur templar Maríus varð.
Maríus var ekki fæddur bindindismaður og sem
gleðimaður og góður félagi prófaði hann að eigin
raun sannindi þess að hóflega drukkið vín gleður
mannsins hjarta. Hann orti Bakkusi lof og sagði
þar m.a.
„Þegar ég er þreyltur, kaldur,
þjakaður á lífi og sái,
lyftirðu mér í Ijóssins veldi
langtfyrir ofan svik og tál."
En reynslan kenndi honum að taka þessi orð til
endurskoðunar og sýndi skáldinu að það var
höfuðvilla að fría vínguðinn við svik og tál. Pað
munu véra áhöld um það hvort meira gæti sem
yrkisefna hjá Maríusi Eyrarbakka og upprunans
þar eða félagsskapar templara og hugsjóna hans
og stefnu.
Pað var rökrétt afleiðing þeirrar lífsskoðunar
og trúar.
Sem fyrr er getið að Maríus orti á aldarafmæli
góðtemplarareglunnar:
„Þeir vinna heitið: Mannsins böl að bæta
og byggja ríki Drottins hér á jörð
því bróðir eigi bróður síns að gæta
og bróðurást að halda um lífíð vörð.
Og voldug trúin, von og kærleiksandi
þeim vitrun gaf: Aðfrelsist löndin öll,
er þverri böl, sem göfgi mannsins grandi,
og grafí undan mannfélagsins höll."
Þá vissi skáldið að svik og tál Bakkusar grafa
undan hóll mannfélagsins. Og Maríus Ólafsson
vann af fullum heilindum gegn því sem hann vissi
að var hættulegt mannlegri hamingju.
• Maríus Ólafsson og Karólína Andrésdóttir
kona hans sóttu fundi Einingarinnar flestum betur
¦ meðan heilsan leyfði. Maríus naut þess að vera á
fundum með templurum og honum entist fjör og
hugsun og söngrödd uns hann var níræður.
Félögum hans svo sem 20 árum yngri, sem þóttust
fmna á sér ýms ellimörk, var huggun að hugsa til
þess að samkvæmt reynslu hans kynnu þeir að eiga
framundan 20 gleðirík ár í góðum félagsskap.
Það er vafasamt að nokkur félaga okkar hafi
tekið Maríusi fram í hvetjandi áhuga. Fram til
hins síðasta var hann óþreytandi að eggja til dáða
samkvæmt því sem segir í einu tækifærisljóði hans.
„Hve fagnandi sjáum vér framlíðarbraut
með fækkandi slysum og tárum,
er áfengisvillunnar þungbæra þraut
ferþverrandi á komandi árum.
Vér heitum á alla að hefja það starf
sem hamingju þjóðinni leggur í arf."
Og annars staðar í hvatningaljóðum hans er
þetta:
„Okkar hlutverk er að vekja
tslendinga afsvefni í dag,
bölið mesta burlu hrekja,
benda á sannan þjóðarhag,
heita á alla að hætta að gæla
heimsku og spilling þjóðar við.
Svo að heilbrigð megi mæla
minning, trú og stefnumið."
Vildu menn hætta að gæla við heimskuna og
spillinguna yrði vímuefnamálin viðráðanleg.
'   Maríus horfinn, víst er sjónarsviptir
sjá ekki lengur gamla fullhugann,
minningin yfír móðu tímans lyfíir
mannorði hans er lengi dyggur vann,
hans sem að aldrei lét sig beygja og letja,
Ijóðskáldsins sem var óþreytandi að hvetja.
Skyldugt er okkur skáldsins hvöt að geyma
skila henni áfram, lengra og víðar ná,
fyrst okkur er um betri daga að dreyma
drengskap og skyldu meta verður þá.
Hlutlausi maður! Hverjum viltu duga.
Heimurinn þarfþin. Spurt er um þinn huga.
H.Kr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16