Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 11
Júlíus Þórmundsson Laugabæ Fædd 8. júlí 1904 Dáinn 8. desember 1982 Senn er hún horfin af sviði sú kynslóð sem kcnnd hefur verið við aldamótin. þeir menn sem vrnist fögnuöu nýrri öld sem fullvaxta cða áttu et'tir að upplifa á lyrstu tugum aldarinnar þann vorhlæ scm frclsinu fylgdi. Það cr margra mál að hvergi í heimi hafi þessari nýju öld verið tekið með jafnmiklum fögnuði og björtum vonurn sem á þessum frera norðursins. Það var sem nýju blóði væri hleypt í æðar íslcnsks mannlífs. Aldirnar á undan höfðu verið knappar á lífsins gæði og naumt skammtað. Það var því hvorki blómlegt bú tié hagsæld sem þessi kynslóð tók í arf heldur hið mcsta rýrðar kot. En sú var bótin að landið átti börn sem þrátt fyrir allt sáu aö það var bæði ftrgurt og frítt og nógu vítt til þess að ráða mætti bót á. Enda má segja að þessi kynslóð hafi stofnað til nýs landnáms á öllum sviðum mannlegs lífs og reisnar á Islandi. Verka hennar er því vert og skylt að minnast. Oft leitar þetta á hugann þegar þeir tínast burt sem síðastir kveðja af þcssari kynslóð. Einn þeirra var nágranni minn og góðkunningi Júlíus Þórmundsson bóndi í Laugabæ og finnst mér skylt að minnast hans nokkrum orðutn . Júlíus hafði ég þekkt frá árinu 1968 eða frá því að ég kynntist fyrst mannlífi í Bæ. bræðrunum sem þar bjuggu og skylduliði þeirra. Það var um margt sérstæð og óvcnjuleg reynsla að kynnast svo sterkum bræðraböndum. samstöðu og óvcnjulcgu sambandi. Nú er sú tíð horfin.því með Júlíusi er genginn fjóröi af fimm bræðrum sem hér bjuggu þá. Þessir bræður hljóta að vcröa minnisstæðir því óvcnjulegt gcðslag þeirra og Ivndiseinkunn var SVO sérstæð. svo skemmtilega laus við allan hatnagang eða framgirni hvort scm var til fjár eða frama og létu þeir slíkt ekki spilla þeim dýrmæta eiginleika að geta haft gaman af lífitiu. láta þaö hvorki beygja sig né bæla og voru undurnæmir á hroslegar og skoplegar hliðar þess. Júlíus sétti óneitanlega æðimikinn svip á þetta samfélag og nú cr leiðir skiljast verð ég að segja. að eg lcl hann c’inhvern skemmtilegasta persónuleika sem orðið hcfur á vegi mínum. Iðulega fékk ég hann til að s'aldra við á göngu sinni hér um hlaöið til að mega njóta þess að súpa úr kaffibolla með honutn og njóta í leiðinni frásttgnarhæfni hansog óvcnjulegs lífsviðhorfs. Júlíus var fæddur í Langholti í Bæjarsveit, 8. Júlí I9u4 og var elstur 14 barna þeirra hjóna. Olatar Helgu Guðbrandsdóttur og Þórmundar ^ igfússonar bónda þar. Þau voru bæði Árncsingar að uppruna. hafði Þórmundur sest á Hvanneyrar- s*éóla og eftir skólavist þar og skamma ráðs- 'nennsku hjá baróninutn á Hvítárvöllum fékk ^slendingaþættir hann til ábúðar leigujörð. Langholt í Bæjarsvcit og hóf þar búskap áriö 1903. Áður en hann hvarf úr átthögum var hann heitbundinn Ólöfu Helgu og íluttist hún nú til hans og gcngu þau í hjónaband. Þóttu þau óvenjulega myndarlcgar og efnilcgar manneskjur enda blómgaðist bú í höndum þeirra. Júlíus var handgenginn foreldrum sínum og gerðist snemma liðtækur á búi þeirra og hcfur verið fullþörf á. því börnin fæddust 14 á 13 árum. Júlíus gekk ungur á Hvanneyrarskóla og lauk þar námi með lofsvcrðum vitnisburði. Varð honum oft tíðrætt um menn og minningar frá veru sinni þar og hcfur hún vafalaust mótaö hann á marga lund. Ekki sneri hann samt að búskap strax. hcldur vann hann á búi foreldra sinna og sótti sjó á Suöurncs á vetrarvertíðum um árabil. Þá vann liann mikið aö jarðarbótum á vcgum Búnaðar- sambands Borgarfjarðar. fór hann þá vítt um héruð. dvaldjst víða og kynnlist mörgum. Arið 1929 fcsti Þórmundur faðir hans kaup á jörðinní Bæ og hóf þar húskap þá þegar. Var þar í mikið ráðist og hcfur vafalaust vcrið á þaö trcyst að nú voru elstu börnin komin á legg. Enda fór það s'vo að Þórmundur scldi fljótlega sonum sínum Júlíusi og Guðbrandi 2/3 hluta jaröarinnur. Júlíus hóf búskap 1936 á nvbýli sem hann reisti á sínum jarðarhluta og ncfndi Laugabæ og 1940 gekk liann að eiga konu sína Hildi Þorfinnsdóttur,en hún var dóttir Þorfinns Þórarinssonar bónda á Spóa- stöðum í Biskupstungum og konu hans Síeinunnar Egilsdóttur. Hildur var kennari og haföi ráðist i byggðir Borgarfjarðar þeirra erinda. Var hún sugð fluggreind kona og vclgerö og hlýtur livers manns lof. Hildur lést á jólaföstu 1964, Þeim hjónuin varð þrtggja harna auðið en þau eru: Sigurbjörg hfr. í Reykjavík, maður hennar er Þorgeir Örn Elíasson framkv. stjóri. Þorfinnur sölumaður í Rcykjavík, kona hans er Kristín Jakobsdóttir og Þorsteinn bifvélavirki í Laugabæ, hann er ókvæntur og barnlaus. Hildur og Júlíus hófust þegar handa um aó byggja upp bú sitt og fljótlega var risiö í Laugabæ • myndarfegt íbúöarhús. ásamt þeim húsum öðrum scm þau þurftu til búskapar síns, fjós, fjárhús og gróðurhús og ræktun aukin svo jörðin þyldi þá áhöfn scm á henni var og verður að tcljast að þeim hafi búnast vel þótt þau heföu ekki úr ööru að spila en því sem crfiðið og cljuscmin færði þcim og enginn hafi auður orðið í garði. Þau sáu vel farborða sér og sínum og í slóð þeirra uxu frcmur tvö strá þar sem áður greri eitt. Júlíus var að cölisfari mjög félagslyndur maöur og naut sam- skipta við annað fólk. var hann þá oft allra manna skcmmtilcgastur. hafði á takteinum kviðlinga og spekiorð sem hann tók sér í munn og hittu svo vel í mark að mönnum varö orðsvant. Hann var stjórnarmaöur i Búnaðarfélagi Andakílshrepps áratugum saman og var gcrður að hciðursfélaga þess á’KXI ára afmæli félagsins og var hann reyndar afar fús að taka þátt í hverju því félags- lega starfi sem hann taldi horfa til heilla eða bóta á einhvern hátt. Þá var hann söngmaður ágætur og söng árum saman með karlakórnum Bræðurnir scm hcfur vcriö marglotaöur fyrir söng sinn hcr í Borgarfirði og víðar, vissi ég að Júlíus hafði ómælda ánægju af þcssu söngstarfi oggladdist sem gamall maður yfir að hafa tckiö þátt í því. Júlíus Þórmundsson var einn þessarti manna sem sctja ósjálfrátt og ómcðvitað ánægjulcgan s\ip á umhverfi sitt. án minnstu tilgerðar eða tilraunar til að vera cða sýnast annað en þéir eru eða virðast. Það má segja með sanni að hann setti svip a bæinn. í fyllstu merkingu þeirra orða. í 18 ár frá láti l lildar konu sinnar var hann búinn aö þrauka. halda heimili og búi sínu sarhan aö mcstu óbreyttu. Sumum hefur sjálfsagt sýnst það illur kostur ogóraunsær eða trcgða til að horfast í augu við staðreyndir. En Júlíus var ekki þeirrar gcrðar að draga inn árar fyrr en í fulla hnefana, það var fjarri skaphöfn lians og hann varof sjálfstæöur. tengdur íslenskri jörð og þeim atvinnuvegi sem hann hafði helgað líf sitt en fór því heldur sínar lciðir án þess að láta aðra ráða eða stjórna ferðum sínum og gerðum. Og tilhugsunin um að verða öðrum háöur býst ég við að hafi vcriö honum æði þung. Á jólaföstu s.l. leit hann sitt skapadægur og það var honum vafalaust kært kall sem líktist svo sérkennilega því friösæla, hljóðláta og yfirhctislausa lífi sem ætíö haföi eiiikennt hann sjálfan. Og sáttur mun liann sannarlcga hafa lagst til þeirrar foldarhvílu er ann oss hvíldar eftir liöinn dag. Ólafur Jens Sigurðsson 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.