Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						Ólafur Helgason
fyrrv. tollvörður
Afmæliskveðja
Ólafur Helgason
80 ára. 14. febrúar 1983
Tengdafaðir minn og einn minn bezti vinur,
Ólafur Helgason, fyrrv. tollvörður, Lindarflöt 43
í Garðabæ, átti 80 ára afmæli mánudaginn 14.
febrúar. Af þvt' tilefni langar mig til þess að mega
senda honum afmæliskveðju í örfáum orðum og
þá aðallega til þess að tjá honum þakklæti mitt
fyrir nána vináttu og trausta samfylgd í þau 30 ár,
sem við höfum þekkst. Mér er reyndar vandi á
höndum að senda honum kveðju mína á opinber-
um vettvangi, því mig langar vissulega til þess að
mega tala opinskátt um Ólaf sem einn bezta
mann, sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni og þá getur
verið nauðsýnlegt og eðlilegt að grípa til býsmi
sterkra lýsingarorða, en slíkt veit ég að myndi
vera Ólafi mikið á móti skapi, svo hógvær og
yfirlætislaus sem han hefur verið allt sitt h'f. Ég
verð því að spara lofsyrðin, sem hann þó vissulega
á skilin, þótt kveðjan verði að sama skapi
fátæktegri en efni standa til.
Úlafur fæddist að Kveingrjóti í Saurbæ 14.
febrúar 1903, sonur hjónanna Helga Helgasonar
og Ingibjargar Friðriksddttur, sem þá bjuggu
þar. Þau fluttu síðar að Gautsdal í Geiradal á
Barðaströiíd og bjuggu þar í fögru umhverfi upp
af Króksfirðinum með Barmahlíðina og Reyk-
hólasveitina til vesturs og Gilsfjörðinn til austurs.
Mikil vinnusemi og elja efldi hag þeirra og þau
bjuggu góðu búi á þeirra tíma mælikvarða. Þarna
átti Ólafur bernsku sína og unglingsár í hópi
systkina og traustra foreldra við venjuleg sveita-
störf, sem voru honum einkar hugleikin, enda
kom þá strax í ljós sá mikli ræktunaráhugi, sem
honum er í blóð borinn og einkennt hefur hann
allt hans líf. Pá kom strax í Ijós þessi einstaki
hæfileiki hugar og handa til þess að gera moldina
frjósamari, gróandann grænni ogblómin fegurri.
þessi einstaki hæfileiki til þess að gæða allt Iifandi
í umhverfinu auknum þroska og meiri fegurð.
Hann virkjaði bæjarlækinn og veitti ljósi og yl í
híbýlin og vann hörðum höndum að endurbótum
á landinu. Rafstöðin í Gautsdal var ein fyrsta
rafstöðin til sveita, en Ólafur var enn nánast
unglingur að árum, þegar hann braust í byggingu
hennar.
Ég veit að hugur Ólafs stóð tíl langskólanáms,
enda er hann einn þeirra manna, sem fékk mikla
greind og góðar gáfur í vöggugjöf. Ég veit að
læknisstörf eða vísindastörf á sviði jarðræktar
hefðu Ieikið honum í höndum, en efnin á þeirri
tíð leyfðu ekki að slík áhugamál næðu fram að
ganga. Hann hvarf til búnaðarnáms að Hvanneyri
og lauk þar prófi með miklum ágætum eftir tvo
.vetur fyrir 60 árum síðan. Hann 'fór aftur til
búnaðarstarfa að Gautsda! og hlúði að jörðinni
með föður og bræðrum.
16
Hann kvæntist 1935 Ólöfu dóttur Sigríðar og
Ingimundar bónda í Bæ í Króksfiröi. en hiín hefur
síðan verið hans samhenti og trausti lífsförunaut-
ur. Jarðnæði var ekki fyrir hendi fyrir ungu hjónin
að hefja búskap í heimabyggð og þau hurfu því til
Reykjavíkur, þar sem Ólafur hóf stöf sem toll-
vörður, en því starfi gegndi hann alla tíð síðan
meðan aldur leyfði, ýmist við tollgæzlu, á skrif-
stofu tollstjóra eða á tollpóststofunni. En þótt á
mölina væri komið héldu þau áfram að rækta
garðinn sinn í eiginlegum og óeiginlegum skiln-
ingi. Þau bjuggu sér notalegt heimili í verka-
mannabústöðunum við Einholt og löðuðu f agran
blóma- og trjágarð upp úrgrýttu holtinu. Húsrvmi
var ekki mikið en skapaði hlýlega umgjörð góðu
heimih fyrir hjónin, og dætur þeirra Sigríði,
Ingibjörgu, Hildigunni og fósturdótturina
Mörthu, auk þess sem jafnan var nóg rúm fyrir
fjölda gesta, sem hjá þeim dvaldi lengri eða
skemmri tíma, sérstaklega gamla vini og ættingja
úr heimabyggð fyrir vestan. Gestrisnin var þá
jafnan síðan þeirra tryggi förunautar,
Takmarkaðar tekjur nýttust samhentu og hag-
sýnu heimili ótrúlega vel og þau byggðu efri hæð
¦og ris í fallegu tvíbýlishúsi við Tómasarhaga.
1 sem þau fluttu í 1953. Einnig þar töfraöist fram
hinn fegursti trjágarður á ótrúlega skömmum
tíma. Heilsuleysi hafði reyndar stundum barið að
dyrum hjá Ólafi í gegnum árin, en því var eytt
með einstakn bjartsýni, góðu lunderni og sérstöku
jafnvægi hugans, sem Ólafur á til að bera í ríkari
mæli en margir aðrir. Það stóð því ekki f vegi
gróanda og betri hags. Þarna undu þau öll í gleð
og eindrægni, hjónin, dæturnar og móðir Ólafs,
Ingibjörg, en hún hafði flutt til þeirra hjónanna
meðan þau enn bjuggu í litlu íbúðinni í Einholti
eftir að hún varð ekkja. Hún fékk sæmdarheitið
„amma" ogvar jafnan kölluðammaaföllum,sem
inn á heimilið komu, og þeir voru ekki fáir, því
gestrisnin dvínaði ekki með árunum.
Ég, sem þetta rita, kallaði hana einnig ömmu,
þegar ég kom inn á heimilið fyrsta sinni fyrir
árslok 1953 og alla tíð síðan, þar til hún andaðist
93 ára gömul. en þá yorum við öll flutt í GarðabíC
og við Sigríður, dóttir þeirra Ólafs og Ólafar, þá
reyndar flutt norður til Akureyrar. Við hófum
búskap í risinu í Tómasarhaga 1956 og síðar
byggðum við Ólafur tvö einbýlishús hlið við hlið
í Garðabæ við Lindarflöt, þangaö sem við fluttum
1964. Við hjálpuðum hvor öðrum mikið við
byggingarframkvæmdirnar, en hann mér þó miklu
meira við mitt hús en ég honum við hans. Við
bjuggum reyndar ekki lengi hlið við hlið í Garða-
• bænum, því við Sigríður fluttum til Akureyrar
tveim árum síðar, en böndin hafa þó alltaf haldist
jafn sterk.
Allir, sem kynnast Ólafi, hljóta að laðast að
honum og bindast honum tryggðarböndum. Það
var mér mikið lán að kynnast honum 1953, meðan
ég enn var ungur að árum og óharðnaður
unglingur. Við höfum síðan átt nána samleið senv
tengdafeðgar og vinir og það hefur verið mér
mikils virði að kynnast honum og eiga hann að.
Ég ætla mér ekki þá dul að geta lýst hans góðu
eigindum og orð verða reyndar fátækleg í því efni.
Allir, sem kynnst hafa Ólafi, vita, að þar fer
einstakur drengskaparmaður, bjartsýnn, góðvilj-
aður og ráðhollur. Orð eru því óþörf. Ég veit hins
vegar, að þegar hugsað er til hins góða ræktar-
manns lands og lýðs á vel við vísustefið. sem Ólöf.
eiginkona Olafs, kastaði fram þegar hann varð
sjötugur, en það er svona:
•    Bráðum vakim blóinlii jiín ú iiý
er blessuð sólin hœkkar göngu sína
Og litlir sprotar lifna fyrr afþvi '
að lífið gafþeim ennþá nálœgð þína.
Ungu frœin þekkja þína sál
og þakklál lala þau sill hljóða mál.
Ég sendi Ólafi hugheilar hamingjuóskir í tilefni
80 ára afmælisins. Hlýjar tilfinnnigar þakklætis og
virðingar streyma til hans frá okkur Siggu og
börnunum. Ég veit að sömu tilfinningar streyma
til hans frá Hildigunni og fjölskyldu hennar í
Hafnarfirði, frá Ingibjorgu og fjölskyldu hennar i
Danmörku og frá Mörthu og hennar fjölskyldu i
Breiðdal. Guð gefi honum og Ólöfu fagurt
ævikvöld.
Valur Amþórsson
Akureyri
íslendingaþætt»r
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16