Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 26.05.1983, Blaðsíða 5
Þórður Auðkúlu Fæddur 10. janúar 1902 Dáinn 29. apríl 1983 Einn af sonum Sighvats Grímssonar borgfirð- ings á Höfða í Dýrafirði hét-Njáll. Hann ílengdist í Arnarfirði og bjó um skeið á Tjaldanesi. bar feddist Þórður Njálsson 10. janúar 1902. Móðir hans en kona Njáls var Jónína Sigurðardóttir. Njáll gerðist ráðsmaður á búi séra Böðvars Bjarnasonar á Hrafnseyri og fluttist þangað með fjölskyldu sína. I’ar ólst Þórður því upp. Séra Böðvar hafði lengi skóla á heimili sínu og bjó unga menn undir menntaskólanám. Þórður Jóhannes Davíðsson fæddist í Álfadal á Ingj- aldssandi 23. september 1893. Foreldrar hans voru búandi hjón þar, Davíð Davíðsson og Jóhanna Jónsdóttir. Davíð faðir hans var af önfirskum ættum en Jóhanna átti ættir sínar m.a. við Arnarfjörð en bæði voru þau rótgrónir Vestfirðingar. Jóhannes Davíðsson var ungur við nám í ungmennaskóla sr. Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi. Á þeim árum voru fyrstu ungmennafélögin stofnuð vestra. Ungt fólk víða um land hafði myndað félög sjálfu sér til þroska og góðum málum til fulltingis. En með tilkomu ungmenna- félaganna og landssambands þeirra 1907 fékk þessi félagshreyfing samræmdan svip og sameigin- legt markmið að formi til. Norsku ungmennafél- ögin voru fyrirmyndin og þau lögðu til þjóðernis- lega vakningu en að öðru leyti var flest sótt til félagsskapar góðtemplara sem fyrstir urðu til að mynda félög sem buðu alla velkomna, karla jafnt og konur. Jóhannes Davíðsson kunni vel að lýsa þeirri hrifningu sem fylgdi ungmennafélögunum og hversu þau opnuðu fólki sínu nýjan heim fullan vona og fyrirheita og hvílíkur fögnuður fylgdi því að vita köllun sína að hefja land og lýð á hærra stig. Sú köllun gerði miklar kröfur - kröfur um sjálfsstjórn og jafnvel nokkra sjálfsafneitun en fyrirheitin voru líka í samræmi við það. Þessi félagshreyfing boðaði betri daga og betri heim en þau fyrirheit byggðust öll á því að menn dygðu sjálfir. Henni fylgdi það að hver og einn gerði kröfur til sjálfs sín. Það var hennar mesti styrkur. Jóhannes. Davíðsson trúði því að aldrei hefði verið jafn gaman að vera ungur og þá. Jóhannes Davíðsson lauk búfræðinámi á Hvanneyri 1914. Hann kom vestur í fæðingarsveit sína og hóf búskap í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði * félagi við Kristján bróður sinn 1917. Ogþar vann hann síðan sitt ævistarf. Ég hirði ekki að telja hér upp trúnaðarstörf sem •lóhannesi voru falin en hann var lengi í stjórn búnaðarfélags og búnaðarsambands og fulltrúi á Eúnaðarþingi og fundum Stéttarsambans. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Dýrfirðinga °g formaður þessi lengi. Og hann var formaður •slendingaþættir Njálsson naut slíkrar fræðslu hjá honum en síðan stundaði hann búfræðinám á Hvanneyri og lauk námi þar 1923. Ævistarf hans varð búskapur í Auðkúlu- hreppi. Hann bjó á Hrafnseyri 1929-1937, í Stapadal 1937-1948 og síðan á Auðkúlu uns hann lét búið í hendur sonum sínum. Þórður kvæntist 21. apríl 1930. Kona hans lifir hann. Hún heitir Daðína Jónasdóttir frá Reykja- firði. Jónas faðir hennar Ásmundsson var fæddur á Borgum í Þistilfirði. Þeir voru saman við nám á Hólum Jónas Ásmundsson og Kristinn Guðlaugs- son á Núpi og Hermann Jónasson skólastjóri þeirra réði þá báða vestur í Firði til búnaðarvinnu og urðu þeir samferða vestur og átti hvorugur afturkvæmt til Norðurlands. Framsóknarfélaga sveitar og sýslu og lengi mið- stjórnarmaður flokksins. Jóhannes hafði ýms þau einkenni sem rík hafa verið með föðurfrændum hans. Þar eru menn sumir fremir lágvaxnir og jafnvel kubbslegir með fingur stutta en gilda og holdgróna fremur venju. Létt hefur þeim mörgum verið um mál og sumum gjarnt til að fjölyrða um sitthvað sem þeim þykir öfugt ganga. Þessa gætti alls hjá Jóhannesi. Hann var ekki glæsimenni í ræðustól enda röddin hvorki sterk né snjöll. En honum voru röksemdir mála tiltækar og hann var aldrei stirðmáll og því varð hann drjúgur málafylgju- maður. Jóhannes Davíðsson var stór í einlægni sinni og fórnfýsi. Ég átti einhverntíma að endurskoða reikninga ræktunarsambands sem hann var fram- kvæmdastjóri og reikningshaldari fyrir. Honum hafði orðið þá á í fyrsta uppgjöri að telja hag félagsins 10 þúsund krónum betri en rétt var, sjálfum sér til skaða. Mér gleymast ekki orð hans og viðbrögð þegar hann áttaði sig á stöðunni og sagði: „Ég sé að þetta er svona, en mér þykir illt að missa þetta frá ræktunarsambandinu." Svo bregðast ekki við nema dyggir þjónar. Síðustu misserin dvaldi Jóhannes á héraðshæl- inu á Blönduósi í nágrenni bróðurdóttur sinnar. Hann var sjálfur barnlaus enda ógiftur alla ævi. Heilsan entist vel en sjónin þvarr þó svo að hann sá ekki á bók. Ég hélt að honum yrði ellin þung þegar hann hætti að geta sótt mannfundi, lesið og skrifað. En þar reyndist hann enn meiri maður en ég átti von á. Hann tók örlögum sínum með æðruleysi, þakklátur fyrir það sem að baki var og sannfærður um að þrautseigja og þolgæði bæri ávöxt og hlyti sína umbun þó að síðar yrði. Vinir hans lásu fyrir hann ljóð og sögur á spólur, sem hann undi sér við að hlusta á. Hann hélt andlegum kröftum til hins síðasta og klæddi sig hjálparlaust síðasta daginn. Útför hans var gerð á Mýrum í Dýrafirði 29. apríl. Við minnumst hans með þakklæti fyrir þátt hans í félagsmálum bænda og samvinnumanna og marga glaða viðræðustund þegar tóm gafst til að blanda alvöruna léttara hjali. H-Kr- Kona Jónasar en móðir Daðínu var Jóna dóttir Ásgeirs á Álftamýri Jónssonar prests á Álftamýri, Ásgeirssonar, prófasts í Holti og er þetta frændlið Jóns forseta Sigurðssonar svo sem margir vita. Þórður og Daðína eignuðust 11 börn og náðu 9 þeirra fullorðinsaldri en tvær dætur misstu þau við fæðingu. Þau sem varð lífs auðið eru þessi: Ólafur Jón starfsmaður skattstofunnar á Akur- eyri, Njáll frjótæknir á Blönduósi, Ólafur Vetur- liði verslunarstjóri á Þingeyri, Hreinn bóndi á Auðkúlu, Nanna húsfrú í Hafnarfirði, Sigurður bóndi á Auðkúlu, fórst af slysförum 1971, Rósa- munda, húsfrú í Ólafsfirði, Þorkell verkamaður á Þingeyri og Halla kennari í Hafnarfirði. Auk þess tóku þau Þórður og Daðína til fósturs Sigurð Guðna Gunnarsson fjögurra ára og ólu hann upp en hann er nú starfsmaður hjá Fiskmati ríkisins. Þessi börn Þórðar fæddust á 20 árum, 1930-1950 og fóstursonurinn 1951. Þessi upptalning minnir á að mikil vinna hefur legið í uppeldi barnanna og heimilið fjölmennt um skeið. Þóður var iðjumaður mikill og ósérhlífinn við vinnu. Með atorku og ráðdeild náði hann því marki að sjá vel fyrir sínu heimili og verða bjargálna. Fór þó mörg stundin til að sinna félagsmálum ýmiskonar. Þórður Njálsson var hugsjónamaður í félagslífi. Þar var hann líka góður þegn og ósérhlífinn. Ég tel hér ekki upp trúnaðarstörf Þórðar Njálssonar en hann var lengi í sveitarstjórn og stjórn Kaupfélags Dýrffrðinga og kom víða við sögu. Hann var áratugum saman í fremstu röð sveitunga sinna í félagsmálum. Þar með er Framhald á bls. 6 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.