Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 08.06.1983, Blaðsíða 2
Þórður Njálsson fyrrverandi hreppstjóri Fæddur 10. jan. 1902 Dáinn 28. apríl 1983 Merkur og mætur Vestfirðingur Þórður Njáls- son fyrrverandi bóndi á Auðkúlu í Arnarfirði og lengi hreppstjóri í Auðkúluhreppi er látinn. Hann andaðist þann 28. apríl s.l. að Sólvangi í Hafnar- firði, en jarðarför hans var gerð frá Rafnseyrar- kirkju í Arnarfirði föstudaginn 6. maí s.l. Þórður var fæddur að Tjaldanesi í Auðkúlu- hreppi þann 10. janúar 1902. Foreldrar hans voru hjónin Jónína G. Sigurðardóttir ogNjáll Sighvats- son. Faðir Njáls og afi Pórðar var hinn kunni fræðimaður og mikilvirki rithöfundur Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, sem lengi bjó á Höfða í Dýrafirði. Að loknu námi í barnaskóla stundaði Pórður nám í framhaldsskóla séra Böðvars Bjarnasonar á Rafnseyri. Síðar lagði hann stund á búfræðinám á Hvanneyri og lauk prófi þaðan 1923. Búskap á Rafnseyri hóf Þórður á árinu 1929. Á árinu 1930 kvæntist Þórður eftirlifandi eigin- konu sinni Daðínu Jónasdóttur, bónda og hrepp- stjóra í Reykjarfirði í Suðurfjarðahreppi. Eigin- kona Jónasar og móðir Daðínu var Jóna Ásgeirs- dóttir frá Álftamýri í Auðkúluhreppi, dóttir hins kunna dugnaðar og athafnamanns, Ásgeirs Jóns- sonar og konu hans Jóhönnu Bjarnadóttur. Þau Þórður og Daðína eignuðust 11 böm. Verða þau sem upp komust talin í aldursröð: 1. Ólafur Jón, kvæntur og búsettur á Akranesi. 2. Njáll, kvæntur og býr á Blönduósi. 3. Ólafur Veturliði, á heima á Þingeyri. Eiginkona hans er geyma, að þegar við kvörtuðum yfir mótlætinu og minntumst jafnframt á blómstrandi örlagatréð, þá var hún þess fullviss að blessað blómið gerði þetta ekki til að ögra okkur, heldur til þess að gleðja og hughreysta. Þannig var hennar aðferð við að stappa í okkur stálinu og benda okkur á að alltaf megi finna bjartar hliðar á lífinu, bara ef maður leggur sig fram um það. Þessi óbeina ábending hennar og stuðningur varð því margfalt betri og áhrifaríkari en nokkur stór orð og fjálgleg hefðu orðið. Ástæða þess að þessi litla saga rifjast upp núna, er að rétt áður en við fréttum lát hennar byrjaði þetta sama örlagatré að blómstra og því er það fyrst og fremst hún sjálf sem hughreystir okkur núna, með minningunni um þetta litla atvik og allt annað sem hún hefur eftirlátið okkur af sjálfri sér. Það er oft svo að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við höfum ekki aðeins misst góða ömmu og langömmu, heldur einnig stóran hluta þeirra tengsla við fortíðina sem eru nauðsynleg til að framtíðin byggist á traustum grunni. 2 látin fyrir nokkrum árum. 4. Hreinn, kvæntur og býr á Auðkúlu. 5. Nanna, gift og á heima í Kristjana bjó yfir óþrjótandi fróðléik um lífið fyrr á tímum og var ætíð reiðubúin að segja frá og bera saman við nútímann, þótt áheyrendurna brysti oft þolinmæðin, því miður, og höfum við eflaust farið mikils á mis á þann hátt. En eitthvað síaðist samt inn hjá okkur, þótt við værum kannski of upptekin af framtíðinni og sjálfum okkur. Því er víst.að ef eitthvað af því sem við eigum eftir að byggja í framtíðinni stenst, þá á Kristjana sinn hluta í því, vegna þess að við höfum eftir sem áður tengslin við fortíðina í minningunni um hana og allt það sem hún eftirlét okkur af sjálfri sér og lífi sínu. Þetta sýnir kannski að við þörfnumst öll hvers annars, þeir ungu hinna gömlu og þeir gömlu hinna ungu. Ef þessum fátæklegu kveðjuorðum hefur tekist að lýsa aðeins svolitlu af þeim verðmætum sem Kristjana hefur skilið eftir hjá okkur sem eftir lifum, verðmætum sem aldrei verða frá okkur tekin, þá er betur af stað farið en heima setið. Megi síðasta ferðin verða gifturík og góð. Júlíus K. Björnsson Hafnarfirði. 6. Sigurður Júlíus. Hann varkvæntur og bjó á Auðkúlu. Hann er látinn. 7. Rósamunda, gift og á heima á Ólafsfirði. 8. Þorkell, kvæntur og býr á Þingeyri. 9. Halla, gift og á heima í Hafnarfirði. Tvö börn þeirra Þórðar og Daðínu dóu í frumbernsku. Þá ólu þau upp einn fósturson Sigurð Gunnarsson. Barnaböm Þórðar og Daðínu munu vera 25, eftir því sem ég best veit. Eins og að framan segir hóf Þórður búskap á Rafnseyri 1929. Þar bjuggu þau hjónin svo til 1937, en þá fluttu þau að Stapadal og bjuggu þar til 1948. Þá keyptu þau jörðina Auðkúlu og ráku þar búskap af miklum dugnaði, fyrirhyggju og myndarskap í um það bil tvo áratugi. Þá tóku við jörðinni synir þeirra Hreinn og Sigurður. Þar býr Hreinn ennþá með fjölskyldu sinni. Þegar hér var komið var heilsufari þeirra hjónanna orðið mjög ábótavant, og þá ekki síður Daðínu, enda mikið og erfitt dagsverk að baki hjá þeim báðum. Þau brugðu því búi og fluttu til Hafnarfjarðar og þar áttu þau heima mörg síðustu árin. Enda þó Þórður hefði ærinn starfa við umsýslu bús síns á Auðkúlu, þar með talin mikil nýrækt á jörðinni vann hann þó í áratugi fjölþætt og mikilsverð félagsmálastörf fyrir sveit sína og hérað, enda maðurinn ágætlega vel gefinn og starfhæfur í besta lagi. í um það bil 40 ár átti hann sæti í hreppsnefnd Auðkúluhrepps og hreppstjóri var hann um þrjá áratugi. Hann var lengi sýslunefndarmaður í Vestur-ísafjarðarsýslu. Um árabil var hann í stjórn Ræktunarsambands sýsl- unnar. Þá var hann árum saman í stjórn Búnaðar- félags Auðkúluhrepps og fulltrúi þess á fundum Búnaðarsambands Vestfjarða. Hann var lengi í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga og útibússtjóri þess félags meðan það rak útibú á Auðkúlu. í áratug var hann umboðsmaður skattstjórans í Vest- fjarðaumdæmi í Auðkúluhreppi. Um tíma átti hann sæti í stjórn Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði. Ýmsum öðrum störfum en hér hafa verið talin gegndi Þórður í lengri eða skemmri tíma. Þá ber að geta þess að þau hjónin voru sérstaklega greiðasöm við þá sem voru hjálpar þurfandi. Að sjálfsögðu hafa frátafir frá búskapnum oft verið tíðar þegar húsbóndinn þurfti að gegna jafn ábyrgðarmiklum og fjölþættum félagsmálastörf- um og hér hafa verið nefnd. Ep það var ekki að skapi Þórðar að skorast undan þeim störfum sem honum voru falin. Þórður Njálsson átti létt með að-túlka skoðanir sínar í ræðu og rituðu máli. Hann var ágætlega hagmæltur. Við hjónin vottum Daðínu, börnum þeirra hjónanna og öðrum vandamönnum einlæga samúð. Jón Á. Jóhannsson íslendingaÞ®tti,,

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.