Íslendingaþættir Tímans - 04.08.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 04.08.1983, Blaðsíða 4
Kristófer Oliversson, skipstjóri Fæddur 22. ágúst 1894. Dáinn 21. mars 1983. Afi minn Kristófer Oliversson sjómaður og síðar skipstjóri og útgerðarmaður fæddist 22. ágúst 1894. Hann var sonur þeirra Olivers Guðmunds- sonar þurrabúðarmanns en svo var sagt um menn sem ekki höfðu skepnur og Kristínar Magnúsdótt- ur. 1 kirkjubókum er þess getið að hann hafi verið skírður 1. sept. sama ár. Þau Oliver og Kristín bjuggu þá í Stöðulkoti í Miðneshreppi. Auk afa áttu þau tvær dætur barna. Þessir tímar voru erfiðir eins og svo oft í sögu þessarar þjóðar. Mikill fjöldi fólks flutti vestur um haf og festi þar rætur. Það hafði fengið sig fullsatt á þeim erfiðleikum sem því fylgdi að búa í þessu harðbýla landi. Það voru ekki einungis veðurguðirnir sem voru landsmönnum óhliðhollir heldur gerðu ýmsir sóttfaraldrar og landlægur hafís þá landsmönnum lífið erfitt. Það hefur því þurft talsverðan kjark og áræðni að bjóða ölium þessum öflum byrginn og halda áfram búsetu. Það er gott til þess að vita að Guðmundína Kristjáiisdóttir Framhald af bls. 2 og Kristínar Arnadóttur konu hans, Ingimundur Tryggvi, gengu í hjónaband og tóku við búi á Innra-Ósi. Hjónavígslan fór fram 23. júní 1928. Ungu hjónin voru af þeirri kynslóð bændafólks, sem grunn lagði að stórstígum framförum í íslenskum sveitum. En Ingimundar naut ekki lengi við. Hann féll frá 12. febrúar 1934. Guðmundína hélt búskapnum áfram, og má nærri geta hver þrekraun það var í miðri krepp- unni að standa straum af skuldum eftir jarðabætur og aðrar framkvæmdir á jörðinni. Á Innra-Ósi bjó hún farsælu rausnarbúi fram til 1945. Guðmundína giftist öðru sinni, 10. janúar 1946, Sigurði Tryggva, syni Ara Stefánssonar og konu hans Kristínar Guðmundsdóttur, sem lengst bjuggu í Stóra-Laugardal á Skógarströnd. Þau Guðmundína og Sigurður settust að í Hafnarfirði, þar sem þau reistu sér húsið sem nú heitir Öldutún 4. Guðmundínu varð ekki barna auðið, en leitun er á manneskju sem betur skildi börn og þarfir þeirra og auðveldara átti með að koma þeim að sér. Á heimili þeirra Sigurðar voru einatt börn í fóstri eða heimagangar, og virtust öll líta á Guðmundínu sem aðra móður. Auk barnafræðslu eins og hún gerðist í sveitum á fyrstu tugum aldarinnar, naut Guðmundína skólavistar einn vetur í Kvennaskólanum í Reykjavík, þegar hún var um tvítugt. En þessa takmörkuðu skólagöngu kunni hún að færa sér vel í nyt, bæði til munns og handa. Skilningurinn var skarpur og minnið glöggt, varð vart á betri heimild kosið um atburði og ættir í byggðum sem hún þekkti best til. Magnús T. Ólafsson. 4 þessir eiginleikar kjarkur og áræðni hafa síðan haldist hjá afkomendum þeirra hjóna. Það er því í slíku umhverfi sem afi elst upp. Hann þarf snemma að taka til hendinni og kynnast lífsbaráttunni. Hugur afa leitar fljótt til sjó- mennsku eins og svo margra ungra manna á þeim tíma og segja má að upp frá því sé lífsferillinn ráðinn. Hann gengur í Vélskólann og lýkur þaðan prófi. Þegar hér er komið er afi orðinn formaður á bát og eflaust eftirsótt mannsefni. Hann giftist árið 1919 Þuríði Gísladóttur fæddri aldamótaárið 1900 að Þóroddsstöðum í Miðneshreppi. Þau hefja bú sitt að Norður-Flankastöðum. Þann 29. jan. 1920 fæðist þeim sonur sem skírður er Kristinn Sveinbjörn. Kristinn þótti snemma mjög bráðger unglingur og fróðleiksfús með afbrigðum. Þar sem þá voru aðrir tímar þá átti hann ekki kost á þeirri skólagöngu sem þykir sjálfsögð í dag. Sem dæmi um fróðleiksfýsn hans þá hlustaði hann ávallt á fréttir um gang heimsmála sem landsmála Hann hafði yndi af því að miðla öðrum af þekkingu sinni og lýsti þá gjarnan atburðum jafnnákvæmlega og hann hafði heyrt þá. Síðar flytja afi og amma að Hjarðarholti og þar fæðast þeim 3 börn. Ólína Helga 'fædd 31. maí 1927. Oliver Gísli fæddur 26. sept. 1928 og Guðlaug fædd 28. jan. 1930. Þar bjuggu þau hjón nokkur ár en flytjast þá að Stígshúsum. Þar fæðist Helgi 18. apríl 1937. Þegar hér er komiö er afi orðinn einn af umsvifameiri útgerðarmönnum í Sandgerði. Þótt ástand heimsmála væri dökkt og heimskreppan legði efnahagslíf margra þjóða í rúst og áhrifa hennar gætti hér með miklum þunga þá jók afi frekar umsvifin en hitt og lét erfiðleikana ekki stöðva sig heldur tvíefldist. Hann kunni best við sig með storminn í fangið. Hann byggir yfir fjölskyldu sína mikið myndarhús Bjarmaland og 'við það hús var fjölskyldan síðan kennd. Ég hygg að ekki hafi vcrið gefið nægilegt gaum hlutverki þessara manna sem höfðu til þess kjark og þor að bjóða aðstæðunum byrginn og taka áhættu. Slíkir menn eru í raun drifkraftar hvers haskerfis. Þeir leggja mikið undir. Oft fer illa og þeir tapa en stundum fer betur og á veita þeir oft fjölda fólks atvinnu og gera þar með betri afkomu þess mögulega. Ævi sjómannsins er oft líkt við sjóferð. Það skiptast á skin og skúrir, logn og stormur og því veltur á mörgu að menn komist heilir heim. Afi átti því láni sjálfur að fagna að koma sér og áhöfn sinni ávallt til hafnar og þótti hann þó kjarkmaður og réri oft þegar aðrir sátu heima. En hann mátti sjá af tveimur sonum sínum í hafið. Kristinn Sveinbjörn sem á stríðsárunum var skipverji á þýsku skipi drukknaði þegar skip hans rakst á tundurdufl í Eystrasalti og sökk. Þetta var í lok stríðsins árið 1943. Áður en Kristinn fór í sína síðustu ferð jiaföi hann ánafnað Helga bróður sínum líftryggingu sína og átti hún að ganga til þess að mennta hann. Hann vildi með því gefa bróður sínum kost á því sem hann hafði sjálfur farið á mis við. Hann hugðist snúa heim þegar stríðinu lyki en auðnaðist það ekki eins og áður er getið. Helgi drukknaði árið 1963 þegar bátur hans Hólmar fórst með allri áhöfn við Vest- mannaeyjar. Veit ég að afi syrgði syni sína mjög. Afi stundaði sjómennsku og útgerð þangað til hann var kominn fast að sjötugsaldri. Þá flytur hann til Reykjavíkur og ræður sig á eitt af skipum Hafrannsóknarstofnúnarinnar. Það er sjálfsagt ekki algengt að menn komnir á áttræðisaldur stundi sjómennsku því hún er ekkert sældarlíf en svo nátengdur var afi sjónum og sjómennskunni að ekkert gat dregið hann í land meðan hann gat staðið í báðar fætur. Afi var orðinn 75 ára gamall þegar hann loks ákveður að hætta sjómennsku. Hann flyst að dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og átti heima þar upp frá því. Hann hafði herbergi móti Reykjavíkurhöfn og fylgdist gjarnan með skipaferðum um hana. Erfitt held ég að honum hafi þótt að draga festar að landi og taka að sér hlutverk áhorfandans. Skapgerð hans var þannig að slíkt var honum mjög á móti skapi. Ég kynntist afa best þegar hér er komið og útlit hans og skapgerð verður mér ávallt minnisstæð. Hann var meðalmaður á hæð og mjög þrekvaxinn. Hann hafði öra lund eins og títt er um menn sem láta sér ekki standa á sama um alla hluti. En þrátt fyrir mikið skap þá bjó undir stórt hjarta. Afi og amma slitu samvistum en áttu saman 5 börn eins ogáðurergetiðum. Kristinn Sveinbjörn sem lést aðeins 22 ára. Ólínu Helgu gifta Gísla Júlíussyni. Hennar börn eru af fyrra hjónabandi. Jón, Kristín og Kristófer og síðan með Gísla þau Þuríður og Ólafur. Olver Gísli giftur Ingibjörgu Jónsdóttur. Þeirra börn eru Steindór. Helga og Kristófer. GuðlauggiftGuðjóniÁrnaGuðmunds- syni. Þau eiga Guðrúnu Jónínu og Kristinn Helga. Helgi sonur þeirra var giftur Guðrúnu A. Guð- mundsdóttur og átti með henni þrjá syni. Kristinn Svein, Guðmund Helga og Helga Kristófer. Að lokinni langri starfsævi þótti Sandgerðingum tilhlýðilegt að sæma afa heiðursmerki sjómanna- íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.